Kartaflan góða Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 20. desember 2018 07:30 Ég lenti í Dublin í morgun. Fram undan er jólastemning í félagsskap dætra minna. Þrátt fyrir að þekkja borgina ekki mikið líður mér nú samt eins og við séum komnar heim og finn að ég elska Írland dálítið. Það þarf kannski ekki að þekkja Íra svo mikið til þess að elska þá. Írska eldhúsið er heiðarlegt eins og hið íslenska og skyldleikinn birtist víða. Við erum þeir. Þegar við gengum inn á hótel gerði ég þess vegna það eina eðlilega og rétta í stöðunni og bað dóttur mína með fallega rauða hárið um að fara fyrir hópnum, rífandi stolt af framlagi mínu til þessa sameiginlega áhrifasvæðis rauðhærðra. Írarnir eru gestrisnir, virðast slakir og eru strangtrúaðir. Munurinn á okkur og þeim er kannski sá að þeir vita að þeir eru trúaðir. Stærsta áhyggjuefni þessarar ferðar tengist einmitt trúnni á hið góða, en það eru vangaveltur 6 ára stelpu um aðgengi jólasveinanna að 6. hæð hótels í miðborg Dublin. Þar stendur skórinn hennar nú úti í glugga ásamt handskrifuðu bréfi. Eldri systur hennar hafa blessunarlega flutt þetta mál fyrir stúlkuna af mikilli sannfæringu, og jafnvel eldmóði, um réttmætar væntingar þess að hún fái eitthvað fallegt í skóinn, þótt skórinn sé nú staðsettur í landi kartöflunnar. Hún á enda allt gott skilið. Það er nálægðin og einmitt skyldleikinn við Íra sem gerir að verkum að jólasveinarnir munu hreint ekki gleyma íslenskum börnum í Írlandi. Auðvitað munu Bjúgnakrækir, Gluggagægir og Gáttaþefur líka sinna herbergi 615 á Academy Plaza Hotel í Dublin. Ferðafélagar hennar hlakka svo til að njóta næstu daga í Írlandi. Og móðirin er þakklát fyrir jólastemningu á áhrifasvæði kolvetna og ætlar að njóta góðu kartöflunnar í öll mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Ég lenti í Dublin í morgun. Fram undan er jólastemning í félagsskap dætra minna. Þrátt fyrir að þekkja borgina ekki mikið líður mér nú samt eins og við séum komnar heim og finn að ég elska Írland dálítið. Það þarf kannski ekki að þekkja Íra svo mikið til þess að elska þá. Írska eldhúsið er heiðarlegt eins og hið íslenska og skyldleikinn birtist víða. Við erum þeir. Þegar við gengum inn á hótel gerði ég þess vegna það eina eðlilega og rétta í stöðunni og bað dóttur mína með fallega rauða hárið um að fara fyrir hópnum, rífandi stolt af framlagi mínu til þessa sameiginlega áhrifasvæðis rauðhærðra. Írarnir eru gestrisnir, virðast slakir og eru strangtrúaðir. Munurinn á okkur og þeim er kannski sá að þeir vita að þeir eru trúaðir. Stærsta áhyggjuefni þessarar ferðar tengist einmitt trúnni á hið góða, en það eru vangaveltur 6 ára stelpu um aðgengi jólasveinanna að 6. hæð hótels í miðborg Dublin. Þar stendur skórinn hennar nú úti í glugga ásamt handskrifuðu bréfi. Eldri systur hennar hafa blessunarlega flutt þetta mál fyrir stúlkuna af mikilli sannfæringu, og jafnvel eldmóði, um réttmætar væntingar þess að hún fái eitthvað fallegt í skóinn, þótt skórinn sé nú staðsettur í landi kartöflunnar. Hún á enda allt gott skilið. Það er nálægðin og einmitt skyldleikinn við Íra sem gerir að verkum að jólasveinarnir munu hreint ekki gleyma íslenskum börnum í Írlandi. Auðvitað munu Bjúgnakrækir, Gluggagægir og Gáttaþefur líka sinna herbergi 615 á Academy Plaza Hotel í Dublin. Ferðafélagar hennar hlakka svo til að njóta næstu daga í Írlandi. Og móðirin er þakklát fyrir jólastemningu á áhrifasvæði kolvetna og ætlar að njóta góðu kartöflunnar í öll mál.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun