Formenn skiptust á skotum um Klaustursmálið Samúel Karl Ólason skrifar 31. desember 2018 15:00 Kryddsíldin 2018 hófst á því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist hafa átt fjölda sambærilegra funda og þann sem tekinn var upp á Klaustur Bar í síðasta mánuði. Þar að auki hefði hann átt slíka fundi með aðilum sem sætu við borðið í þættinum. Hann fór þó ekki nánar út í það um hverja hann væri að tala. Seinna meir var hann inntur eftir nöfnum og sagðist hann þá tilbúinn að mæta fyrir siðanefnd Alþingis og segja frá. „Það var heilmikil umfjöllun um það mál [Klaustursmálið] og ef að minnið nær ekki lengra en nokkrar vikur aftur stendur það upp úr. En á því eru hins vegar mjög margar hliðar og það varpar ljósi á ýmislegt sem ég held að sé æskilegt að velta meira fyrir sér,“ sagði Sigmundur. „Til dæmis því sem menn segja almennt um náungann á netinu, í fjölmiðlum og jafnvel hér í ræðustól Alþingis. Hlutir sem geta verið ótrúlega ljótir og ég þekki það af eigin reynslu, í rauninni alveg frá því ég byrjaði í pólitík. Fæ oft að heyra það að ég sé geðveikur eða það eigi að hengja mig eða svipta mig sjálfræði og ég sé glæpamaður og allt þetta.“ Hann sagði það hins vegar einhvern veginn vera látið viðgangast. „Svo er gerð ólögmæt upptaka af einhverju rausi sem að mennirnir sem voru að tala myndu kannski ekki einu sinni sjálfir muna eftir því að hafa sagt. Þetta hefði bara, svona, runnið fram hjá öllu.“ Sigmundur sagði að við aðstæður sem þessar hljóti flestir að hafa heyrt ýmislegt sagt sem þeir láti fram hjá sér fara. „Án þess að það sé skrifað niður og sett í nýtt samhengi.“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði Klaustur upptökuna ekki endilega það minnisstæðasta á árinu en hún væri hins vegar það leiðinlegasta. Hún sagði einnig að „sem betur fer“ væri Klausturmálið ekki lýsandi fyrir það fólk sem starfi á Alþingi Íslendinga. „Þetta var bara andstyggilegt í alla staði og að ætla að halda því fram að það sé vaninn að vera í svona partíum þegar það er enginn til að taka þau upp, ég ætla að leyfa mér að vona að svo sé alls ekki,“ sagði Inga. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði umrædda atburði hafa haft áhrif á andann á Alþingi. Hægt væri að gera meiri kröfur til Alþingismanna en annars fólks og því væri trúin á Alþingi lítið. Þessi mál koma illilega við þjóðina.Úr salnum.Seinna í þættinum var Sigmundur aftur spurður út í málið og hvort hann og aðrir hefðu sýnt næga auðmýkt. „Þetta er ofnotaðasta orðið í íslenskum stjórnmálum, vegna þess að það er sérstaklega notað af stjórnmálamönnum sem eiga auðmýkt síst til. Og skilgreiningin á þessu orði virðist eitthvað hafa misfarist á undanförnum árum,“ sagði Sigmundur og gaf hann í skyn að Bára Halldórsdóttir hefði brotið gegn mannréttindum sexmenningana á Klaustri með því að taka upp samtal þeirra. Nauðsynlegt væri að opinbera upptökur úr öryggismyndavélum barsins til að sýna raunverulega hvað gerðist. Sigmundur sagði ýmislegt eiga eftir að koma í ljós í þessu máli, varðandi heildarmynd þessa. Sigmundur sagði þetta mál hafa verið gert að pólitísku máli og sagði synd hvernig haldið hefði verið á því innan þingsins. Sakaði hann Steingrím J. Sigfússon, forseta þingsins, um að ætla að halda pólitísk réttarhöld. Halldóra Mogensen, þingkona Pírata, hló að orðum Sigmundar. Hún sagði erfitt að sitja undir þessu og sagði hann og aðra verða að taka ábyrgð á orðum sínum. „Þið eruð þarna á opinberum stað. Þið eruð á bar, þannig að það er engin friðhelgi þarna og það er talað svo hátt að það heyrist um allan barinn,“ sagði Halldóra. „Þarna kemur í ljós alveg gífurlega mikil kvenfyrirlitning. Er bara í lagi að tala svona svo lengi sem enginn sé að taka upp og enginn heyri? Mér finnst þetta eiga mjög mikið erindi til almennings, að vita hvernig þjóðkjörnir einstaklingar, þingmanna, tala um helming þjóðarinnar, konur, fatlaða og aðra minnihlutahópa. Þetta er ekkert einkaerindi þeirra einstaklinga sem voru þarna. Þetta á bara erindi við okkur öll og þetta þarf að koma upp á yfirborðið.“ Hún sagði að það sem kæmi mest á óvart væri að í stað þess að taka ábyrgð á málinu, biðjast afsökunar og segja af sér, væri ábyrgðinni varpað á brott. Alþingi Fréttir ársins 2018 Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira
Kryddsíldin 2018 hófst á því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist hafa átt fjölda sambærilegra funda og þann sem tekinn var upp á Klaustur Bar í síðasta mánuði. Þar að auki hefði hann átt slíka fundi með aðilum sem sætu við borðið í þættinum. Hann fór þó ekki nánar út í það um hverja hann væri að tala. Seinna meir var hann inntur eftir nöfnum og sagðist hann þá tilbúinn að mæta fyrir siðanefnd Alþingis og segja frá. „Það var heilmikil umfjöllun um það mál [Klaustursmálið] og ef að minnið nær ekki lengra en nokkrar vikur aftur stendur það upp úr. En á því eru hins vegar mjög margar hliðar og það varpar ljósi á ýmislegt sem ég held að sé æskilegt að velta meira fyrir sér,“ sagði Sigmundur. „Til dæmis því sem menn segja almennt um náungann á netinu, í fjölmiðlum og jafnvel hér í ræðustól Alþingis. Hlutir sem geta verið ótrúlega ljótir og ég þekki það af eigin reynslu, í rauninni alveg frá því ég byrjaði í pólitík. Fæ oft að heyra það að ég sé geðveikur eða það eigi að hengja mig eða svipta mig sjálfræði og ég sé glæpamaður og allt þetta.“ Hann sagði það hins vegar einhvern veginn vera látið viðgangast. „Svo er gerð ólögmæt upptaka af einhverju rausi sem að mennirnir sem voru að tala myndu kannski ekki einu sinni sjálfir muna eftir því að hafa sagt. Þetta hefði bara, svona, runnið fram hjá öllu.“ Sigmundur sagði að við aðstæður sem þessar hljóti flestir að hafa heyrt ýmislegt sagt sem þeir láti fram hjá sér fara. „Án þess að það sé skrifað niður og sett í nýtt samhengi.“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði Klaustur upptökuna ekki endilega það minnisstæðasta á árinu en hún væri hins vegar það leiðinlegasta. Hún sagði einnig að „sem betur fer“ væri Klausturmálið ekki lýsandi fyrir það fólk sem starfi á Alþingi Íslendinga. „Þetta var bara andstyggilegt í alla staði og að ætla að halda því fram að það sé vaninn að vera í svona partíum þegar það er enginn til að taka þau upp, ég ætla að leyfa mér að vona að svo sé alls ekki,“ sagði Inga. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði umrædda atburði hafa haft áhrif á andann á Alþingi. Hægt væri að gera meiri kröfur til Alþingismanna en annars fólks og því væri trúin á Alþingi lítið. Þessi mál koma illilega við þjóðina.Úr salnum.Seinna í þættinum var Sigmundur aftur spurður út í málið og hvort hann og aðrir hefðu sýnt næga auðmýkt. „Þetta er ofnotaðasta orðið í íslenskum stjórnmálum, vegna þess að það er sérstaklega notað af stjórnmálamönnum sem eiga auðmýkt síst til. Og skilgreiningin á þessu orði virðist eitthvað hafa misfarist á undanförnum árum,“ sagði Sigmundur og gaf hann í skyn að Bára Halldórsdóttir hefði brotið gegn mannréttindum sexmenningana á Klaustri með því að taka upp samtal þeirra. Nauðsynlegt væri að opinbera upptökur úr öryggismyndavélum barsins til að sýna raunverulega hvað gerðist. Sigmundur sagði ýmislegt eiga eftir að koma í ljós í þessu máli, varðandi heildarmynd þessa. Sigmundur sagði þetta mál hafa verið gert að pólitísku máli og sagði synd hvernig haldið hefði verið á því innan þingsins. Sakaði hann Steingrím J. Sigfússon, forseta þingsins, um að ætla að halda pólitísk réttarhöld. Halldóra Mogensen, þingkona Pírata, hló að orðum Sigmundar. Hún sagði erfitt að sitja undir þessu og sagði hann og aðra verða að taka ábyrgð á orðum sínum. „Þið eruð þarna á opinberum stað. Þið eruð á bar, þannig að það er engin friðhelgi þarna og það er talað svo hátt að það heyrist um allan barinn,“ sagði Halldóra. „Þarna kemur í ljós alveg gífurlega mikil kvenfyrirlitning. Er bara í lagi að tala svona svo lengi sem enginn sé að taka upp og enginn heyri? Mér finnst þetta eiga mjög mikið erindi til almennings, að vita hvernig þjóðkjörnir einstaklingar, þingmanna, tala um helming þjóðarinnar, konur, fatlaða og aðra minnihlutahópa. Þetta er ekkert einkaerindi þeirra einstaklinga sem voru þarna. Þetta á bara erindi við okkur öll og þetta þarf að koma upp á yfirborðið.“ Hún sagði að það sem kæmi mest á óvart væri að í stað þess að taka ábyrgð á málinu, biðjast afsökunar og segja af sér, væri ábyrgðinni varpað á brott.
Alþingi Fréttir ársins 2018 Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira