Kjánar reisa múra, hetjur rústa þeim Þórarinn Þórarinsson skrifar 22. febrúar 2018 13:00 Svarti pardusinn brýtur blað í sögu myndasagnabíómynda með óvenju kröftugri samfélagsádeilu. Black Panther er fyrsta þeldökka ofurhetja myndasagnanna, birtist fyrst á prenti 1966. Hann markaði tímamót þá og gerir það aftur núna. Black Panther markar í raun löng tímamót og er það gáfulegasta, dýpsta og pældasta sem komið hefur úr smiðju Marvel. Er svo miklu meira en enn ein ofurhetjumyndin þótt hún standi fullkomlega undir öllum kröfum sem gerðar eru til slíkra mynda. Svarti pardusinn er í raun T'Challa, prins Afríkuríkisins Wakanda, og ræður bæði yfir háþróaðri tækni og ofurmannlegum kröftum. Hann er þó eiginlega samt minnsti töffarinn í myndinni vegna þess að firnasterkar konurnar í kringum hann varpa stórum merkingarþrungnum skuggum. Allar þeldökkar. Hér ryðjast fram mæður, dætur, systur og kærustur, fyrrverandi og núverandi, og taka málin í sínar hendur.Valdefling er orð sem er mikið í tísku í dag og þessi mynd er í meira lagi valdeflandi fyrir blökkufólk og ekki síst konur. Í Hollywood og bara hvar sem er. Black Panther stendur fyrir sínu með spennu, fjöri og húmor en er um leið eitthvað annað og miklu meira. Stórmerkileg mynd og mun vonandi hafa langvarandi dægurmenningarsöguleg áhrif.Kvenhetjurnar í Black Panther eru fleiri og miklu öflugri en áður hefur sést í myndum af þessu tagi.Boðskapur hennar og samfélagsrýni eru djarfir leikir í þeim ljóta, hvíta heimi sem Donald Trump hefur skapað og hann og allt sem hann stendur fyrir fær heldur betur á baukinn frá Svarta pardusnum þegar hann segir: „Þeir vitru byggja brýr á meðan fíflin reisa múra.“ Og þeir eru ófáir gömlu múrarnir sem Svarti pardusinn ræðst á af fullum krafti með mæðraveldið að baki sér. Megi þeir hverfa fyrir fullt og allt.Niðurstaða: Bráðskemmtileg og spennandi ofurhetjumynd sem svíkur hvergi en undir niðri kraumar mögnuð og tímabær samfélagsgagnrýni sem gerir Black Panther að tímamótamynd. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Black Panther er fyrsta þeldökka ofurhetja myndasagnanna, birtist fyrst á prenti 1966. Hann markaði tímamót þá og gerir það aftur núna. Black Panther markar í raun löng tímamót og er það gáfulegasta, dýpsta og pældasta sem komið hefur úr smiðju Marvel. Er svo miklu meira en enn ein ofurhetjumyndin þótt hún standi fullkomlega undir öllum kröfum sem gerðar eru til slíkra mynda. Svarti pardusinn er í raun T'Challa, prins Afríkuríkisins Wakanda, og ræður bæði yfir háþróaðri tækni og ofurmannlegum kröftum. Hann er þó eiginlega samt minnsti töffarinn í myndinni vegna þess að firnasterkar konurnar í kringum hann varpa stórum merkingarþrungnum skuggum. Allar þeldökkar. Hér ryðjast fram mæður, dætur, systur og kærustur, fyrrverandi og núverandi, og taka málin í sínar hendur.Valdefling er orð sem er mikið í tísku í dag og þessi mynd er í meira lagi valdeflandi fyrir blökkufólk og ekki síst konur. Í Hollywood og bara hvar sem er. Black Panther stendur fyrir sínu með spennu, fjöri og húmor en er um leið eitthvað annað og miklu meira. Stórmerkileg mynd og mun vonandi hafa langvarandi dægurmenningarsöguleg áhrif.Kvenhetjurnar í Black Panther eru fleiri og miklu öflugri en áður hefur sést í myndum af þessu tagi.Boðskapur hennar og samfélagsrýni eru djarfir leikir í þeim ljóta, hvíta heimi sem Donald Trump hefur skapað og hann og allt sem hann stendur fyrir fær heldur betur á baukinn frá Svarta pardusnum þegar hann segir: „Þeir vitru byggja brýr á meðan fíflin reisa múra.“ Og þeir eru ófáir gömlu múrarnir sem Svarti pardusinn ræðst á af fullum krafti með mæðraveldið að baki sér. Megi þeir hverfa fyrir fullt og allt.Niðurstaða: Bráðskemmtileg og spennandi ofurhetjumynd sem svíkur hvergi en undir niðri kraumar mögnuð og tímabær samfélagsgagnrýni sem gerir Black Panther að tímamótamynd.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira