Gáttaþefur kom í nótt Grýla skrifar 22. desember 2018 00:00 Gáttaþefur gat fundið lykt af nýsteiktu brauði langar leiðir. Halldór Baldursson Gáttaþefur er ellefti jólasveinninn sem kemur til byggða. Með sitt heljarstóra nef gat hann fundið lykt af nýsteiktu brauði langar leiðir og runnið þannig á sinn uppáhaldsmat, laufabrauð. Í ljóðinu Jólasveinarnir eftir Jóhannes úr Kötlum segir:Ellefti var Gáttaþefur,- aldrei fékk sá kvef,og hafði þó svo hlálegtog heljarstórt nef.Hann ilm af laufabrauðiupp á heiðar fann,og léttur, eins og reykur,á lyktina rann. Kvæði Jóhannesar úr Kötlum er birt með góðfúslegu leyfi Svans Jóhannessonar. Nánar má lesa um skáldið á vefnum johannes.is. Hér fyrir neðan syngur Gáttaþefur lagið Jólasveinn, aðlögun að Supermann með Ladda, í gömlu myndbandi frá Jolasveinarnir.is. Jólasveinar Mest lesið Leyndarmálinu ljóstrað upp Jólin Ó, Jesúbarn Jól Allir í bað á Þorláksmessu Jól Nótur fyrir píanó Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 5. desember Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 2. desember Jól Jólavefur Vísis Jól Allir eiga sinn jólasokk Jól Hannyrðir fyrir jólin Jól Fagurkeri með fastmótaðar hefðir Jól
Gáttaþefur er ellefti jólasveinninn sem kemur til byggða. Með sitt heljarstóra nef gat hann fundið lykt af nýsteiktu brauði langar leiðir og runnið þannig á sinn uppáhaldsmat, laufabrauð. Í ljóðinu Jólasveinarnir eftir Jóhannes úr Kötlum segir:Ellefti var Gáttaþefur,- aldrei fékk sá kvef,og hafði þó svo hlálegtog heljarstórt nef.Hann ilm af laufabrauðiupp á heiðar fann,og léttur, eins og reykur,á lyktina rann. Kvæði Jóhannesar úr Kötlum er birt með góðfúslegu leyfi Svans Jóhannessonar. Nánar má lesa um skáldið á vefnum johannes.is. Hér fyrir neðan syngur Gáttaþefur lagið Jólasveinn, aðlögun að Supermann með Ladda, í gömlu myndbandi frá Jolasveinarnir.is.
Jólasveinar Mest lesið Leyndarmálinu ljóstrað upp Jólin Ó, Jesúbarn Jól Allir í bað á Þorláksmessu Jól Nótur fyrir píanó Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 5. desember Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 2. desember Jól Jólavefur Vísis Jól Allir eiga sinn jólasokk Jól Hannyrðir fyrir jólin Jól Fagurkeri með fastmótaðar hefðir Jól