Innlent

Björgunarsveit kölluð út vegna foktjóns á Hólmavík

Atli Ísleifsson skrifar
Mjög hvasst er nú á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum.
Mjög hvasst er nú á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum. vísir/vilhelm
Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík var nýverið kölluð út vegna þaks sem er að fjúka af húsi í byggðarlaginu. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.

„Björgunarsveitarfólk í Dagrenningu var einnig kallað út fyrr í dag þegar heilt garðhýsi tókst á loft og fauk á íbúðarhús. Tókst björgunarfólki að festa húsið skjótt. 

Eru þetta einu útköllin sem björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa farið í það sem af er í dag.“

Mjög hvasst er nú á Norðurlandi og víðar, en appelsínugul viðvörun hefur verið gefin út á Norðurlandi eystra, en annars staðar á Vestfjörðum, Miðhálendi, Norður- og Austurlandi er gul viðvörun í gildi.


Tengdar fréttir

Fyrsta appelsínugula viðvörun ársins

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðurlandi eystra, en búist sterkum suðvestan og vestan ofsaveðri með við hviðum yfir 40 metrum á sekúndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×