Lokað en ekki vegna breytinga Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. janúar 2019 18:00 Óvissa er um framtíð Bílanausts og stefnir félagið að óbreyttu í gjaldþrot. Rekstur félagsins, sem á sér rúmlega hálfrar aldar sögu, hefur gengið illa um nokkurt skeið. Viðskiptabanki Bílanausts ákvað í gær að ganga að veðum sínum í félaginu fremur en að samþykkja tillögu núverandi hluthafa Bílanausts um skuldauppgjör. Þessi miði blasti við á hurðinni hjá Bílanausti í Dverghöfða í morgun: „Lokað vegna breytinga.“ Síðar kom í ljós að það var lokað en ekki vegna breytinga. Bílanaust sem sérhæfir sig í varahlutum fyrir bíla og sex verslanir í jafnmörgum sveitarfélögum. Starfsmönnum var tilkynnt á fundi í dag að félagið stefndi í þrot. Fjörutíu var sagt upp og þeir sendir heim. Jóhann Smári Jónbjarnarson, áhugamaður um bílaviðgerðir, ætlaði að kaupa rofa í Toyta Hilux sem hann er að gera upp en fór sneypuför í Dverghöfða. Hann segist dapur yfir örlögum fyrirtækisins. „Það er allt til hjá Bílanausti. Þannig að þetta kemur mikið að óvart. Mér fannst þessi verslun vera að ganga mjög vel en svo allt í einu er hún farin á hausinn,“ segir Jóhann Smári.„Þetta kemur mikið að óvart,“ segir Jóhann Smári sem ætlaði að kaupa rofa fyrir Toyota Hilux en kom að lokuðum dyrum.Reksturinn í járnum og verslun færst á netið Rekstur Bílanausts hefur verið í járnum í mörg ár. Á síðustu fimm árum hafa tekjur Bílanausts dregist saman um 35 prósent. Uppsafnað tap áranna 2012-2017 nam 300 milljónum króna. Verslun fyrir varahluti hefur færst að miklu leyti á netið eins og önnur verslun og þeir sem panta varahluti eru yfirleitt verkstæði eða þeir sem hafa þekkingu á bílviðgerðum. Ekki er útilokað að Bílanaust hafi tapað stórum hluta tekna sinna til erlendra vefverslana á síðustu árum. Eignarhaldsfélagið Efstastund á 100% hlutafjár í Bílanausti. Eigendur þess félags eru Coldrock Investments og systkinin Guðný Edda, Gunnar Þór Eggert Árni og og Halldór Páll Gíslabörn en sá síðastnefndi er framkvæmdastjóri Bílanausts. Eggert Árni, sem er stjórnarformaður Bílanausts, segir í tilkynningu til fjölmiðla að í ljós hafi komið í gær að viðskiptabanki Bílanausts taldi hagsmunum sínum betur borgið með að ganga að veðum sínum frekar en að ganga að tillögu eigenda félagsins um skuldauppgjör. Bankinn sem um ræðir er Arion banki. Eggert Árni hafnaði ósk fréttastofunnar um viðtal. Þá vildi hann ekki upplýsa í samtali til hvaða undirliggjandi veða hann væri að vísa í yfirlýsingunni. Þá vildi hann ekki heldur svara því hvort reynt yrði að semja við bankann að nýju. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Arion banki ekki gengið að hlutabréfum í Bílanausti og því ekki tekið félagið yfir. Eftir því sem fréttastofa kemst næst kom Arion banki ekkert nálægt þeirri ákvörðun að loka Bílanausti heldur var það ákvörðun eigenda fyrirtækisins. Svo virðist sem eigendur Bílanausts og Arion banki hafi ekki náð saman um endurfjármögnun fyrirtækisins, eigendur hafi ekki viljað leggja því til nýtt hlutafé og því varð rekstrarstöðvun niðurstaðan. Að óbreyttu stefnir því í gjaldþrot Bílanausts. Ef félagið fer í þrot lýkur rekstrarsögu sem spannar 57 ár en félagið var stofnað árið 1962 af Matthíasi Helgasyni. Tengdar fréttir Starfsmenn Bílanausts sendir heim Verslunum Bílanaust hefur verið skellt í lás. 9. janúar 2019 11:00 Öll nótt úti fyrir Bílanaust Stjórnarformaður Bílanausts segir að það sé fullt djúpt í árinni tekið að tala um gjaldþrot fyrirtækisins. 9. janúar 2019 12:06 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Óvissa er um framtíð Bílanausts og stefnir félagið að óbreyttu í gjaldþrot. Rekstur félagsins, sem á sér rúmlega hálfrar aldar sögu, hefur gengið illa um nokkurt skeið. Viðskiptabanki Bílanausts ákvað í gær að ganga að veðum sínum í félaginu fremur en að samþykkja tillögu núverandi hluthafa Bílanausts um skuldauppgjör. Þessi miði blasti við á hurðinni hjá Bílanausti í Dverghöfða í morgun: „Lokað vegna breytinga.“ Síðar kom í ljós að það var lokað en ekki vegna breytinga. Bílanaust sem sérhæfir sig í varahlutum fyrir bíla og sex verslanir í jafnmörgum sveitarfélögum. Starfsmönnum var tilkynnt á fundi í dag að félagið stefndi í þrot. Fjörutíu var sagt upp og þeir sendir heim. Jóhann Smári Jónbjarnarson, áhugamaður um bílaviðgerðir, ætlaði að kaupa rofa í Toyta Hilux sem hann er að gera upp en fór sneypuför í Dverghöfða. Hann segist dapur yfir örlögum fyrirtækisins. „Það er allt til hjá Bílanausti. Þannig að þetta kemur mikið að óvart. Mér fannst þessi verslun vera að ganga mjög vel en svo allt í einu er hún farin á hausinn,“ segir Jóhann Smári.„Þetta kemur mikið að óvart,“ segir Jóhann Smári sem ætlaði að kaupa rofa fyrir Toyota Hilux en kom að lokuðum dyrum.Reksturinn í járnum og verslun færst á netið Rekstur Bílanausts hefur verið í járnum í mörg ár. Á síðustu fimm árum hafa tekjur Bílanausts dregist saman um 35 prósent. Uppsafnað tap áranna 2012-2017 nam 300 milljónum króna. Verslun fyrir varahluti hefur færst að miklu leyti á netið eins og önnur verslun og þeir sem panta varahluti eru yfirleitt verkstæði eða þeir sem hafa þekkingu á bílviðgerðum. Ekki er útilokað að Bílanaust hafi tapað stórum hluta tekna sinna til erlendra vefverslana á síðustu árum. Eignarhaldsfélagið Efstastund á 100% hlutafjár í Bílanausti. Eigendur þess félags eru Coldrock Investments og systkinin Guðný Edda, Gunnar Þór Eggert Árni og og Halldór Páll Gíslabörn en sá síðastnefndi er framkvæmdastjóri Bílanausts. Eggert Árni, sem er stjórnarformaður Bílanausts, segir í tilkynningu til fjölmiðla að í ljós hafi komið í gær að viðskiptabanki Bílanausts taldi hagsmunum sínum betur borgið með að ganga að veðum sínum frekar en að ganga að tillögu eigenda félagsins um skuldauppgjör. Bankinn sem um ræðir er Arion banki. Eggert Árni hafnaði ósk fréttastofunnar um viðtal. Þá vildi hann ekki upplýsa í samtali til hvaða undirliggjandi veða hann væri að vísa í yfirlýsingunni. Þá vildi hann ekki heldur svara því hvort reynt yrði að semja við bankann að nýju. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Arion banki ekki gengið að hlutabréfum í Bílanausti og því ekki tekið félagið yfir. Eftir því sem fréttastofa kemst næst kom Arion banki ekkert nálægt þeirri ákvörðun að loka Bílanausti heldur var það ákvörðun eigenda fyrirtækisins. Svo virðist sem eigendur Bílanausts og Arion banki hafi ekki náð saman um endurfjármögnun fyrirtækisins, eigendur hafi ekki viljað leggja því til nýtt hlutafé og því varð rekstrarstöðvun niðurstaðan. Að óbreyttu stefnir því í gjaldþrot Bílanausts. Ef félagið fer í þrot lýkur rekstrarsögu sem spannar 57 ár en félagið var stofnað árið 1962 af Matthíasi Helgasyni.
Tengdar fréttir Starfsmenn Bílanausts sendir heim Verslunum Bílanaust hefur verið skellt í lás. 9. janúar 2019 11:00 Öll nótt úti fyrir Bílanaust Stjórnarformaður Bílanausts segir að það sé fullt djúpt í árinni tekið að tala um gjaldþrot fyrirtækisins. 9. janúar 2019 12:06 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Öll nótt úti fyrir Bílanaust Stjórnarformaður Bílanausts segir að það sé fullt djúpt í árinni tekið að tala um gjaldþrot fyrirtækisins. 9. janúar 2019 12:06