R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Kristján Már Unnarsson skrifar 9. janúar 2019 18:45 Frá Reykhólasveitarvegi um Barmahlíð. Vaðalfjöll í baksýn og Berufjörður til hægri. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og telst því ólögleg, og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að R-leiðin teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. Fulltrúar Vegagerðarinnar kynntu þessa niðurstöðu á íbúafundi sem hófst á Reykhólum nú síðdegis. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Frá Reykhólum. Íbúafundur Vegagerðarinnar hófst síðdegis í Reykhólaskóla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Deilur um framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit hafa staðið yfir linnulítið í fimmtán ár. Nú síðdegis hófst íbúafundur á Reykhólum þar sem ráðamenn Vegagerðarinnar rökstyðja þá niðurstöðu sína að ÞH-leið um Teigsskóg sé best. Þar er húsfyllir, samkvæmt frétt Bæjarins besta.Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Stað og Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Ráðamenn Reykhólahrepps hafa frá því í vor undirbúið aðra leið, svokallaða R-leið, þvert yfir mynni Þorskafjarðar. Sú leið stenst ekki ákvæði vegalaga, að mati Vegagerðarinnar. „Hún fellur á því sem við köllum umferðaröryggismat og er þar af leiðandi ekki leið sem við getum lagt til og er þar af leiðandi ekki fær gagnvart lögum í því formi,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ástæðan er vegarkaflinn milli Reykhóla og Bjarkalundar en Vegagerðin telur hann ekki hæfan til að taka við þeirri umferðaraukningu sem fylgdi því ef hann yrði hluti Vestfjarðavegar, nema með töluverðum endurbótum, sem kosti mikla fjármuni. „Þá er náttúrlega bara niðurstaðan sú að það er verulegur kostnaðarauki að fara þessa leið og þar kannski stendur hnífurinn að einhverju leyti í kúnni.“ Vegagerðin segir að Reykhólasveitarvegur sé mjór, með kröppum beygjum og hæðum, lagfæra þurfi hliðarsvæði og setja upp vegrið til að auka umferðaröryggi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Bergþóra segir að samkvæmt frumdrögum að kostnaðarmati muni fjórum milljörðum króna á leiðunum tveimur. Vegagerðin áætlar að Teigsskógarleið kosti 7,3 milljarða króna en Reykhólaleið sem standist öryggiskröfur kosti 11,2 milljarða króna, eða 53 prósent meira en Teigsskógarleiðin, sem er þegar fullfjármögnuð.Brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar, eins og hún er sýnd í skýrslu Vegagerðarinnar frá því í haust.Grafík/Vegagerðin.En gæti R-leiðin þá rúmast innan samgönguáætlunar á næstu árum? „Það er góð spurning. Ég get bara ekkert svarað því. Það eru ekki fjárheimildir sem Vegagerðin hefur, eins og staðan er í dag,“ svarar vegamálastjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15 Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31 Reykhólahreppi óheimilt að velja óöruggari leið Ákvæði vegalaga gætu meinað Reykhólahreppi að velja R-leið með Þorskafjarðarbrú þar sem sveitarfélagi er óheimilt að víkja frá tillögu Vegagerðarinnar ef það leiðir til minna umferðaröryggis. 6. janúar 2019 21:00 Fjárveitingar miða við leiðarval um Teigsskóg Fjárveitingar í samgönguáætlun til Vestfjarðavegar miða við leið um Teigsskóg, sem er fullfjármögnuð, og að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Ákvörðun um aðra leið er sögð þýða margra ára töf. 13. desember 2018 20:15 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Suðurstrandarvegi lokað eftir árekstur „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og telst því ólögleg, og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að R-leiðin teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. Fulltrúar Vegagerðarinnar kynntu þessa niðurstöðu á íbúafundi sem hófst á Reykhólum nú síðdegis. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Frá Reykhólum. Íbúafundur Vegagerðarinnar hófst síðdegis í Reykhólaskóla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Deilur um framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit hafa staðið yfir linnulítið í fimmtán ár. Nú síðdegis hófst íbúafundur á Reykhólum þar sem ráðamenn Vegagerðarinnar rökstyðja þá niðurstöðu sína að ÞH-leið um Teigsskóg sé best. Þar er húsfyllir, samkvæmt frétt Bæjarins besta.Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Stað og Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Ráðamenn Reykhólahrepps hafa frá því í vor undirbúið aðra leið, svokallaða R-leið, þvert yfir mynni Þorskafjarðar. Sú leið stenst ekki ákvæði vegalaga, að mati Vegagerðarinnar. „Hún fellur á því sem við köllum umferðaröryggismat og er þar af leiðandi ekki leið sem við getum lagt til og er þar af leiðandi ekki fær gagnvart lögum í því formi,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ástæðan er vegarkaflinn milli Reykhóla og Bjarkalundar en Vegagerðin telur hann ekki hæfan til að taka við þeirri umferðaraukningu sem fylgdi því ef hann yrði hluti Vestfjarðavegar, nema með töluverðum endurbótum, sem kosti mikla fjármuni. „Þá er náttúrlega bara niðurstaðan sú að það er verulegur kostnaðarauki að fara þessa leið og þar kannski stendur hnífurinn að einhverju leyti í kúnni.“ Vegagerðin segir að Reykhólasveitarvegur sé mjór, með kröppum beygjum og hæðum, lagfæra þurfi hliðarsvæði og setja upp vegrið til að auka umferðaröryggi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Bergþóra segir að samkvæmt frumdrögum að kostnaðarmati muni fjórum milljörðum króna á leiðunum tveimur. Vegagerðin áætlar að Teigsskógarleið kosti 7,3 milljarða króna en Reykhólaleið sem standist öryggiskröfur kosti 11,2 milljarða króna, eða 53 prósent meira en Teigsskógarleiðin, sem er þegar fullfjármögnuð.Brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar, eins og hún er sýnd í skýrslu Vegagerðarinnar frá því í haust.Grafík/Vegagerðin.En gæti R-leiðin þá rúmast innan samgönguáætlunar á næstu árum? „Það er góð spurning. Ég get bara ekkert svarað því. Það eru ekki fjárheimildir sem Vegagerðin hefur, eins og staðan er í dag,“ svarar vegamálastjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15 Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31 Reykhólahreppi óheimilt að velja óöruggari leið Ákvæði vegalaga gætu meinað Reykhólahreppi að velja R-leið með Þorskafjarðarbrú þar sem sveitarfélagi er óheimilt að víkja frá tillögu Vegagerðarinnar ef það leiðir til minna umferðaröryggis. 6. janúar 2019 21:00 Fjárveitingar miða við leiðarval um Teigsskóg Fjárveitingar í samgönguáætlun til Vestfjarðavegar miða við leið um Teigsskóg, sem er fullfjármögnuð, og að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Ákvörðun um aðra leið er sögð þýða margra ára töf. 13. desember 2018 20:15 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Suðurstrandarvegi lokað eftir árekstur „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15
Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31
Reykhólahreppi óheimilt að velja óöruggari leið Ákvæði vegalaga gætu meinað Reykhólahreppi að velja R-leið með Þorskafjarðarbrú þar sem sveitarfélagi er óheimilt að víkja frá tillögu Vegagerðarinnar ef það leiðir til minna umferðaröryggis. 6. janúar 2019 21:00
Fjárveitingar miða við leiðarval um Teigsskóg Fjárveitingar í samgönguáætlun til Vestfjarðavegar miða við leið um Teigsskóg, sem er fullfjármögnuð, og að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Ákvörðun um aðra leið er sögð þýða margra ára töf. 13. desember 2018 20:15