Telja æskilegt að afnema bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. janúar 2019 20:30 Afnema þarf bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Þetta er samdóma álit dósents í hagfræði og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Stefnt er að lækkun bankaskatts í fjórum jöfnum áföngum á næstu árum. Pólitískur vilji til að selja bankanna kemur fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, lagaheimildin er til staðar og mælt er með sölunni í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Áður en bankarnir verða seldir er álitaefni hvort hrinda þurfi í framkvæmd einhverjum tillögum sem koma fram í hvítbókinni en meðal þess sem er gagnrýnt þar er bankaskatturinn svokallaði sem leggst ofan á skuldir fjármálafyrirtækja. Auk almennra skatta eru lagðir sértækir skattar og gjöld á bankana sem tengjast fjármálastarfsemi sérstaklega. Hér er um að ræða bankaskattinn, almennan fjársýsluskatt af launum, sérstakan fjársýsluskatt af hagnaði, eftirlitsgjald til Fjármálaeftirlitsins og gjald til Umboðsmanns skuldara. Í fjármálaáætlun 2019–2023 er gert ráð fyrir að bankaskattur lækki í fjórum jöfnum áföngum, úr 0,376% af skuldum í 0,145% á tímabilinu. Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, segir æskilegt að stjórnvöld afnemi bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir. „Það sem við hjá Viðskiptaráði höfum bent á er að það mætti sem fyrsta skref huga að sköttunum. Sérstökum sköttum sem lagðir eru á fjármálafyrirtæki á Íslandi og þar má nefna bankaskattinn. Þarna erum við að auka virði bankanna og létta á neytendum á sama tíma,“ segir Ásta.Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.Vísir/fréttir Stöðvar 2Í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið segir meðal annars að „þung skattbyrði skerði amkeppnisstöðu íslenskra banka verulega og dragi úr hagnaðarmöguleikum“ og gerir íslenska banka að „síður áhugaverðum kosti í augum erlendra fjárfesta sem eru vanir hóflegra gjaldaumhverfi.“ Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að bankaskatturinn rýri söluverðmæti bankanna og því sé skynsamlegt að afnema hann áður en bankarnir verða seldir. Ef það verður niðurstaðan þarf að víkja frá þeirri stefnu sem kemur fram í fjármálaáætlun sem felst í því að lækka hann í jöfnum áföngum eins og greint er frá hér framar. „Þetta eru skattar sem eru bara hér á Íslandi en ekki almennt á öðrum bönkum. Bankarnir standa mjög illa að vígi í samkeppni bæði við erlenda banka og aðra aðila hér innalands sem eru í útlánastarfsemi eins og til dæmis lífeyrissjóði,“ segir Ásgeir. Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30 Vill selja ríkiseignir fremur en að þyngja álögur á landsmenn Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sjálfstæðismaðurinn Óli Björn Kárason, segir ríkið geta kostað vegagerð með því að selja eignir og kveðst andvígur því að álögur verði þyngdar á landsmenn með nýrri tegund skattheimtu. 2. janúar 2019 20:00 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Afnema þarf bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Þetta er samdóma álit dósents í hagfræði og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Stefnt er að lækkun bankaskatts í fjórum jöfnum áföngum á næstu árum. Pólitískur vilji til að selja bankanna kemur fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, lagaheimildin er til staðar og mælt er með sölunni í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Áður en bankarnir verða seldir er álitaefni hvort hrinda þurfi í framkvæmd einhverjum tillögum sem koma fram í hvítbókinni en meðal þess sem er gagnrýnt þar er bankaskatturinn svokallaði sem leggst ofan á skuldir fjármálafyrirtækja. Auk almennra skatta eru lagðir sértækir skattar og gjöld á bankana sem tengjast fjármálastarfsemi sérstaklega. Hér er um að ræða bankaskattinn, almennan fjársýsluskatt af launum, sérstakan fjársýsluskatt af hagnaði, eftirlitsgjald til Fjármálaeftirlitsins og gjald til Umboðsmanns skuldara. Í fjármálaáætlun 2019–2023 er gert ráð fyrir að bankaskattur lækki í fjórum jöfnum áföngum, úr 0,376% af skuldum í 0,145% á tímabilinu. Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, segir æskilegt að stjórnvöld afnemi bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir. „Það sem við hjá Viðskiptaráði höfum bent á er að það mætti sem fyrsta skref huga að sköttunum. Sérstökum sköttum sem lagðir eru á fjármálafyrirtæki á Íslandi og þar má nefna bankaskattinn. Þarna erum við að auka virði bankanna og létta á neytendum á sama tíma,“ segir Ásta.Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.Vísir/fréttir Stöðvar 2Í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið segir meðal annars að „þung skattbyrði skerði amkeppnisstöðu íslenskra banka verulega og dragi úr hagnaðarmöguleikum“ og gerir íslenska banka að „síður áhugaverðum kosti í augum erlendra fjárfesta sem eru vanir hóflegra gjaldaumhverfi.“ Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að bankaskatturinn rýri söluverðmæti bankanna og því sé skynsamlegt að afnema hann áður en bankarnir verða seldir. Ef það verður niðurstaðan þarf að víkja frá þeirri stefnu sem kemur fram í fjármálaáætlun sem felst í því að lækka hann í jöfnum áföngum eins og greint er frá hér framar. „Þetta eru skattar sem eru bara hér á Íslandi en ekki almennt á öðrum bönkum. Bankarnir standa mjög illa að vígi í samkeppni bæði við erlenda banka og aðra aðila hér innalands sem eru í útlánastarfsemi eins og til dæmis lífeyrissjóði,“ segir Ásgeir.
Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30 Vill selja ríkiseignir fremur en að þyngja álögur á landsmenn Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sjálfstæðismaðurinn Óli Björn Kárason, segir ríkið geta kostað vegagerð með því að selja eignir og kveðst andvígur því að álögur verði þyngdar á landsmenn með nýrri tegund skattheimtu. 2. janúar 2019 20:00 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30
Vill selja ríkiseignir fremur en að þyngja álögur á landsmenn Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sjálfstæðismaðurinn Óli Björn Kárason, segir ríkið geta kostað vegagerð með því að selja eignir og kveðst andvígur því að álögur verði þyngdar á landsmenn með nýrri tegund skattheimtu. 2. janúar 2019 20:00