Fjaðrárgljúfri lokað vegna hættu á gróðurskemmdum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2019 15:59 Ákveðið hefur verið að loka fyrir umferð í Fjaðrárgljúfi en mikið álag er á svæðinu og hætta á umtalsverðum skemmdum á gróðri meðfram göngustígum vegna ágangs ferðamanna. Svo segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Veðurfar undanfarnar vikur, hlýindi og mikil rigningartíð, hafi orðið þess valdandi að göngustígur meðfram gljúfrinu liggur undir skemmdum og er illfær vegna aurbleytu og leðju. „Þetta gerir það að verkum að gestir ganga utan við göngustíginn. Gróður er í dvala á þessum árstíma og svæðið sérstaklega viðkvæmt fyrir átroðningi. Það skemmist hratt með ágangi utan göngustígs auk þess sem nýir villustígar verða til. Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir svæðið á degi hverjum og er álag á göngustíg og umhverfi hans gríðarlegt. Í sumar var lokið við endurgerð og uppbyggingu á hluta göngustígarins og er sá hluti í góðu ásigkomulagi. Búið er að hanna nýjan göngustíg meðfram öllu gljúfrinu sem mun þola umhleypinga eins og hafa verið undanfarnar vikur. Stefnt er á að hefja þær framkvæmdir við fyrsta tækifæri.“ Umrætt náttúruverndarsvæði er nr. 703 á náttúruminjaskrá. Í ljósi framangreinds hefur Umhverfisstofnun gripið til þess ráðs að loka svæðinu frá og með 9. janúar uns aðstæður batna. Lokunin er gerð bæði af öryggisástæðum og til að koma í veg fyrir frekari gróðurskemmdir á svæðinu. Umhverfisstofnun biður ferðaþjónustuaðila að upplýsa viðskiptavini um að Fjaðrárgljúfur sé lokað og vísa ekki fólki þangað. Bílastæði er einnig lokað og ekki hægt að leggja bílum í næsta nágrenni við svæðið. Stefnt er að því að endurskoða lokunina eigi síðar en innan tveggja vikna eða ef ástand breytist fyrir þann tíma. Lokunin er framkvæmd samkvæmt 25 gr. laga um náttúruvernd. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Veður Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Sjá meira
Ákveðið hefur verið að loka fyrir umferð í Fjaðrárgljúfi en mikið álag er á svæðinu og hætta á umtalsverðum skemmdum á gróðri meðfram göngustígum vegna ágangs ferðamanna. Svo segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Veðurfar undanfarnar vikur, hlýindi og mikil rigningartíð, hafi orðið þess valdandi að göngustígur meðfram gljúfrinu liggur undir skemmdum og er illfær vegna aurbleytu og leðju. „Þetta gerir það að verkum að gestir ganga utan við göngustíginn. Gróður er í dvala á þessum árstíma og svæðið sérstaklega viðkvæmt fyrir átroðningi. Það skemmist hratt með ágangi utan göngustígs auk þess sem nýir villustígar verða til. Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir svæðið á degi hverjum og er álag á göngustíg og umhverfi hans gríðarlegt. Í sumar var lokið við endurgerð og uppbyggingu á hluta göngustígarins og er sá hluti í góðu ásigkomulagi. Búið er að hanna nýjan göngustíg meðfram öllu gljúfrinu sem mun þola umhleypinga eins og hafa verið undanfarnar vikur. Stefnt er á að hefja þær framkvæmdir við fyrsta tækifæri.“ Umrætt náttúruverndarsvæði er nr. 703 á náttúruminjaskrá. Í ljósi framangreinds hefur Umhverfisstofnun gripið til þess ráðs að loka svæðinu frá og með 9. janúar uns aðstæður batna. Lokunin er gerð bæði af öryggisástæðum og til að koma í veg fyrir frekari gróðurskemmdir á svæðinu. Umhverfisstofnun biður ferðaþjónustuaðila að upplýsa viðskiptavini um að Fjaðrárgljúfur sé lokað og vísa ekki fólki þangað. Bílastæði er einnig lokað og ekki hægt að leggja bílum í næsta nágrenni við svæðið. Stefnt er að því að endurskoða lokunina eigi síðar en innan tveggja vikna eða ef ástand breytist fyrir þann tíma. Lokunin er framkvæmd samkvæmt 25 gr. laga um náttúruvernd.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Veður Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Sjá meira