Jón Gnarr útskýrir skrýtnasta brandarann í Skaupinu Birgir Olgeirsson skrifar 7. janúar 2019 15:19 Jón Gnarr og Katla Margrét í umræddu atriði í Skaupinu. RÚV Jón Gnarr mætti í útvarpsþáttinn FM95BLÖ á föstudaginn þar sem hann talaði um þátttöku sína í nýjasta Áramótaskaupinu. Þar var hann meðal annars spurður út í brandara sem mörgum fannst fyndinn en fáir skyldu samhengið. Um er að ræða atriði í Skaupinu þar sem Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, sést á gangi með hund sinn en par á Lödu Sport rennur upp að honum. Jón Gnarr skrúfar niður rúðuna og spyr Sveppa: „Kunnugur staðháttum?“ Sveppi virðist ekki alveg skilja spurninguna og segir: „Ha?“ Jón Gnarr endurtekur þá spurninguna nokkuð önugur: „Ertu kunnugur staðháttum?“ Katla Margrét Þorgeirsdóttir hrópar þá: „AB Bílasprautun, veistu hvar hún er?“ Sveppi segist ekki hafa hugmynd um það.Dagur B. fyrir utan Braggann.RÚVSeinna í Skaupinu sást sama par renna upp að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra þar sem hann var önnum kafinn við að reykja stráin fyrir utan Braggann í Nauthólsvík. Spurði parið sömu spurningar, hvort hann væri kunnugur staðháttum. Þegar hann var spurður hvort hann vissi hvar AB Bílasprautun er svarar hann: „AB Bílasprautun Mathöll?“ Líkt og fyrr segir þótti mörgum þetta fyndið en margir veltu fyrir sér hvað væri verið að vísa í þarna, en flestir brandarar í Skaupinu eiga það sammerkt að eiga sér einhverskonar vísun í það sem gerðist á liðnu ári. Jón Gnarr sagði í FM95BLÖ að enginn hefði spurt hann út í þennan brandara.Hér fyrir neðan má heyra Jón ræða brandarann. Klippa: Jón Gnarr um brandarann í Skaupinu sem enginn skildi Sveppi var með þeim félögum í FM95BLÖ en hann sagði Jón Gnarr sjálfan hafa lent í þessu. Jón tók boltann á lofti af Sveppa og sagði að hann hefði lent í þessu þegar hann var á gangi með hundinn sinn á Smiðjuveginum, brúnni götu, á miðvikudagskvöldi. „Þá koma þessi hjón keyrandi sem hægja á sér og skrúfa niður rúðuna. Við erum ein þarna og spyrja: „Kunnugur staðháttum?“ Samtalið var svipað og það birtist í Skaupinu en Jón segist hafa átt erfitt með að átta sig á þessum aðstæðum þar sem hann var spurður hvort hann vissi hvar AB Bílasprautun væri. Jón segist seinna hafa mætt á handritsfund fyrir Skaupið og sagt frá þessu atviki sem þótti svo fyndið að ákveðið var að hafa það með í Skaupinu. „Þetta er bara saga úr raunveruleikanum,“ sagði Jón Gnarr. Um væri að ræða einfalt grín en bráðfyndið grín sem þyrfti ekki mikið að kryfja til að skilja. Þetta væri einfaldlega fyndið af því það er fyndið. Líkt og atriðið úr Skaupinu árið 2006 þar sem Jón Gnarr gekk inn í Heilsuhúsið og spurði afgreiðslumanninn hvort hann ætti ólívur. Reyndi afgreiðslumaðurinn að vera sniðugur með því að svara: „Ólívur Ragnar Grímsson?“ Áramótaskaupið FM95BLÖ Tengdar fréttir Hefði viljað að varað væri við ofbeldisfullu efni í Skaupinu Starfskona Stígamóta segir mikilvægt að tekið sé tillit til brotaþola og hvaða áhrif efni sem sýnir ofbeldi geti haft á þau. Einfalt sé að birta viðvörun áður en efnið er sýnt í sjónvarpi. 7. janúar 2019 07:00 Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Jón Gnarr mætti í útvarpsþáttinn FM95BLÖ á föstudaginn þar sem hann talaði um þátttöku sína í nýjasta Áramótaskaupinu. Þar var hann meðal annars spurður út í brandara sem mörgum fannst fyndinn en fáir skyldu samhengið. Um er að ræða atriði í Skaupinu þar sem Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, sést á gangi með hund sinn en par á Lödu Sport rennur upp að honum. Jón Gnarr skrúfar niður rúðuna og spyr Sveppa: „Kunnugur staðháttum?“ Sveppi virðist ekki alveg skilja spurninguna og segir: „Ha?“ Jón Gnarr endurtekur þá spurninguna nokkuð önugur: „Ertu kunnugur staðháttum?“ Katla Margrét Þorgeirsdóttir hrópar þá: „AB Bílasprautun, veistu hvar hún er?“ Sveppi segist ekki hafa hugmynd um það.Dagur B. fyrir utan Braggann.RÚVSeinna í Skaupinu sást sama par renna upp að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra þar sem hann var önnum kafinn við að reykja stráin fyrir utan Braggann í Nauthólsvík. Spurði parið sömu spurningar, hvort hann væri kunnugur staðháttum. Þegar hann var spurður hvort hann vissi hvar AB Bílasprautun er svarar hann: „AB Bílasprautun Mathöll?“ Líkt og fyrr segir þótti mörgum þetta fyndið en margir veltu fyrir sér hvað væri verið að vísa í þarna, en flestir brandarar í Skaupinu eiga það sammerkt að eiga sér einhverskonar vísun í það sem gerðist á liðnu ári. Jón Gnarr sagði í FM95BLÖ að enginn hefði spurt hann út í þennan brandara.Hér fyrir neðan má heyra Jón ræða brandarann. Klippa: Jón Gnarr um brandarann í Skaupinu sem enginn skildi Sveppi var með þeim félögum í FM95BLÖ en hann sagði Jón Gnarr sjálfan hafa lent í þessu. Jón tók boltann á lofti af Sveppa og sagði að hann hefði lent í þessu þegar hann var á gangi með hundinn sinn á Smiðjuveginum, brúnni götu, á miðvikudagskvöldi. „Þá koma þessi hjón keyrandi sem hægja á sér og skrúfa niður rúðuna. Við erum ein þarna og spyrja: „Kunnugur staðháttum?“ Samtalið var svipað og það birtist í Skaupinu en Jón segist hafa átt erfitt með að átta sig á þessum aðstæðum þar sem hann var spurður hvort hann vissi hvar AB Bílasprautun væri. Jón segist seinna hafa mætt á handritsfund fyrir Skaupið og sagt frá þessu atviki sem þótti svo fyndið að ákveðið var að hafa það með í Skaupinu. „Þetta er bara saga úr raunveruleikanum,“ sagði Jón Gnarr. Um væri að ræða einfalt grín en bráðfyndið grín sem þyrfti ekki mikið að kryfja til að skilja. Þetta væri einfaldlega fyndið af því það er fyndið. Líkt og atriðið úr Skaupinu árið 2006 þar sem Jón Gnarr gekk inn í Heilsuhúsið og spurði afgreiðslumanninn hvort hann ætti ólívur. Reyndi afgreiðslumaðurinn að vera sniðugur með því að svara: „Ólívur Ragnar Grímsson?“
Áramótaskaupið FM95BLÖ Tengdar fréttir Hefði viljað að varað væri við ofbeldisfullu efni í Skaupinu Starfskona Stígamóta segir mikilvægt að tekið sé tillit til brotaþola og hvaða áhrif efni sem sýnir ofbeldi geti haft á þau. Einfalt sé að birta viðvörun áður en efnið er sýnt í sjónvarpi. 7. janúar 2019 07:00 Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Hefði viljað að varað væri við ofbeldisfullu efni í Skaupinu Starfskona Stígamóta segir mikilvægt að tekið sé tillit til brotaþola og hvaða áhrif efni sem sýnir ofbeldi geti haft á þau. Einfalt sé að birta viðvörun áður en efnið er sýnt í sjónvarpi. 7. janúar 2019 07:00