Sport

UFC-bardagakona lúbarði ræningja

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Polyana Viana.
Polyana Viana. vísir/getty
Glæpamenn sem ætla að abbast upp á UFC-bardagakappa ættu að hugsa sig tvisvar um. Það gæti endað illa.

Sönnun á því fékkst um nýliðna helgi þegar maður reyndi að ræna brasilísku bardagakonuna Polyana Viana í Ríó.

Maðurinn vatt sér upp að Viana og ætlaði að ræna af henni símanum. Hún svaraði með því að kýla hann tvisvar og sparka einnig einu sinni í manninn. Það stórsá á honum eins og sjá má hér að neðan í þessu tísti frá forseta UFC, Dana White.





„Hann sagðist vera vopnaður en við vorum svo nálægt hvort öðru að ég áttaði mig á því að hann hefði ekki tíma til þess að draga upp vopnið,“ sagði Viana.

„Ég var því fljót að bregðast við með tveimur höggum og sparki. Hann féll og þá fór ég í hengingartak. Ég hélt honum þannig þar til lögreglan kom og hirti hann.“

Viana grjóthörð en hún er 1-1 í UFC.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×