Menning

Bætt aðgengi að íslenskri myndlistarsögu

Lovísa Arnardóttir skrifar
Við undirritun samningsins.
Við undirritun samningsins. Myndstef
Vinnuhópur á vegum Listasafns Íslands hefur ásamt Myndstefi unnið að samningi um myndbirtingu höfundarréttarvarinna verka. Samkvæmt samningnum fá söfn leyfi til að birta ljósmyndir af verkum í höfundarrétti. Þannig eykst aðgengi almennings.

Aðgengi hefur hingað til einskorðast við texta en nú verður hægt að sjá afrit af ljósmyndum. Myndirnar verða vatnsmerktar og vilji fólk kaupa mynd þarf að hafa samband við viðkomandi safn og greiða höfundarlaun. Myndirnar verða birtar á vefsvæðinu www.sarpur.is.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.