Chance The Rapper biðst afsökunar á að hafa starfað með R. Kelly Sylvía Hall skrifar 6. janúar 2019 13:24 Chance The Rapper gerði lag með R. Kelly árið 2015. Getty/Scott Dudelson Rapparinn Chance The Rapper birti í dag afsökunarbeiðni til fórnarlamba rapparans R. Kelly. Chance The Rapper gaf út lagið Somewhere In Paradise með R. Kelly árið 2015. Í nýrri heimildarmynd um R. Kelly er rætt við fórnarlömb rapparans en hann hefur verið sakaður um að hafa misnotað fjölda kvenna. Margar þeirra sem hafa stigið fram segja rapparann hafa haldið sér gegn vilja sínum í nokkurskonar „sértrúarsöfnuði“ þar sem stúlkurnar voru neyddar til þess að stunda kynlíf með rapparanum og kalla hann „pabba“. Yngstu fórnarlömbin eru sögð hafa verið fjórtán ára gamlar.Sjá einnig: R. Kelly gefið að sök að heilaþvo hóp kvenna Í hljóðbroti sem heyrist í myndinni má heyra Chance The Rapper segja það hafa verið mistök að starfa með R. Kelly á sínum tíma. Á Twitter-síðu sinni segir rapparinn að orð hans hafi verið tekin úr samhengi en hann biðjist þó afsökunar á því að hafa ekki hlustað á frásagnir kvennanna og að hafa starfað með rapparanum, það hafi verið skaðlegt svörtum konum og stúlkum. „Orð mín voru tekin úr samhengi en sannleikurinn er sá að við sem hundsuðum frásagnirnar um R. Kelly eða trúðum því að hann væri fórnarlamb rógburðar eða kerfisins (eins og svartir menn eru oft) gerðum það á kostnað svartra kvenna og stúlkna,“ skrifar rapparinn á Twitter. Þá baðst hann jafnframt afsökunar á því að hafa verið svo lengi að biðjast afsökunar. Rithöfundurinn Jamilah Lemieux vitnaði í Twitter-færslu rapparans og sagðist hafa tekið viðtal við Chance The Rapper í maí á síðasta árið. Hann hafi tekið skýra afstöðu með konunum og öðrum fórnarlömbum rapparans. Í heimildarmyndinni, sem ber heitið „Surviving R. Kelly“ má finna um fimmtíu viðtöl við fórnarlömb rapparans, fjölskyldur þeirra og meðlimi úr innsta hring R. Kelly. Þá er söngvarinn John Legend á meðal þeirra sem kemur fram í viðtali og hrósuðu margir honum fyrir hugrekki sitt. Hann tjáði sig um málið á Twitter þar sem hann sagði það ekki hafa verið áhættusmat þar sem hann trúði þessum konum og hefði ekki áhuga á að vernda „raðbarnanauðgara“. Hljóðbrotið þar sem Chance The Rapper segir samstarfið hafa verið mistök má heyra hér að neðan. MeToo Mál R. Kelly Tónlist Bandaríkin Tengdar fréttir Ætla sér að þagga niður í R. Kelly: „Svartar konur eru jafn mikilvægar og hvítar“ Þrátt fyrir að gleðjast með hvítum kynsystrum sínum finnist þeim sárt að þær séu virtar að vettugi. 30. apríl 2018 19:37 Enn á ný kærður fyrir kynferðisofbeldi: Á vísvitandi að hafa smitað konu af kynsjúkdómi Enn ein konan stígur fram með ásakanir á hendur R. Kelly. Faith Rogers höfðar mál gegn söngvaranum. 22. maí 2018 13:00 R Kelly þvertekur fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi í 19 mínútna löngu lagi Lagið er titlað I Admit, eða Ég játa, og var gefið út á Soundcloud-reikningi R Kelly í dag. 23. júlí 2018 17:46 R Kelly sakaður um að gera 14 ára stúlku að kynlífsþræl Hann kallar þær gæludýr, segir fyrrverandir kærasta hans í nýrri heimildarmynd. 28. mars 2018 10:40 „R. Kelly er elskulegur maður. Robert er djöfullinn sjálfur“ Lifetime gerir þrjá þætti þar sem rætt er við fórnarlömb R. Kelly. 23. október 2018 11:33 Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Sjá meira
Rapparinn Chance The Rapper birti í dag afsökunarbeiðni til fórnarlamba rapparans R. Kelly. Chance The Rapper gaf út lagið Somewhere In Paradise með R. Kelly árið 2015. Í nýrri heimildarmynd um R. Kelly er rætt við fórnarlömb rapparans en hann hefur verið sakaður um að hafa misnotað fjölda kvenna. Margar þeirra sem hafa stigið fram segja rapparann hafa haldið sér gegn vilja sínum í nokkurskonar „sértrúarsöfnuði“ þar sem stúlkurnar voru neyddar til þess að stunda kynlíf með rapparanum og kalla hann „pabba“. Yngstu fórnarlömbin eru sögð hafa verið fjórtán ára gamlar.Sjá einnig: R. Kelly gefið að sök að heilaþvo hóp kvenna Í hljóðbroti sem heyrist í myndinni má heyra Chance The Rapper segja það hafa verið mistök að starfa með R. Kelly á sínum tíma. Á Twitter-síðu sinni segir rapparinn að orð hans hafi verið tekin úr samhengi en hann biðjist þó afsökunar á því að hafa ekki hlustað á frásagnir kvennanna og að hafa starfað með rapparanum, það hafi verið skaðlegt svörtum konum og stúlkum. „Orð mín voru tekin úr samhengi en sannleikurinn er sá að við sem hundsuðum frásagnirnar um R. Kelly eða trúðum því að hann væri fórnarlamb rógburðar eða kerfisins (eins og svartir menn eru oft) gerðum það á kostnað svartra kvenna og stúlkna,“ skrifar rapparinn á Twitter. Þá baðst hann jafnframt afsökunar á því að hafa verið svo lengi að biðjast afsökunar. Rithöfundurinn Jamilah Lemieux vitnaði í Twitter-færslu rapparans og sagðist hafa tekið viðtal við Chance The Rapper í maí á síðasta árið. Hann hafi tekið skýra afstöðu með konunum og öðrum fórnarlömbum rapparans. Í heimildarmyndinni, sem ber heitið „Surviving R. Kelly“ má finna um fimmtíu viðtöl við fórnarlömb rapparans, fjölskyldur þeirra og meðlimi úr innsta hring R. Kelly. Þá er söngvarinn John Legend á meðal þeirra sem kemur fram í viðtali og hrósuðu margir honum fyrir hugrekki sitt. Hann tjáði sig um málið á Twitter þar sem hann sagði það ekki hafa verið áhættusmat þar sem hann trúði þessum konum og hefði ekki áhuga á að vernda „raðbarnanauðgara“. Hljóðbrotið þar sem Chance The Rapper segir samstarfið hafa verið mistök má heyra hér að neðan.
MeToo Mál R. Kelly Tónlist Bandaríkin Tengdar fréttir Ætla sér að þagga niður í R. Kelly: „Svartar konur eru jafn mikilvægar og hvítar“ Þrátt fyrir að gleðjast með hvítum kynsystrum sínum finnist þeim sárt að þær séu virtar að vettugi. 30. apríl 2018 19:37 Enn á ný kærður fyrir kynferðisofbeldi: Á vísvitandi að hafa smitað konu af kynsjúkdómi Enn ein konan stígur fram með ásakanir á hendur R. Kelly. Faith Rogers höfðar mál gegn söngvaranum. 22. maí 2018 13:00 R Kelly þvertekur fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi í 19 mínútna löngu lagi Lagið er titlað I Admit, eða Ég játa, og var gefið út á Soundcloud-reikningi R Kelly í dag. 23. júlí 2018 17:46 R Kelly sakaður um að gera 14 ára stúlku að kynlífsþræl Hann kallar þær gæludýr, segir fyrrverandir kærasta hans í nýrri heimildarmynd. 28. mars 2018 10:40 „R. Kelly er elskulegur maður. Robert er djöfullinn sjálfur“ Lifetime gerir þrjá þætti þar sem rætt er við fórnarlömb R. Kelly. 23. október 2018 11:33 Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Sjá meira
Ætla sér að þagga niður í R. Kelly: „Svartar konur eru jafn mikilvægar og hvítar“ Þrátt fyrir að gleðjast með hvítum kynsystrum sínum finnist þeim sárt að þær séu virtar að vettugi. 30. apríl 2018 19:37
Enn á ný kærður fyrir kynferðisofbeldi: Á vísvitandi að hafa smitað konu af kynsjúkdómi Enn ein konan stígur fram með ásakanir á hendur R. Kelly. Faith Rogers höfðar mál gegn söngvaranum. 22. maí 2018 13:00
R Kelly þvertekur fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi í 19 mínútna löngu lagi Lagið er titlað I Admit, eða Ég játa, og var gefið út á Soundcloud-reikningi R Kelly í dag. 23. júlí 2018 17:46
R Kelly sakaður um að gera 14 ára stúlku að kynlífsþræl Hann kallar þær gæludýr, segir fyrrverandir kærasta hans í nýrri heimildarmynd. 28. mars 2018 10:40
„R. Kelly er elskulegur maður. Robert er djöfullinn sjálfur“ Lifetime gerir þrjá þætti þar sem rætt er við fórnarlömb R. Kelly. 23. október 2018 11:33
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”