Lífið

Kevin Hart svarar fyrir viðtalið hjá Ellen

Sylvía Hall skrifar
Kevin Hart hefur sætt mikilli gagnrýni eftir viðtal sitt hjá Ellen þar sem margir segja hann hafa leikið fórnarlamb.
Kevin Hart hefur sætt mikilli gagnrýni eftir viðtal sitt hjá Ellen þar sem margir segja hann hafa leikið fórnarlamb. Vísir/Getty
Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart birti í gær færslu á Instagram-síðu sinni þar sem hann svarar gagnrýnisröddum í kjölfar viðtal síns hjá spjallþáttadrottningunni Ellen DeGeneres. Hann segir fólk hafa gleymt því að fólk læri af mistökum sínum.

„Hvenær fórum við að gleyma því að fólk lærir af mistökum sínum,“ spurði Hart á Instagram og sagði jafnframt að ef við gætum ekki lært þá gætum við ekki þroskast og orðið betri í því sem við gerum.

„Körfuknattleiksmenn eru ekki góðir fyrr en þeir læra að spila leikinn rétt. Kennarar eru góðir kennarar þegar þeir læra að ná til nemenda sinna,“ skrifaði Hart og tók fleiri dæmi. Bæði hann og DeGeneres voru gagnrýnd fyrir umrætt viðtal á dögunum þar sem DeGeneres kom grínistanum til varnar.  





DeGeneres, sem sjálf er samkynhneigð, sagðist vonast til að sjá grínistann kynna verðlaunin í ár og hringdi sjálf í Akademíuna og hvatti aðstandendur til þess að fá Hart sem kynni eftir að hann steig til hliðar vegna eldri ummæla hans um samkynhneigða.

„Þú mátt ekki leyfa þeim að rústa þér og þau geta ekki rústað þér, þú ert of hæfileikaríkur til þess,“ sagði DeGeneres við Hart og átti við það fólk sem gagnrýndi hann hvað mest á samfélagsmiðlum.



Segist íhuga að hætta við að stíga til hliðar

Hart hefur sagt eftir viðtalið að hann sé að íhuga stöðu sína og útiloki ekki að snúa aftur sem kynnir á Óskarnum. Hann steig upphaflega til hliðar eftir að ummælin komu upp í umræðunni og honum voru gefnir afarkostir um að biðjast afsökunar eða stíga til hliðar.

Hart neitaði að biðjast afsökunar þar sem hann sagðist ekki vilja dvelja í fortíðinni. Hann hafi áður beðist afsökunar vegna þessa og sæi ekki ástæðu til að gera það aftur.

Þá hafa aðstandendur Akademíunnar sagt að þau séu opin fyrir því að hann taki að sér að kynna verðlaunin. Að sögn DeGeneres óttaðist Akademían að misskilningur hefði orðið á milli þeirra og Hart og að mál hans hafi verið meðhöndlað á rangan hátt.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.