Meintur njósnari stal peningum frá landgönguliðum og er með ferfalt ríkisfang Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. janúar 2019 14:30 Paul Whelan var handtekinn í Moskvu á föstudag. Vísir/EPA Komið hefur í ljós að bandaríski maðurinn sem handtekinn var í Rússlandi fyrir meintar njósnir er með ferfalt ríkisfang. Árið 2006 var hann sakfelldur fyrir að hafa stolið um tíu þúsund dollurum úr sjóðum landgönguliða á meðan hann var staðsettur í Írak. Paul Whelan er fyrrverandi landgönguliði úr Bandaríkjaher en var handtekinn í Rússlandi á dögunum vegna meintra njósna. Bróðir hans David segir að hann hafi horfið þegar hann var með hópi brúðkaupsgesta á hóteli í Moskvu. Málið þykir hið undarlegasta en rússnesk yfirvöld hafa gefið litlar sem engar upplýsingar um málið. Í frétt Washington Post segir að Wheelan hafi gerst sekur um að draga sér um tíu þúsund dollara úr sjóðum landgönguliða er hann starfaði fyrir bandaríska herinn í Írak.Sjá einnig: Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Starfaði hann sem skrifstofustjóri á skrifstofu landgönguliða og hafði þar aðgang að sjóðum og öðrum viðkvæmum gögnum. Herréttur sakfelldi hann fyrir þjófnaðinn og var Whelan rekinn úr hernum í kjölfarið. Í frétt Washington Post segir að Whelan hafi árum saman verið með virkan reikning á rússneska samfélagsmiðlinum VKontakte, sem kalla má hið rússneska Facebook. Whelan er sagður hafa verið mikill áhugamaður um Rússland. Þá hefur einnig komið í ljós að Whelan er handhafi vegabréfa frá fjórum ríkjum. Auk Bandaríkjanna er hann með kanadískt, írskt og breskt vegabréf. Whelan var fæddur í Kanada auk þess sem að fjölskylda hans er frá Írlandi og Bretlandi.Sjá einnig: Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Fjölskylduvinur Whelan segir að hann hafi sankað að sér vegabréfum að gamni sínu og hafi verið í eins konar keppni við systur sína um hver gæti öðlast fleiri vegabréf. Í frétt Post segir Dan Hoffmann, fyrrverandi starfsmaður CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, sem var lengi vel staðsettur í Rússlandi og þekkir vel til, að yfirvöld í Rússlandi ætli sér mögulega að freista þess að skipta á Whelan og Mariu Butina, rússneskum ríkisborgara sem hefur játað að hafa gengið erinda Rússa í Bandaríkjunum. Bandaríkin Írak Rússland Tengdar fréttir Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara í haldi Rússa sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi. 2. janúar 2019 21:45 Whelan formlega ákærður fyrir njósnir Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan hefur verið ákærður fyrir njósnir í Rússlandi. 3. janúar 2019 16:07 Bretar lýsa áhyggjum af meintum njósnara í haldi Rússa Utanríkisráðherra Bretlands segir til skoðunar hvort að breskir ferðalangar séu öruggir í Rússlandi. 4. janúar 2019 12:40 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Sjá meira
Komið hefur í ljós að bandaríski maðurinn sem handtekinn var í Rússlandi fyrir meintar njósnir er með ferfalt ríkisfang. Árið 2006 var hann sakfelldur fyrir að hafa stolið um tíu þúsund dollurum úr sjóðum landgönguliða á meðan hann var staðsettur í Írak. Paul Whelan er fyrrverandi landgönguliði úr Bandaríkjaher en var handtekinn í Rússlandi á dögunum vegna meintra njósna. Bróðir hans David segir að hann hafi horfið þegar hann var með hópi brúðkaupsgesta á hóteli í Moskvu. Málið þykir hið undarlegasta en rússnesk yfirvöld hafa gefið litlar sem engar upplýsingar um málið. Í frétt Washington Post segir að Wheelan hafi gerst sekur um að draga sér um tíu þúsund dollara úr sjóðum landgönguliða er hann starfaði fyrir bandaríska herinn í Írak.Sjá einnig: Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Starfaði hann sem skrifstofustjóri á skrifstofu landgönguliða og hafði þar aðgang að sjóðum og öðrum viðkvæmum gögnum. Herréttur sakfelldi hann fyrir þjófnaðinn og var Whelan rekinn úr hernum í kjölfarið. Í frétt Washington Post segir að Whelan hafi árum saman verið með virkan reikning á rússneska samfélagsmiðlinum VKontakte, sem kalla má hið rússneska Facebook. Whelan er sagður hafa verið mikill áhugamaður um Rússland. Þá hefur einnig komið í ljós að Whelan er handhafi vegabréfa frá fjórum ríkjum. Auk Bandaríkjanna er hann með kanadískt, írskt og breskt vegabréf. Whelan var fæddur í Kanada auk þess sem að fjölskylda hans er frá Írlandi og Bretlandi.Sjá einnig: Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Fjölskylduvinur Whelan segir að hann hafi sankað að sér vegabréfum að gamni sínu og hafi verið í eins konar keppni við systur sína um hver gæti öðlast fleiri vegabréf. Í frétt Post segir Dan Hoffmann, fyrrverandi starfsmaður CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, sem var lengi vel staðsettur í Rússlandi og þekkir vel til, að yfirvöld í Rússlandi ætli sér mögulega að freista þess að skipta á Whelan og Mariu Butina, rússneskum ríkisborgara sem hefur játað að hafa gengið erinda Rússa í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Írak Rússland Tengdar fréttir Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara í haldi Rússa sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi. 2. janúar 2019 21:45 Whelan formlega ákærður fyrir njósnir Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan hefur verið ákærður fyrir njósnir í Rússlandi. 3. janúar 2019 16:07 Bretar lýsa áhyggjum af meintum njósnara í haldi Rússa Utanríkisráðherra Bretlands segir til skoðunar hvort að breskir ferðalangar séu öruggir í Rússlandi. 4. janúar 2019 12:40 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Sjá meira
Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara í haldi Rússa sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi. 2. janúar 2019 21:45
Whelan formlega ákærður fyrir njósnir Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan hefur verið ákærður fyrir njósnir í Rússlandi. 3. janúar 2019 16:07
Bretar lýsa áhyggjum af meintum njósnara í haldi Rússa Utanríkisráðherra Bretlands segir til skoðunar hvort að breskir ferðalangar séu öruggir í Rússlandi. 4. janúar 2019 12:40