Ellen kom Kevin Hart til varnar í viðtali: „Ekki leyfa þessu fólki að vinna“ Sylvía Hall skrifar 5. janúar 2019 11:26 Kevin Hart og Ellen DeGeneres hafa verið vinir um árabil. Getty/Christopher Polk Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart hætti við að kynna Óskarsverðlaunin eftir að gömul ummæli sem hann lét falla um samkynhneigða voru rifjuð upp. Umrædd ummæli voru látin falla á Twitter og í uppistandi fyrir nokkrum árum. Eftir að ummælin voru rifjuð upp eftir voru honum settir afarkostir. Annaðhvort myndi hann biðjast afsökunar eða stíga til hliðar sem kynnir. Í myndbandi sem grínistinn birti á Instagram-síðu sinni í kjölfarið sagðist hann ekki ætla að biðjast afsökunar þar sem hann hafði áður rætt þetta mál og vildi ekki dvelja í fortíðinni. Hann steig því til hliðar sem kynnir. Sjá einnig: Kevin Hart hættir sem Óskarskynnir vegna umdeildra ummæla um samkynhneigða Hart barst stuðningur úr óvæntri átt nú á dögunum þegar hann mætti í viðtal hjá Ellen DeGeneres. DeGeneres, sem sjálf er samkynhneigð, sagðist vonast til að sjá grínistann kynna verðlaunin í ár. Hringdi sjálf í Akademíuna Í viðtalinu rifjaði DeGeneres upp símtal sem hún átti við Hart eftir að hann hafi tekið þá ákvörðun um að stíga til hliðar og tjáði henni að hann vildi koma í viðtal. Sama dag og viðtalið var tekið upp hringdi DeGeneres í Akademíuna og hvatti þau til þess að fá Hart aftur sem kynni. „Ég var svo spennt þegar þau báðu þig um að kynna, mér fannst það frábært og ég vissi hversu mikilvægt það væri fyrir þig. Ég hringdi í þau og sagði: „Kevin er til, ég veit ekki hvort hann vilji koma aftur og kynna en hvað finnst ykkur?“,“ sagði DeGeneres. Hún sagði Akademíuna hafa verið til í að fá hann aftur. Þau hafi verið hrædd um að hann hafi misskilið aðstæður eða mál hans hafi verið tæklað á rangan hátt. Þá ýjaði hún að því að ástæðan fyrir því að það væri ekki enn búið að tilkynna nýjan kynni væri sú að Akademían vonaðist enn til að Hart tæki það hlutverk að sér. DeGeneres hvatti Hart til þess að hlusta ekki á „tröll“ á netinu sem væru að rifja upp ummælin. Það væri aðeins lítill og hávær hópur sem bliknaði í samanburði við þann stóra hóp sem vildi sjá grínistann kynna verðlaunin í ár. „Þú mátt ekki leyfa þeim að rústa þér og þau geta ekki rústað þér, þú ert of hæfileikaríkur til þess.“Aðdáendur DeGeneres ósáttir Margir aðdáendur spjallþáttastjórnandans lýstu yfir vonbrigðum með viðtalið á samfélagsmiðlum. DeGeneres, sem hefur verið ötul baráttukona fyrir réttindum samkynhneigðra, hefur verið gagnrýnd harðlega af mörgum fyrir að hafa farið of mjúkum höndum um grínistann. „Ellen hafði tækifærið til þess að láta Kevin Hart axla ábyrgð ummælum sínum um LGBTQ+ samfélagið en gaf honum í staðinn pláss til þess að gera sjálfan sig að fórnarlambi þegar það var hann sem lét hrottaleg ummæli falla á Twitter,“ skrifaði einn notandi um viðtalið. Ellen had the opportunity to hold Kevin Hart accountable for what he said about the LGBTQ+ community but instead she gave him the space to make himself out to be the fucking victim when he was the one who made vicious comments on Twitter. — (@MJFinesseLover) 4 January 2019 Þá benti annar notandi á að DeGeneres gæti ekki tekið sér það bessaleyfi að fyrirgefa Hart fyrir hönd allra samkynhneigðra. Annar minnti hana á að „þetta fólk“ sem hún talaði um væri hennar eigið samfélag sem hefði staðið við bakið á henni þegar hún átti erfitt uppdráttar eftir að hafa komið út úr skápnum.In light of Ellen absolving Kevin Hart for his history of homophobic remarks, this seems like a good time to reiterate that no one member of a marginalized identity can forgive a bigot on behalf of the entire group. — ella dawson (@brosandprose) 4 January 2019 Ellen to Kevin Hart: “don’t let those people win, host the Oscars”. “Those people” are your community, Ellen. The ones who stood behind you when people like Kevin thought you were less than enough to be on TV. He’s not sorry. His lame interview/Insta posts proved that. — Harry Cook (@HarryCook) 4 January 2019 Margir vöktu athygli á því að DeGeneres og Hart ættu það sameiginlegt að lifa forréttindalífi sem væri fjarri þeim raunveruleika sem hinsegin fólk upplifði. She’s rich and homophobic jokes don’t affect her - by supporting Kevin Hart, Ellen fails all the young LGBTQ people who continue to be affected by a climate where homophobia is “just a joke” — Marcus (@marcusjdl) 4 January 2019 Hér að neðan má sjá hluta af viðtalinu. Óskarinn Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart hætti við að kynna Óskarsverðlaunin eftir að gömul ummæli sem hann lét falla um samkynhneigða voru rifjuð upp. Umrædd ummæli voru látin falla á Twitter og í uppistandi fyrir nokkrum árum. Eftir að ummælin voru rifjuð upp eftir voru honum settir afarkostir. Annaðhvort myndi hann biðjast afsökunar eða stíga til hliðar sem kynnir. Í myndbandi sem grínistinn birti á Instagram-síðu sinni í kjölfarið sagðist hann ekki ætla að biðjast afsökunar þar sem hann hafði áður rætt þetta mál og vildi ekki dvelja í fortíðinni. Hann steig því til hliðar sem kynnir. Sjá einnig: Kevin Hart hættir sem Óskarskynnir vegna umdeildra ummæla um samkynhneigða Hart barst stuðningur úr óvæntri átt nú á dögunum þegar hann mætti í viðtal hjá Ellen DeGeneres. DeGeneres, sem sjálf er samkynhneigð, sagðist vonast til að sjá grínistann kynna verðlaunin í ár. Hringdi sjálf í Akademíuna Í viðtalinu rifjaði DeGeneres upp símtal sem hún átti við Hart eftir að hann hafi tekið þá ákvörðun um að stíga til hliðar og tjáði henni að hann vildi koma í viðtal. Sama dag og viðtalið var tekið upp hringdi DeGeneres í Akademíuna og hvatti þau til þess að fá Hart aftur sem kynni. „Ég var svo spennt þegar þau báðu þig um að kynna, mér fannst það frábært og ég vissi hversu mikilvægt það væri fyrir þig. Ég hringdi í þau og sagði: „Kevin er til, ég veit ekki hvort hann vilji koma aftur og kynna en hvað finnst ykkur?“,“ sagði DeGeneres. Hún sagði Akademíuna hafa verið til í að fá hann aftur. Þau hafi verið hrædd um að hann hafi misskilið aðstæður eða mál hans hafi verið tæklað á rangan hátt. Þá ýjaði hún að því að ástæðan fyrir því að það væri ekki enn búið að tilkynna nýjan kynni væri sú að Akademían vonaðist enn til að Hart tæki það hlutverk að sér. DeGeneres hvatti Hart til þess að hlusta ekki á „tröll“ á netinu sem væru að rifja upp ummælin. Það væri aðeins lítill og hávær hópur sem bliknaði í samanburði við þann stóra hóp sem vildi sjá grínistann kynna verðlaunin í ár. „Þú mátt ekki leyfa þeim að rústa þér og þau geta ekki rústað þér, þú ert of hæfileikaríkur til þess.“Aðdáendur DeGeneres ósáttir Margir aðdáendur spjallþáttastjórnandans lýstu yfir vonbrigðum með viðtalið á samfélagsmiðlum. DeGeneres, sem hefur verið ötul baráttukona fyrir réttindum samkynhneigðra, hefur verið gagnrýnd harðlega af mörgum fyrir að hafa farið of mjúkum höndum um grínistann. „Ellen hafði tækifærið til þess að láta Kevin Hart axla ábyrgð ummælum sínum um LGBTQ+ samfélagið en gaf honum í staðinn pláss til þess að gera sjálfan sig að fórnarlambi þegar það var hann sem lét hrottaleg ummæli falla á Twitter,“ skrifaði einn notandi um viðtalið. Ellen had the opportunity to hold Kevin Hart accountable for what he said about the LGBTQ+ community but instead she gave him the space to make himself out to be the fucking victim when he was the one who made vicious comments on Twitter. — (@MJFinesseLover) 4 January 2019 Þá benti annar notandi á að DeGeneres gæti ekki tekið sér það bessaleyfi að fyrirgefa Hart fyrir hönd allra samkynhneigðra. Annar minnti hana á að „þetta fólk“ sem hún talaði um væri hennar eigið samfélag sem hefði staðið við bakið á henni þegar hún átti erfitt uppdráttar eftir að hafa komið út úr skápnum.In light of Ellen absolving Kevin Hart for his history of homophobic remarks, this seems like a good time to reiterate that no one member of a marginalized identity can forgive a bigot on behalf of the entire group. — ella dawson (@brosandprose) 4 January 2019 Ellen to Kevin Hart: “don’t let those people win, host the Oscars”. “Those people” are your community, Ellen. The ones who stood behind you when people like Kevin thought you were less than enough to be on TV. He’s not sorry. His lame interview/Insta posts proved that. — Harry Cook (@HarryCook) 4 January 2019 Margir vöktu athygli á því að DeGeneres og Hart ættu það sameiginlegt að lifa forréttindalífi sem væri fjarri þeim raunveruleika sem hinsegin fólk upplifði. She’s rich and homophobic jokes don’t affect her - by supporting Kevin Hart, Ellen fails all the young LGBTQ people who continue to be affected by a climate where homophobia is “just a joke” — Marcus (@marcusjdl) 4 January 2019 Hér að neðan má sjá hluta af viðtalinu.
Óskarinn Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira