Vígahnöttur yfir Íslandi: „Líkt og eldflaugaárás frá Sauðárkróki“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 4. janúar 2019 14:30 Loftsteinn séður frá Ungverjalandi í ágúst í fyrra. myndin tengist fréttinni ekki beint. EPA/Peter Komka Loftsteinn sást yfir Íslandi í gærkvöldi. Steinninn skildi eftir sig bjarta slóð á á leið sinni suður eftir himninum og sprakk. Hann kann að vera úr Kvaðrantíta loftsteinadrífunni sem sást um allan heim í gær. Eðlisfræðivefurinn greinir frá því að loftsteinninn hafi sést um klukkan tuttugu mínútur í átta í gærkvöldi. Tilkynningar hafa borist um að steinninn hafa sést víða af landinu og að um mikið sjónarspil hafi verið að ræða.Klippa: Vígahnöttur yfir Íslandi Einn sem skilur eftir sig ummæli á facebook síðu Eðlisfræðivefsins segist hafa séð steininn á leið sinni frá Akureyri. Hann segist hafa séð miklar eldglæringar og litadýrð líkt og væri verið að gera eldflaugaárás frá Sauðárkróki eins og hann orðar það. Annar sem staddur var við Rauðavatn segir steininn hafa lýst upp himininn og horfið jafnskjótan. Maður staddur í Önundarfirði segist hafa séð bláan og fjólubláan ljóma á himni sem ferðaðist hratt yfir. „Þegar þeir verða svona bjartir kallast þeir vígahnettir,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri stjörnufræðivefsins. „Þá á hann að skilja eftir sig smá rák og slíkt. Það er alveg útilokað að svona hnöttur sem lifði í svona skamman tíma hafi komið alla leið niður. Þannig að hann hefur fuðrað upp þarna langt fyrir ofan okkur. Í gær og í nótt var loftsteinadrífa í gangi sem heitir Kvaðrantítar og það gæti vel verið að þetta hafi verið steinn úr henni.“ Geimurinn Skagafjörður Tengdar fréttir Sást til loftsteins yfir Íslandi Loftsteinn sást yfir Vesturlandi í kvöld klukkan 19:40. 4. janúar 2019 00:44 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Loftsteinn sást yfir Íslandi í gærkvöldi. Steinninn skildi eftir sig bjarta slóð á á leið sinni suður eftir himninum og sprakk. Hann kann að vera úr Kvaðrantíta loftsteinadrífunni sem sást um allan heim í gær. Eðlisfræðivefurinn greinir frá því að loftsteinninn hafi sést um klukkan tuttugu mínútur í átta í gærkvöldi. Tilkynningar hafa borist um að steinninn hafa sést víða af landinu og að um mikið sjónarspil hafi verið að ræða.Klippa: Vígahnöttur yfir Íslandi Einn sem skilur eftir sig ummæli á facebook síðu Eðlisfræðivefsins segist hafa séð steininn á leið sinni frá Akureyri. Hann segist hafa séð miklar eldglæringar og litadýrð líkt og væri verið að gera eldflaugaárás frá Sauðárkróki eins og hann orðar það. Annar sem staddur var við Rauðavatn segir steininn hafa lýst upp himininn og horfið jafnskjótan. Maður staddur í Önundarfirði segist hafa séð bláan og fjólubláan ljóma á himni sem ferðaðist hratt yfir. „Þegar þeir verða svona bjartir kallast þeir vígahnettir,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri stjörnufræðivefsins. „Þá á hann að skilja eftir sig smá rák og slíkt. Það er alveg útilokað að svona hnöttur sem lifði í svona skamman tíma hafi komið alla leið niður. Þannig að hann hefur fuðrað upp þarna langt fyrir ofan okkur. Í gær og í nótt var loftsteinadrífa í gangi sem heitir Kvaðrantítar og það gæti vel verið að þetta hafi verið steinn úr henni.“
Geimurinn Skagafjörður Tengdar fréttir Sást til loftsteins yfir Íslandi Loftsteinn sást yfir Vesturlandi í kvöld klukkan 19:40. 4. janúar 2019 00:44 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Sást til loftsteins yfir Íslandi Loftsteinn sást yfir Vesturlandi í kvöld klukkan 19:40. 4. janúar 2019 00:44