Innlent

Sást til loftsteins yfir Íslandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Meirihluti landsmanna hefur vafalítið orðið var við flugelda á lofti undanfarna daga. Einhverjir voru svo heppnir að sjá til loftsteins í kvöld.
Meirihluti landsmanna hefur vafalítið orðið var við flugelda á lofti undanfarna daga. Einhverjir voru svo heppnir að sjá til loftsteins í kvöld. Vísir/Vilhelm
Loftsteinn sást yfir Vesturlandi í kvöld klukkan 19:40. Loftsteininn mun hafa skilið eftir sig bjarta slóð á leið sinni suður eftir himninum og sprungið þar samkvæmt því sem segir á Eðlisfræðivefnum. Sást meðal annars til hans bæði á Hvammstanga og Hellisheiði.

Forsvarsfólk Eðlisfræðivefsins hvetur þá sem sáu til loftsteinsins eða náðu mögulega á mynd til að hafa samband við vefinn.

Benedikt H. Sigurgeirsson náði mynd af loftstein á Akureyri árið 2013.

Vísir hvetur lesendur sömuleiðis til að senda lýsingar, myndir eða myndbönd á ritstjorn(hja)visir.is.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×