Spekileki skekur Tyrkland Samúel Karl Ólason skrifar 3. janúar 2019 14:51 Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times, sem rekur spekilekann að miklu leyti til Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. AP/Burhan Ozbilici Fræðimenn, frumkvöðlar, viðskiptamenn, námsmenn og þúsundir auðugra Tyrkja hafa flúið land á undanförnum árum. Allt þetta fólk tekur með sér eigur sínar og þekkingu og fólksflutningarnir gætu valdið Tyrklandi gífurlegum skaða yfir næstu áratugi. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times, sem rekur spekilekann að miklu leyti til Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, stefnumála hans, ríkisstjórnar og spillingar. Í kjölfar misheppnaðs valdaráns árið 2016 hafi hann látið handtaka og fangelsa þúsundir manna sem hann telji andstæðinga sína og efnahagur ríkisins og gjaldmiðill hefur beðið hnekki.Minnst tólf þúsund auðugir Tyrkir eru sagðir hafa flutt eigur sínar út úr landinu á árunum 2016 og 2017, samkvæmt skýrslu frá AfrAsia Bank. Í skýrslunni segir að flestir hafi flutt til Evrópu eða Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Þar segir einnig að flótti auðugra einstaklinga boði ekki gott fyrir Tyrkland. Sé litið til sögunnar sé það fyrirboði versnandi ástands. Rúmlega 250 þúsund manns fluttu frá Tyrklandi árið 2017, sem er um 42 prósenta aukning á milli ára. Þúsundir hafa sótt um vegabréfsáritanir til Bretlands, Grikklands, Portúgal og Spánar. Þá hefur hælisumsóknum innan Evrópusambandsins fjölgað verulega, samkvæmt sérfræðingum sem NYT ræddi við. Einn þeirra segist telja að um tíu þúsund Tyrkir hafi sótt um sérstaka viðskiptatengda vegabréfsáritun til Bretlands á undanförnum árum. Það sé tvöföldun frá tímabilinu 2004 til 2015. „Spekilekinn er raunverulegur,“ sagði Ibrahim Sirkeci frá Háskólanum í London. Erdogan sjálfur hefur brugðist reiður við fregnum af flutningi eigna frá Tyrklandi. Fyrr á síðasta ári sagði hann þessa hegðun ófyrirgefanlega og óskiljanlega. Grikkland Tyrkland Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Fræðimenn, frumkvöðlar, viðskiptamenn, námsmenn og þúsundir auðugra Tyrkja hafa flúið land á undanförnum árum. Allt þetta fólk tekur með sér eigur sínar og þekkingu og fólksflutningarnir gætu valdið Tyrklandi gífurlegum skaða yfir næstu áratugi. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times, sem rekur spekilekann að miklu leyti til Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, stefnumála hans, ríkisstjórnar og spillingar. Í kjölfar misheppnaðs valdaráns árið 2016 hafi hann látið handtaka og fangelsa þúsundir manna sem hann telji andstæðinga sína og efnahagur ríkisins og gjaldmiðill hefur beðið hnekki.Minnst tólf þúsund auðugir Tyrkir eru sagðir hafa flutt eigur sínar út úr landinu á árunum 2016 og 2017, samkvæmt skýrslu frá AfrAsia Bank. Í skýrslunni segir að flestir hafi flutt til Evrópu eða Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Þar segir einnig að flótti auðugra einstaklinga boði ekki gott fyrir Tyrkland. Sé litið til sögunnar sé það fyrirboði versnandi ástands. Rúmlega 250 þúsund manns fluttu frá Tyrklandi árið 2017, sem er um 42 prósenta aukning á milli ára. Þúsundir hafa sótt um vegabréfsáritanir til Bretlands, Grikklands, Portúgal og Spánar. Þá hefur hælisumsóknum innan Evrópusambandsins fjölgað verulega, samkvæmt sérfræðingum sem NYT ræddi við. Einn þeirra segist telja að um tíu þúsund Tyrkir hafi sótt um sérstaka viðskiptatengda vegabréfsáritun til Bretlands á undanförnum árum. Það sé tvöföldun frá tímabilinu 2004 til 2015. „Spekilekinn er raunverulegur,“ sagði Ibrahim Sirkeci frá Háskólanum í London. Erdogan sjálfur hefur brugðist reiður við fregnum af flutningi eigna frá Tyrklandi. Fyrr á síðasta ári sagði hann þessa hegðun ófyrirgefanlega og óskiljanlega.
Grikkland Tyrkland Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira