„Var alltof mikið að spá í að þóknast öðrum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. janúar 2019 15:30 Alma er að gera það gott sem lagahöfundur. „Þetta er mikið hark til að byrja með og getur tekið nokkurra ára hark að komast á einhvern góðan stað. Það er heldur engin algjör lógík í því hvernig hægt er að vinna sig upp í þessu. Þú gætir samið lag á morgun sem breytir lífi þínu, en þú gætir líka gert það eftir þrjú ár og þú verður bara að halda áfram þangað til eitthvað gerist,“ segir Alma Guðmundsdóttir, lagahöfundur í Los Angeles og fyrrum meðlimur stúlknasveitarinnar sálugu Nylon, sem undanfarið hefur náð góðum árangri á sínu sviði ytra. Skemmst er að minnast þess að lag úr hennar smiðju, Remedy með hinum sænska Alesso og söngvaranum Conor Maynard, fór sigurför um heiminn fyrr á árinu og náði hátt á fjölmörgum topplistum. Þá hefur lagið verið spilað hátt í hundrað milljón sinnum á Spotify og tæplega fimmtíu milljón sinnum á Youtube.Áheyrnarprufur leiddi til ellefu ára samstarfs Alma gerði garðinn fyrst frægan ásamt þeim Emilíu, Klöru og Steinunni í Nylon fyrir næstum hálfum öðrum áratug síðan, eftir að Einar Bárðarson leiddi hópinn saman eftir áheyrnarprufur vorið 2004. Þrátt fyrir talsverða velgengni breyttist sveitin nokkuð gegnum árin og lagði loks upp laupana 2015 – eftir að hafa reynt við stóra sviðið í Kaliforníu undir nýju heiti og meðlimi færri. Alma minnist tímans í sveitinni með hlýhug og segir þær fjórar enn í dag vera bestu vinkonur. Hún viðurkennir þó að umtalið sem fylgdi athyglinni á sínum tíma hafi vissulega stundum tekið á. „Þegar þetta byrjaði og við vorum búnar að koma fram, þá byrjaði Barnaland bara að loga. Það var bara „þessi er svona og þessi er svona og af hverju er hún svona“ og bara þvílíka gagnrýnin. Ég man að ég hringdi í Einar grátandi einhvern tímann bara miður mín yfir einhverju sem var verið að segja,“ segir Alma.Myndaði þykkan skráp Hún ákvað hins vegar að láta mótlætið styrkja sig frekar en að brjóta. „Maður tók þetta svo inn á sig og fannst þetta vera svo persónulegt. En það myndaði bara þykkan skráp og varð til þess að maður hugsaði að þetta skipti bara engu máli. Ef ég er ánægð með það sem ég er að gera skiptir bara engu máli hvað öðrum finnst. Það tók langan tíma að komast þangað, en ég hafði rosalega gott að því – af því að ég var alltof mikið að spá í að þóknast öðrum frekar en að gera bara það sem ég var ánægð með.“Klippa: Ísland í dag - Þú gætir samið lag á morgun sem breytir lífi þínu Tónlist Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
„Þetta er mikið hark til að byrja með og getur tekið nokkurra ára hark að komast á einhvern góðan stað. Það er heldur engin algjör lógík í því hvernig hægt er að vinna sig upp í þessu. Þú gætir samið lag á morgun sem breytir lífi þínu, en þú gætir líka gert það eftir þrjú ár og þú verður bara að halda áfram þangað til eitthvað gerist,“ segir Alma Guðmundsdóttir, lagahöfundur í Los Angeles og fyrrum meðlimur stúlknasveitarinnar sálugu Nylon, sem undanfarið hefur náð góðum árangri á sínu sviði ytra. Skemmst er að minnast þess að lag úr hennar smiðju, Remedy með hinum sænska Alesso og söngvaranum Conor Maynard, fór sigurför um heiminn fyrr á árinu og náði hátt á fjölmörgum topplistum. Þá hefur lagið verið spilað hátt í hundrað milljón sinnum á Spotify og tæplega fimmtíu milljón sinnum á Youtube.Áheyrnarprufur leiddi til ellefu ára samstarfs Alma gerði garðinn fyrst frægan ásamt þeim Emilíu, Klöru og Steinunni í Nylon fyrir næstum hálfum öðrum áratug síðan, eftir að Einar Bárðarson leiddi hópinn saman eftir áheyrnarprufur vorið 2004. Þrátt fyrir talsverða velgengni breyttist sveitin nokkuð gegnum árin og lagði loks upp laupana 2015 – eftir að hafa reynt við stóra sviðið í Kaliforníu undir nýju heiti og meðlimi færri. Alma minnist tímans í sveitinni með hlýhug og segir þær fjórar enn í dag vera bestu vinkonur. Hún viðurkennir þó að umtalið sem fylgdi athyglinni á sínum tíma hafi vissulega stundum tekið á. „Þegar þetta byrjaði og við vorum búnar að koma fram, þá byrjaði Barnaland bara að loga. Það var bara „þessi er svona og þessi er svona og af hverju er hún svona“ og bara þvílíka gagnrýnin. Ég man að ég hringdi í Einar grátandi einhvern tímann bara miður mín yfir einhverju sem var verið að segja,“ segir Alma.Myndaði þykkan skráp Hún ákvað hins vegar að láta mótlætið styrkja sig frekar en að brjóta. „Maður tók þetta svo inn á sig og fannst þetta vera svo persónulegt. En það myndaði bara þykkan skráp og varð til þess að maður hugsaði að þetta skipti bara engu máli. Ef ég er ánægð með það sem ég er að gera skiptir bara engu máli hvað öðrum finnst. Það tók langan tíma að komast þangað, en ég hafði rosalega gott að því – af því að ég var alltof mikið að spá í að þóknast öðrum frekar en að gera bara það sem ég var ánægð með.“Klippa: Ísland í dag - Þú gætir samið lag á morgun sem breytir lífi þínu
Tónlist Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira