Aron Einar fer fram á gjaldþrot Kolfinnu Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. janúar 2019 12:00 Aron Einar Gunnarsson er skiptabeiðandi í gjaldþroti Kolfinnu Vonar Arnardóttur. Vísir Bú Kolfinnu Vonar Arnardóttur, fjárfestis og stjórnanda Reykjavik Fashion Festival, var tekið til gjaldþrotaskipta þann 12. desember síðastliðinn. Heildakröfur í búið liggja ekki fyrir á þessari stundu, en í Lögbirtingablaðinu kemur fram að skiptafundur fari fram þann 12. mars næstkomandi. Fréttastofa hefur ekki náð á Kolfinnu Von í morgun en heimildir Vísis herma að Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, sé skiptabeiðandi í málinu. Það má því leiða líkur að því að málið tengist deilum Arons og eiginkonu hans, Kristbjargar Jónasdóttur, við Kolfinnu Von sem fjallað var um í lok síðasta árs. Deilur þeirra ná aftur til ársins 2016 en komust aftur í hámæli í nóvember síðastliðnum, eftir útgáfu sjálfsævisögu Arons Einars. Í bókinni drap hann á viðskiptum sínum og eiginkonu sinnar við Kolfinnu Von, sem Aron telur hafa hlunnfarið sig í tengslum við fjárfestingu í íslenska fatamerkinu JÖR. Ekkert varð þó af fjárfestingu Arons Einars og Kristbjargar og var JÖR úrskurðað gjalþrota í upphafi árs 2017. Aron segir að samið hafi verið um að félagið myndi kaupa hlut þeirra hjóna af þeim. „Þrátt fyrir það höfum við Kristbjörg hvorki fengið greitt til baka samkvæmt samningnum né fengið að sjá pappíra til útskýringar á hvað varð um peningana. Þau hafa aldrei getað útskýrt það,“ sagði Aron Einar í sjálfsævisögunni. Þar vísaði hann til Kolfinnu Vonar og eiginmanns hennar, athafnamannsins Björns Inga Hrafnssonar. Í samtali við fréttastofu sagðist Björn Ingi ekki vilja tjá sig um málið og vísaði á eiginkonu sína, sem hefur sem fyrr segir ekki svarað símtölum og skilaboðum frá fréttastofunni.Kristbjörg Jónasdóttir kyssir hér eiginmann sinn Aron Einar Gunnarsson áður en hann hélt á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu síðastliðið sumar. Kolfinna Von var í lykilhlutverki í brúðkaupsveislu Arons Einars og Kristbjargar sumarið 2016, nokkrum vikum eftir fimmtán milljóna króna fjárfestinguna sem skilaði engu.VÍSIR/EGILLA„Samstarfið endaði í raun eins illa og það hafði getað, ekki bara með árangurslítilli innheimtu og málaferlum heldur einnig vinslitum. Þetta var og er leiðindamál sem sýnir manni hvað er raunverulega lagt að veði þegar vinir fara saman út í viðskipti,“ skrifaði Aron Einar ennfremur í bók sinni.Ósammála skýringu Arons Kolfinna Von greindi frá sinni hlið á málinu í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í lok nóvember. Þar lýsti hún vonbrigðum sínum með skrif Arons Einars og sagði ekki alls kostar rétt að landsliðsfyrirliðinn og eiginkona hans hafi ekki fengið nein svör. „Staðreyndin er sú að Aron Einar fjárfesti fyrir fimmtán milljónir í einkahlutafélagi sem við vorum að byggja upp. Tíu milljónir af því fóru í lán til JÖR og fimm milljónir vegna kaupa á tískuhátíðinni RFF. Því miður gekk rekstur JÖR ekki upp og félagið fór í þrot og þar með töpuðum við miklum fjármunum. Bæði félagið okkar og við persónulega sem höfðum lagt fjármuni í það,“ skrifaði Kolfinna en minntist þó ekki frekar á þær 5 milljónir sem fóru til tískuhátíðarinnar. Kolfinna sagði að sama skapi að allt hafi verið reynt til að koma til móts við Aron Einar og Kristbjörgu. Það sé hins vegar gömul saga og ný að deilur um peninga geti farið illa með vináttusambönd og þetta sé því miður dæmi um það. „Það er ekki rétt að aldrei hafi fengist svör um það í hvað peningarnir fóru. Þeir fóru í þessi tvö verkefni og lögmaður þeirra hjóna fékk að sjá skrifleg gögn um það,“ skrifaði Kolfinna í færslu sinni þar sem hún birti jafnframt skjáskot úr heimabanka sínum. Þar mátti sjá 15 milljóna króna innlögn frá Aroni Einari 26. maí 2016. Sama dag millifærði hún tíu milljónir á JÖR og fimm milljónir á Joco ehf. Gjaldþrot Tengdar fréttir Kolfinna, Aron Einar og fleiri að eignast hlut í JÖR Opna á aðra JÖR verslun í miðbænum auk þess að stefnt er að sókn á erlendum mörkuðum. 9. júní 2016 10:12 Kolfinna Von segir sárt að deilur um peninga valdi vinslitum Aron Einar segist hafa brennt sig á viðskiptum með Birni Inga Hrafnssyni og Kolfinnu Von eiginkonu hans. 23. nóvember 2018 16:10 Myndir úr brúðkaupi Arons Einars og Kristbjargar: Gleðin skein úr andlitum veislugesta Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu og Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness, gengu í það heilaga í gær. 18. júní 2017 17:14 Guðmundur í Jör segir fjárfesta hafa brugðist Björn Ingi Hrafnsson segir það ekki rétt að til hafi staðið að kaupa hlut í fyrirtækinu, 29. nóvember 2016 05:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Bú Kolfinnu Vonar Arnardóttur, fjárfestis og stjórnanda Reykjavik Fashion Festival, var tekið til gjaldþrotaskipta þann 12. desember síðastliðinn. Heildakröfur í búið liggja ekki fyrir á þessari stundu, en í Lögbirtingablaðinu kemur fram að skiptafundur fari fram þann 12. mars næstkomandi. Fréttastofa hefur ekki náð á Kolfinnu Von í morgun en heimildir Vísis herma að Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, sé skiptabeiðandi í málinu. Það má því leiða líkur að því að málið tengist deilum Arons og eiginkonu hans, Kristbjargar Jónasdóttur, við Kolfinnu Von sem fjallað var um í lok síðasta árs. Deilur þeirra ná aftur til ársins 2016 en komust aftur í hámæli í nóvember síðastliðnum, eftir útgáfu sjálfsævisögu Arons Einars. Í bókinni drap hann á viðskiptum sínum og eiginkonu sinnar við Kolfinnu Von, sem Aron telur hafa hlunnfarið sig í tengslum við fjárfestingu í íslenska fatamerkinu JÖR. Ekkert varð þó af fjárfestingu Arons Einars og Kristbjargar og var JÖR úrskurðað gjalþrota í upphafi árs 2017. Aron segir að samið hafi verið um að félagið myndi kaupa hlut þeirra hjóna af þeim. „Þrátt fyrir það höfum við Kristbjörg hvorki fengið greitt til baka samkvæmt samningnum né fengið að sjá pappíra til útskýringar á hvað varð um peningana. Þau hafa aldrei getað útskýrt það,“ sagði Aron Einar í sjálfsævisögunni. Þar vísaði hann til Kolfinnu Vonar og eiginmanns hennar, athafnamannsins Björns Inga Hrafnssonar. Í samtali við fréttastofu sagðist Björn Ingi ekki vilja tjá sig um málið og vísaði á eiginkonu sína, sem hefur sem fyrr segir ekki svarað símtölum og skilaboðum frá fréttastofunni.Kristbjörg Jónasdóttir kyssir hér eiginmann sinn Aron Einar Gunnarsson áður en hann hélt á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu síðastliðið sumar. Kolfinna Von var í lykilhlutverki í brúðkaupsveislu Arons Einars og Kristbjargar sumarið 2016, nokkrum vikum eftir fimmtán milljóna króna fjárfestinguna sem skilaði engu.VÍSIR/EGILLA„Samstarfið endaði í raun eins illa og það hafði getað, ekki bara með árangurslítilli innheimtu og málaferlum heldur einnig vinslitum. Þetta var og er leiðindamál sem sýnir manni hvað er raunverulega lagt að veði þegar vinir fara saman út í viðskipti,“ skrifaði Aron Einar ennfremur í bók sinni.Ósammála skýringu Arons Kolfinna Von greindi frá sinni hlið á málinu í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í lok nóvember. Þar lýsti hún vonbrigðum sínum með skrif Arons Einars og sagði ekki alls kostar rétt að landsliðsfyrirliðinn og eiginkona hans hafi ekki fengið nein svör. „Staðreyndin er sú að Aron Einar fjárfesti fyrir fimmtán milljónir í einkahlutafélagi sem við vorum að byggja upp. Tíu milljónir af því fóru í lán til JÖR og fimm milljónir vegna kaupa á tískuhátíðinni RFF. Því miður gekk rekstur JÖR ekki upp og félagið fór í þrot og þar með töpuðum við miklum fjármunum. Bæði félagið okkar og við persónulega sem höfðum lagt fjármuni í það,“ skrifaði Kolfinna en minntist þó ekki frekar á þær 5 milljónir sem fóru til tískuhátíðarinnar. Kolfinna sagði að sama skapi að allt hafi verið reynt til að koma til móts við Aron Einar og Kristbjörgu. Það sé hins vegar gömul saga og ný að deilur um peninga geti farið illa með vináttusambönd og þetta sé því miður dæmi um það. „Það er ekki rétt að aldrei hafi fengist svör um það í hvað peningarnir fóru. Þeir fóru í þessi tvö verkefni og lögmaður þeirra hjóna fékk að sjá skrifleg gögn um það,“ skrifaði Kolfinna í færslu sinni þar sem hún birti jafnframt skjáskot úr heimabanka sínum. Þar mátti sjá 15 milljóna króna innlögn frá Aroni Einari 26. maí 2016. Sama dag millifærði hún tíu milljónir á JÖR og fimm milljónir á Joco ehf.
Gjaldþrot Tengdar fréttir Kolfinna, Aron Einar og fleiri að eignast hlut í JÖR Opna á aðra JÖR verslun í miðbænum auk þess að stefnt er að sókn á erlendum mörkuðum. 9. júní 2016 10:12 Kolfinna Von segir sárt að deilur um peninga valdi vinslitum Aron Einar segist hafa brennt sig á viðskiptum með Birni Inga Hrafnssyni og Kolfinnu Von eiginkonu hans. 23. nóvember 2018 16:10 Myndir úr brúðkaupi Arons Einars og Kristbjargar: Gleðin skein úr andlitum veislugesta Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu og Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness, gengu í það heilaga í gær. 18. júní 2017 17:14 Guðmundur í Jör segir fjárfesta hafa brugðist Björn Ingi Hrafnsson segir það ekki rétt að til hafi staðið að kaupa hlut í fyrirtækinu, 29. nóvember 2016 05:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Kolfinna, Aron Einar og fleiri að eignast hlut í JÖR Opna á aðra JÖR verslun í miðbænum auk þess að stefnt er að sókn á erlendum mörkuðum. 9. júní 2016 10:12
Kolfinna Von segir sárt að deilur um peninga valdi vinslitum Aron Einar segist hafa brennt sig á viðskiptum með Birni Inga Hrafnssyni og Kolfinnu Von eiginkonu hans. 23. nóvember 2018 16:10
Myndir úr brúðkaupi Arons Einars og Kristbjargar: Gleðin skein úr andlitum veislugesta Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu og Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness, gengu í það heilaga í gær. 18. júní 2017 17:14
Guðmundur í Jör segir fjárfesta hafa brugðist Björn Ingi Hrafnsson segir það ekki rétt að til hafi staðið að kaupa hlut í fyrirtækinu, 29. nóvember 2016 05:00