„Alrangt“ að Lindex hafi sérstaklega hækkað verð fyrir útsölur Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. janúar 2019 21:41 Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðilar Lindex á Íslandi. Mynd/Lindex Umboðsaðilar Lindex á Íslandi hafna því alfarið að verð í verslunum þeirra hafi verið hækkað á útsölu, líkt og gefið er í skyn í myndbandi sem birt var á Facebook í dag. Verðbreytinguna megi rekja til verðhækkunar sem tilkynnt var um í nóvember síðastliðnum. Í myndbandinu má sjá handskrifaðan verðmiða á vöru í Lindex-verslun. Þegar miðanum er flett sést annað verð undir sem virðist lægra en hitt. Myndbandið hefur hlotið töluverða deilingu á Facebook og virðast notendur margir standa í þeirri trú að verð í Lindex hafi verið hækkað sérstaklega fyrir útsölur í janúar. Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðilar Lindex á Íslandi, segja í samtali við Vísi að slíkt eigi ekki við nokkur rök að styðjast. „Þarna er í raun verið að endurnýja gamla umræðu sem varð í kringum verðhækkun um miðjan nóvember síðastliðinn. Þarna sjást tvö verð, verð fyrir hækkunina í nóvember og eftir hana,“ segir Albert.Skjáskot úr umræddu myndbandi. Hér má sjá flett ofan af verðmiðanum.Skjáskot/FacebookHækkuðu verð í fyrsta sinn frá upphafi Þau segjast ætíð hafa verið mjög opinská hvað varðar verðbreytingar í verslunum sínum og taka fram að verðið hafi lækkað fjórum sinnum frá byrjun árs 2016. Þannig vísa þau í tilkynningu sem send var út til vildarvina Lindex á Íslandi í nóvember þar sem greint var frá fyrirhuguðum verðhækkunum í takt við veikingu krónunnar og mikla hækkun á innkaupakostnaði í kjölfarið. „Við teljum það því ábyrgðarhlutverk, líkt og þegar um gengisstyrkingu er að ræða, að bregðast rétt við þeirri veikingu krónu sem hefur átt sér stað undanfarið með verðbreytingu. […] Það er því með miklum trega að við drögum að hluta til baka þær verðlækkanir sem við höfum tilkynnt um s.l. tvö ár með hækkun verðs í fyrsta sinn frá upphafi um að meðaltali 5,9%,“ segir m.a. í tilkynningunni.Sjá einnig: Lindex lækkar verð vegna styrkingar krónunnar Ekki rétt farið með staðreyndir Albert og Lóa segja verðbreytinguna sem sýnd var í myndbandinu eiga rætur sínar í umræddri verðhækkun. Því sé það beinlínis rangt sem haldið er fram í myndbandinu og í umræðu á samfélagsmiðlum að verð hafi sérstaklega verið hækkað í aðdraganda janúarútsölunnar. „Það var í raun ekkert haldreipi annað til en það sem við gerðum þarna í nóvember. Það að setja þetta upp með þeim hætti að við séum að hækka verð fyrir útsölu er alrangt. Útsölumiðarnir eru allt öðruvísi, þetta er ekki útsöluvara. Þarna er ekki farið rétt með staðreyndir. Okkur þykir það auðvitað miður,“ segir Albert. Neytendur Tengdar fréttir Ár breytinga hjá Lindex Albert Þór Magnússon og Lóa D. Kristjánsdóttir eru umboðsaðilar Lindex á Íslandi. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá starfsfólki Lindex en verslunum Lindex hefur fjölgað um helming á þessu ári. Í ársbyrjun voru 4 Lindex verslanir á Íslandi en nú eru þær orðnar 8, að netverslun meðtalinni. 19. desember 2017 12:00 Lindex lækkar verð vegna styrkingar krónunnar Lindex á Íslandi hefur ákveðið að lækka verð í verslunum sínum um allt að 24 prósent vegna styrkingar krónunnar en verðlækkunin nemur 11 prósentum að meðaltali. 31. mars 2017 11:19 Lindex opnar verslun á Akranesi Lindex hyggst opna verslun í miðbæ Akraness þann 4. nóvember. 13. september 2017 09:43 Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Sjá meira
Umboðsaðilar Lindex á Íslandi hafna því alfarið að verð í verslunum þeirra hafi verið hækkað á útsölu, líkt og gefið er í skyn í myndbandi sem birt var á Facebook í dag. Verðbreytinguna megi rekja til verðhækkunar sem tilkynnt var um í nóvember síðastliðnum. Í myndbandinu má sjá handskrifaðan verðmiða á vöru í Lindex-verslun. Þegar miðanum er flett sést annað verð undir sem virðist lægra en hitt. Myndbandið hefur hlotið töluverða deilingu á Facebook og virðast notendur margir standa í þeirri trú að verð í Lindex hafi verið hækkað sérstaklega fyrir útsölur í janúar. Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðilar Lindex á Íslandi, segja í samtali við Vísi að slíkt eigi ekki við nokkur rök að styðjast. „Þarna er í raun verið að endurnýja gamla umræðu sem varð í kringum verðhækkun um miðjan nóvember síðastliðinn. Þarna sjást tvö verð, verð fyrir hækkunina í nóvember og eftir hana,“ segir Albert.Skjáskot úr umræddu myndbandi. Hér má sjá flett ofan af verðmiðanum.Skjáskot/FacebookHækkuðu verð í fyrsta sinn frá upphafi Þau segjast ætíð hafa verið mjög opinská hvað varðar verðbreytingar í verslunum sínum og taka fram að verðið hafi lækkað fjórum sinnum frá byrjun árs 2016. Þannig vísa þau í tilkynningu sem send var út til vildarvina Lindex á Íslandi í nóvember þar sem greint var frá fyrirhuguðum verðhækkunum í takt við veikingu krónunnar og mikla hækkun á innkaupakostnaði í kjölfarið. „Við teljum það því ábyrgðarhlutverk, líkt og þegar um gengisstyrkingu er að ræða, að bregðast rétt við þeirri veikingu krónu sem hefur átt sér stað undanfarið með verðbreytingu. […] Það er því með miklum trega að við drögum að hluta til baka þær verðlækkanir sem við höfum tilkynnt um s.l. tvö ár með hækkun verðs í fyrsta sinn frá upphafi um að meðaltali 5,9%,“ segir m.a. í tilkynningunni.Sjá einnig: Lindex lækkar verð vegna styrkingar krónunnar Ekki rétt farið með staðreyndir Albert og Lóa segja verðbreytinguna sem sýnd var í myndbandinu eiga rætur sínar í umræddri verðhækkun. Því sé það beinlínis rangt sem haldið er fram í myndbandinu og í umræðu á samfélagsmiðlum að verð hafi sérstaklega verið hækkað í aðdraganda janúarútsölunnar. „Það var í raun ekkert haldreipi annað til en það sem við gerðum þarna í nóvember. Það að setja þetta upp með þeim hætti að við séum að hækka verð fyrir útsölu er alrangt. Útsölumiðarnir eru allt öðruvísi, þetta er ekki útsöluvara. Þarna er ekki farið rétt með staðreyndir. Okkur þykir það auðvitað miður,“ segir Albert.
Neytendur Tengdar fréttir Ár breytinga hjá Lindex Albert Þór Magnússon og Lóa D. Kristjánsdóttir eru umboðsaðilar Lindex á Íslandi. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá starfsfólki Lindex en verslunum Lindex hefur fjölgað um helming á þessu ári. Í ársbyrjun voru 4 Lindex verslanir á Íslandi en nú eru þær orðnar 8, að netverslun meðtalinni. 19. desember 2017 12:00 Lindex lækkar verð vegna styrkingar krónunnar Lindex á Íslandi hefur ákveðið að lækka verð í verslunum sínum um allt að 24 prósent vegna styrkingar krónunnar en verðlækkunin nemur 11 prósentum að meðaltali. 31. mars 2017 11:19 Lindex opnar verslun á Akranesi Lindex hyggst opna verslun í miðbæ Akraness þann 4. nóvember. 13. september 2017 09:43 Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Sjá meira
Ár breytinga hjá Lindex Albert Þór Magnússon og Lóa D. Kristjánsdóttir eru umboðsaðilar Lindex á Íslandi. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá starfsfólki Lindex en verslunum Lindex hefur fjölgað um helming á þessu ári. Í ársbyrjun voru 4 Lindex verslanir á Íslandi en nú eru þær orðnar 8, að netverslun meðtalinni. 19. desember 2017 12:00
Lindex lækkar verð vegna styrkingar krónunnar Lindex á Íslandi hefur ákveðið að lækka verð í verslunum sínum um allt að 24 prósent vegna styrkingar krónunnar en verðlækkunin nemur 11 prósentum að meðaltali. 31. mars 2017 11:19
Lindex opnar verslun á Akranesi Lindex hyggst opna verslun í miðbæ Akraness þann 4. nóvember. 13. september 2017 09:43