Nýr hundrað prósent áfengisskattur í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2019 13:00 HM-bikarinn verður afhentur næst í Katar í desember 2022þ Vísir/Getty Katar heldur heimsmeistarakeppnina í fótbolta eftir fjögur ár og fótboltaáhugafólk mun þá streyma til landsins til að fylgjast með keppninni. Eins og vaninn er á slíkum samkomum þá skálar fólk við flest tækifæri og hefur gaman. Verð á áfengi skiptir því marga mjög miklu máli. Nýjustu fréttir frá Katar eru ekki beint hagstæðar fyrir budduna auk þess að það á enn eftir að koma í ljós hvar verður leyfilegt að drekka á meðan mótinu stendur. Það eru mjög strangar reglur um neyslu áfengis í Katar eins og í öðrum múslimaríkjum. Nú eru stjórnvöld í landinu búin að hækka áfengisskattinn svo sem um munar.Qatar has enacted a 100% tax on all alcohol. Standard bottle of beer in a store goes from $3 to $6. Can’t imagine what that bottle sells for at a stadium if it’s still in place for the 2022 World Cup. https://t.co/cS6MFRfUTr — Darren Rovell (@darrenrovell) January 2, 2019Eini áfengissmásalinn í Katar sendi viðskiptavinum sínum bréf á nýársdag þar sem fram kom að allt áfengi sem verður flutt inn til landsins fær nú á sig nýjan hundrað prósent skatt. Verð á áfengi tvöfaldaðist því um áramótin. Kippa af bjór sem áður kostaði vanalega um þrettán dollara mun nú kosta 26 dollara. 26 dollarar eru rúmlega þrjú þúsund krónur íslenskar. Nú var árið 2019 að renna í garð en HM í fótbolta hefst ekki fyrr í nóvember 2022. Álagningin gæti því hækkað enn frekar á þessum tæpu fjórum árum. Útlendingar mega ekki flytja áfengi inn til landsins og allt áfengi er gert upptækt á flugvellinum í Dóha. Það má heldur ekki drekka opinberlega. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Handbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor lagði upp mark Everton jafnaði metin í uppbótatíma Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Sjá meira
Katar heldur heimsmeistarakeppnina í fótbolta eftir fjögur ár og fótboltaáhugafólk mun þá streyma til landsins til að fylgjast með keppninni. Eins og vaninn er á slíkum samkomum þá skálar fólk við flest tækifæri og hefur gaman. Verð á áfengi skiptir því marga mjög miklu máli. Nýjustu fréttir frá Katar eru ekki beint hagstæðar fyrir budduna auk þess að það á enn eftir að koma í ljós hvar verður leyfilegt að drekka á meðan mótinu stendur. Það eru mjög strangar reglur um neyslu áfengis í Katar eins og í öðrum múslimaríkjum. Nú eru stjórnvöld í landinu búin að hækka áfengisskattinn svo sem um munar.Qatar has enacted a 100% tax on all alcohol. Standard bottle of beer in a store goes from $3 to $6. Can’t imagine what that bottle sells for at a stadium if it’s still in place for the 2022 World Cup. https://t.co/cS6MFRfUTr — Darren Rovell (@darrenrovell) January 2, 2019Eini áfengissmásalinn í Katar sendi viðskiptavinum sínum bréf á nýársdag þar sem fram kom að allt áfengi sem verður flutt inn til landsins fær nú á sig nýjan hundrað prósent skatt. Verð á áfengi tvöfaldaðist því um áramótin. Kippa af bjór sem áður kostaði vanalega um þrettán dollara mun nú kosta 26 dollara. 26 dollarar eru rúmlega þrjú þúsund krónur íslenskar. Nú var árið 2019 að renna í garð en HM í fótbolta hefst ekki fyrr í nóvember 2022. Álagningin gæti því hækkað enn frekar á þessum tæpu fjórum árum. Útlendingar mega ekki flytja áfengi inn til landsins og allt áfengi er gert upptækt á flugvellinum í Dóha. Það má heldur ekki drekka opinberlega.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Handbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor lagði upp mark Everton jafnaði metin í uppbótatíma Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Sjá meira