Skoða í dag hvort hægt verði að taka skýrslu af ökumanninum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. janúar 2019 10:46 Frá vettvangi slyssins á fimmtudag. Adolf Ingi Erlingsson Ekki hefur enn verið hægt að taka skýrslu af ökumanni bílsins sem fór út af brúnni við Núpsvötn síðastliðinn fimmtudag með þeim afleiðingum að þrír létust og fjórir slösuðust alvarlega. Lögreglan mun skoða hvort hægt verði að taka skýrslu af honum í dag að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi. Ökumaðurinn var einn þeirra og liggur hann enn á sjúkrahúsi ásamt bróður sínum og tveimur börnum sem einnig slösuðust alvarlega. Oddur segir fólkið á batavegi eftir því sem hann best viti. Eiginkonur bræðranna létust í slysinu sem og 11 mánaða gömul dóttir annarra hjónanna. Fólkið er allt frá Bretlandi og var á ferðalagi hér á landi. Rannsókn lögreglu á slysinu er enn í gangi. Oddur segir að verið sé að vinna úr þeim gögnum sem aflað var og þá fer fram krufning á þeim sem létust.Þrír breskir ferðamenn, tveir fullorðnir og eitt barn, létu lífið þegar bílaleigubíll þeirra fór fram af brúnni og féll um sex metra niður af henni.Vísir/JóhannTilkynnt um ísingu bæði austan og vestan við brúna Aðspurður hvort eitthvað hafi komið út úr þeim hluta rannsóknarinnar sem snýr að notkun öryggisbelta í bílnum og svo aðstæðum á brúnni þegar slysið varð, hvort þar hafi verið hálka eða ísing, segir Oddur það enn til skoðunar. „Eins og kom fram í fréttatilkynningu frá okkur þá er notkun öryggisbúnaðar eitt af því sem er til rannsóknar, meðal annars við rannsókn á ökutæki. Þetta kemur líka inn þegar það er verið að taka framburð af ökumanni og farþega og það er eitthvað sem kemur í ljós líka við krufningu hvort það séu áverkamerki eftir öryggisbelti á þeim látnu,“ segir Oddur. Þá segir að hann þeir sem hafi farið á vettvang slyssins hafi tilkynnt um ísingu bæði austan og vestan við vettvanginn. „En það er ekki hægt að segja með fullri vissu hvort það hafi verið ísing á þeim stað þar sem slysið verður eða ekki,“ segir Oddur.Allt að ár í lokaskýrslu rannsóknarnefndarinnar Spurður út í umfang rannsóknarinnar og hversu langur tími sé eftir af henni segir Oddur að rannsóknir á banaslysum í umferðinni taki venjulega um mánuð. Þær upplýsingar fengust hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa að enn sé verið að safna gögnum vegna slyssins. Það geti tekið allt upp í ár þar til niðurstöður nefndarinnar verði gerðar opinberar en ef nefndin telur ástæðu til að ráðast í úrbætur vegna þá verði gefin út bráðabirgðaskýrsla. Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Stúlkan sem lést ekki orðin eins árs Tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi vegna banaslyssins við Núpsvötn. 28. desember 2018 11:24 Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35 Börnin tvö á batavegi Börnin tvö sem slösuðust þegar bifreið fór út af brúnni yfir Núpsvötn eru á batavegi, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni´á Suðurlandi. 29. desember 2018 14:18 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Ekki hefur enn verið hægt að taka skýrslu af ökumanni bílsins sem fór út af brúnni við Núpsvötn síðastliðinn fimmtudag með þeim afleiðingum að þrír létust og fjórir slösuðust alvarlega. Lögreglan mun skoða hvort hægt verði að taka skýrslu af honum í dag að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi. Ökumaðurinn var einn þeirra og liggur hann enn á sjúkrahúsi ásamt bróður sínum og tveimur börnum sem einnig slösuðust alvarlega. Oddur segir fólkið á batavegi eftir því sem hann best viti. Eiginkonur bræðranna létust í slysinu sem og 11 mánaða gömul dóttir annarra hjónanna. Fólkið er allt frá Bretlandi og var á ferðalagi hér á landi. Rannsókn lögreglu á slysinu er enn í gangi. Oddur segir að verið sé að vinna úr þeim gögnum sem aflað var og þá fer fram krufning á þeim sem létust.Þrír breskir ferðamenn, tveir fullorðnir og eitt barn, létu lífið þegar bílaleigubíll þeirra fór fram af brúnni og féll um sex metra niður af henni.Vísir/JóhannTilkynnt um ísingu bæði austan og vestan við brúna Aðspurður hvort eitthvað hafi komið út úr þeim hluta rannsóknarinnar sem snýr að notkun öryggisbelta í bílnum og svo aðstæðum á brúnni þegar slysið varð, hvort þar hafi verið hálka eða ísing, segir Oddur það enn til skoðunar. „Eins og kom fram í fréttatilkynningu frá okkur þá er notkun öryggisbúnaðar eitt af því sem er til rannsóknar, meðal annars við rannsókn á ökutæki. Þetta kemur líka inn þegar það er verið að taka framburð af ökumanni og farþega og það er eitthvað sem kemur í ljós líka við krufningu hvort það séu áverkamerki eftir öryggisbelti á þeim látnu,“ segir Oddur. Þá segir að hann þeir sem hafi farið á vettvang slyssins hafi tilkynnt um ísingu bæði austan og vestan við vettvanginn. „En það er ekki hægt að segja með fullri vissu hvort það hafi verið ísing á þeim stað þar sem slysið verður eða ekki,“ segir Oddur.Allt að ár í lokaskýrslu rannsóknarnefndarinnar Spurður út í umfang rannsóknarinnar og hversu langur tími sé eftir af henni segir Oddur að rannsóknir á banaslysum í umferðinni taki venjulega um mánuð. Þær upplýsingar fengust hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa að enn sé verið að safna gögnum vegna slyssins. Það geti tekið allt upp í ár þar til niðurstöður nefndarinnar verði gerðar opinberar en ef nefndin telur ástæðu til að ráðast í úrbætur vegna þá verði gefin út bráðabirgðaskýrsla.
Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Stúlkan sem lést ekki orðin eins árs Tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi vegna banaslyssins við Núpsvötn. 28. desember 2018 11:24 Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35 Börnin tvö á batavegi Börnin tvö sem slösuðust þegar bifreið fór út af brúnni yfir Núpsvötn eru á batavegi, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni´á Suðurlandi. 29. desember 2018 14:18 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Stúlkan sem lést ekki orðin eins árs Tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi vegna banaslyssins við Núpsvötn. 28. desember 2018 11:24
Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35
Börnin tvö á batavegi Börnin tvö sem slösuðust þegar bifreið fór út af brúnni yfir Núpsvötn eru á batavegi, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni´á Suðurlandi. 29. desember 2018 14:18