Á sama stað á sama tíma að ári Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. janúar 2019 08:30 Lítið gengur hjá Marco Silva og félögum sem hafa aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum sínum. Vísir/EPA Hjá Everton byrjaði árið 2019 eins og árið 2018 endaði; með tapi. Leicester City gerði góða ferð til Liverpool í gær og vann 0-1 útisigur á Everton. Jamie Vardy skoraði eina mark leiksins sem var jafnframt fyrsta mark ársins 2019 í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var fjórða tap Everton í síðustu fimm leikjum og uppskeran í síðustu átta leikjum er aðeins fimm stig. Eftir 21 leik er Everton með 27 stig, jafn mörg og á sama tíma á síðasta tímabili. Líkt og í fyrra hefur Everton unnið sjö leiki, gert sex jafntefli og tapað átta leikjum. Liðið er í 10. sæti deildarinnar og gæti hrapað enn lengra niður töfluna eftir leiki dagsins. Síðasta tímabil var skrautlegt hjá Everton. Eftir slaka byrjun var Ronald Koeman sagt upp og eftir langa leit var Sam Allardyce ráðinn í hans stað. Stóri Sam stýrði Everton-skútunni í örugga höfn en var afar óvinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins og það kom því lítið á óvart að hann fékk ekki að halda áfram með liðið. Við tók Portúgalinn Marco Silva sem Everton reyndi að fá þegar Koeman var rekinn. Silva kom fyrst í enska boltann þegar hann tók við Hull City í erfiðri stöðu í janúar 2017. Liðið féll en spilamennska þess undir stjórn Silvas var nóg til að forráðamenn Watford leituðu til hans um sumarið. Watford byrjaði tímabilið af krafti en halla fór undan fæti um svipað leyti og Everton byrjaði að sýna Silva áhuga. Eftir að hafa aðeins fengið fimm stig úr tíu deildarleikjum var Silva rekinn frá Watford í janúar 2018. Forráðamenn Everton sáu fram á betri tíð með draumastjórann í brúnni en það hefur ekki gengið eftir. Allavega ekki enn. Everton er sókndjarfara en á síðasta tímabili og hefur skorað sex mörkum meira en á sama tíma í fyrra en vörnin er hriplek og Everton hefur aðeins haldið fjórum sinnum hreinu á tímabilinu. Everton fór rólega af stað en var komið á gott ról þegar það mætti Liverpool á Anfield 2. desember. Allt stefndi í markalaust jafntefli en þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Divock Origi sigurmark Liverpool eftir slæm mistök Jordans Pickford í marki Everton. Eftir þennan dramatíska grannaslag hefur allt loft farið úr Everton-blöðrunni og aðeins einn sigur komið í hús. Fíflagangurinn hjá enska landsliðsmarkverðinum virðist hafa slegið strákana hans Silva út af laginu. Nokkrir leikmenn Everton hafa átt gott tímabil (Gylfi Þór Sigurðsson, Richarlison og Lucas Digne) en árangur liðsins er ekki merkilegur og framfarirnar frá síðasta tímabili ekki nógu miklar. Silva hefur nú stýrt liðum í 63 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Tuttugu þeirra hafa unnist, 14 endað með jafntefli og 29 tapast. Markatalan er 84-111. Everton lagði mikið í að fá Silva en hann á enn eftir að standa undir þeim miklu væntingum sem til hans voru gerðar á Goodison Park. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Sjá meira
Hjá Everton byrjaði árið 2019 eins og árið 2018 endaði; með tapi. Leicester City gerði góða ferð til Liverpool í gær og vann 0-1 útisigur á Everton. Jamie Vardy skoraði eina mark leiksins sem var jafnframt fyrsta mark ársins 2019 í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var fjórða tap Everton í síðustu fimm leikjum og uppskeran í síðustu átta leikjum er aðeins fimm stig. Eftir 21 leik er Everton með 27 stig, jafn mörg og á sama tíma á síðasta tímabili. Líkt og í fyrra hefur Everton unnið sjö leiki, gert sex jafntefli og tapað átta leikjum. Liðið er í 10. sæti deildarinnar og gæti hrapað enn lengra niður töfluna eftir leiki dagsins. Síðasta tímabil var skrautlegt hjá Everton. Eftir slaka byrjun var Ronald Koeman sagt upp og eftir langa leit var Sam Allardyce ráðinn í hans stað. Stóri Sam stýrði Everton-skútunni í örugga höfn en var afar óvinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins og það kom því lítið á óvart að hann fékk ekki að halda áfram með liðið. Við tók Portúgalinn Marco Silva sem Everton reyndi að fá þegar Koeman var rekinn. Silva kom fyrst í enska boltann þegar hann tók við Hull City í erfiðri stöðu í janúar 2017. Liðið féll en spilamennska þess undir stjórn Silvas var nóg til að forráðamenn Watford leituðu til hans um sumarið. Watford byrjaði tímabilið af krafti en halla fór undan fæti um svipað leyti og Everton byrjaði að sýna Silva áhuga. Eftir að hafa aðeins fengið fimm stig úr tíu deildarleikjum var Silva rekinn frá Watford í janúar 2018. Forráðamenn Everton sáu fram á betri tíð með draumastjórann í brúnni en það hefur ekki gengið eftir. Allavega ekki enn. Everton er sókndjarfara en á síðasta tímabili og hefur skorað sex mörkum meira en á sama tíma í fyrra en vörnin er hriplek og Everton hefur aðeins haldið fjórum sinnum hreinu á tímabilinu. Everton fór rólega af stað en var komið á gott ról þegar það mætti Liverpool á Anfield 2. desember. Allt stefndi í markalaust jafntefli en þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Divock Origi sigurmark Liverpool eftir slæm mistök Jordans Pickford í marki Everton. Eftir þennan dramatíska grannaslag hefur allt loft farið úr Everton-blöðrunni og aðeins einn sigur komið í hús. Fíflagangurinn hjá enska landsliðsmarkverðinum virðist hafa slegið strákana hans Silva út af laginu. Nokkrir leikmenn Everton hafa átt gott tímabil (Gylfi Þór Sigurðsson, Richarlison og Lucas Digne) en árangur liðsins er ekki merkilegur og framfarirnar frá síðasta tímabili ekki nógu miklar. Silva hefur nú stýrt liðum í 63 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Tuttugu þeirra hafa unnist, 14 endað með jafntefli og 29 tapast. Markatalan er 84-111. Everton lagði mikið í að fá Silva en hann á enn eftir að standa undir þeim miklu væntingum sem til hans voru gerðar á Goodison Park.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Sjá meira