Á sama stað á sama tíma að ári Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. janúar 2019 08:30 Lítið gengur hjá Marco Silva og félögum sem hafa aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum sínum. Vísir/EPA Hjá Everton byrjaði árið 2019 eins og árið 2018 endaði; með tapi. Leicester City gerði góða ferð til Liverpool í gær og vann 0-1 útisigur á Everton. Jamie Vardy skoraði eina mark leiksins sem var jafnframt fyrsta mark ársins 2019 í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var fjórða tap Everton í síðustu fimm leikjum og uppskeran í síðustu átta leikjum er aðeins fimm stig. Eftir 21 leik er Everton með 27 stig, jafn mörg og á sama tíma á síðasta tímabili. Líkt og í fyrra hefur Everton unnið sjö leiki, gert sex jafntefli og tapað átta leikjum. Liðið er í 10. sæti deildarinnar og gæti hrapað enn lengra niður töfluna eftir leiki dagsins. Síðasta tímabil var skrautlegt hjá Everton. Eftir slaka byrjun var Ronald Koeman sagt upp og eftir langa leit var Sam Allardyce ráðinn í hans stað. Stóri Sam stýrði Everton-skútunni í örugga höfn en var afar óvinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins og það kom því lítið á óvart að hann fékk ekki að halda áfram með liðið. Við tók Portúgalinn Marco Silva sem Everton reyndi að fá þegar Koeman var rekinn. Silva kom fyrst í enska boltann þegar hann tók við Hull City í erfiðri stöðu í janúar 2017. Liðið féll en spilamennska þess undir stjórn Silvas var nóg til að forráðamenn Watford leituðu til hans um sumarið. Watford byrjaði tímabilið af krafti en halla fór undan fæti um svipað leyti og Everton byrjaði að sýna Silva áhuga. Eftir að hafa aðeins fengið fimm stig úr tíu deildarleikjum var Silva rekinn frá Watford í janúar 2018. Forráðamenn Everton sáu fram á betri tíð með draumastjórann í brúnni en það hefur ekki gengið eftir. Allavega ekki enn. Everton er sókndjarfara en á síðasta tímabili og hefur skorað sex mörkum meira en á sama tíma í fyrra en vörnin er hriplek og Everton hefur aðeins haldið fjórum sinnum hreinu á tímabilinu. Everton fór rólega af stað en var komið á gott ról þegar það mætti Liverpool á Anfield 2. desember. Allt stefndi í markalaust jafntefli en þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Divock Origi sigurmark Liverpool eftir slæm mistök Jordans Pickford í marki Everton. Eftir þennan dramatíska grannaslag hefur allt loft farið úr Everton-blöðrunni og aðeins einn sigur komið í hús. Fíflagangurinn hjá enska landsliðsmarkverðinum virðist hafa slegið strákana hans Silva út af laginu. Nokkrir leikmenn Everton hafa átt gott tímabil (Gylfi Þór Sigurðsson, Richarlison og Lucas Digne) en árangur liðsins er ekki merkilegur og framfarirnar frá síðasta tímabili ekki nógu miklar. Silva hefur nú stýrt liðum í 63 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Tuttugu þeirra hafa unnist, 14 endað með jafntefli og 29 tapast. Markatalan er 84-111. Everton lagði mikið í að fá Silva en hann á enn eftir að standa undir þeim miklu væntingum sem til hans voru gerðar á Goodison Park. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Hjá Everton byrjaði árið 2019 eins og árið 2018 endaði; með tapi. Leicester City gerði góða ferð til Liverpool í gær og vann 0-1 útisigur á Everton. Jamie Vardy skoraði eina mark leiksins sem var jafnframt fyrsta mark ársins 2019 í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var fjórða tap Everton í síðustu fimm leikjum og uppskeran í síðustu átta leikjum er aðeins fimm stig. Eftir 21 leik er Everton með 27 stig, jafn mörg og á sama tíma á síðasta tímabili. Líkt og í fyrra hefur Everton unnið sjö leiki, gert sex jafntefli og tapað átta leikjum. Liðið er í 10. sæti deildarinnar og gæti hrapað enn lengra niður töfluna eftir leiki dagsins. Síðasta tímabil var skrautlegt hjá Everton. Eftir slaka byrjun var Ronald Koeman sagt upp og eftir langa leit var Sam Allardyce ráðinn í hans stað. Stóri Sam stýrði Everton-skútunni í örugga höfn en var afar óvinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins og það kom því lítið á óvart að hann fékk ekki að halda áfram með liðið. Við tók Portúgalinn Marco Silva sem Everton reyndi að fá þegar Koeman var rekinn. Silva kom fyrst í enska boltann þegar hann tók við Hull City í erfiðri stöðu í janúar 2017. Liðið féll en spilamennska þess undir stjórn Silvas var nóg til að forráðamenn Watford leituðu til hans um sumarið. Watford byrjaði tímabilið af krafti en halla fór undan fæti um svipað leyti og Everton byrjaði að sýna Silva áhuga. Eftir að hafa aðeins fengið fimm stig úr tíu deildarleikjum var Silva rekinn frá Watford í janúar 2018. Forráðamenn Everton sáu fram á betri tíð með draumastjórann í brúnni en það hefur ekki gengið eftir. Allavega ekki enn. Everton er sókndjarfara en á síðasta tímabili og hefur skorað sex mörkum meira en á sama tíma í fyrra en vörnin er hriplek og Everton hefur aðeins haldið fjórum sinnum hreinu á tímabilinu. Everton fór rólega af stað en var komið á gott ról þegar það mætti Liverpool á Anfield 2. desember. Allt stefndi í markalaust jafntefli en þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Divock Origi sigurmark Liverpool eftir slæm mistök Jordans Pickford í marki Everton. Eftir þennan dramatíska grannaslag hefur allt loft farið úr Everton-blöðrunni og aðeins einn sigur komið í hús. Fíflagangurinn hjá enska landsliðsmarkverðinum virðist hafa slegið strákana hans Silva út af laginu. Nokkrir leikmenn Everton hafa átt gott tímabil (Gylfi Þór Sigurðsson, Richarlison og Lucas Digne) en árangur liðsins er ekki merkilegur og framfarirnar frá síðasta tímabili ekki nógu miklar. Silva hefur nú stýrt liðum í 63 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Tuttugu þeirra hafa unnist, 14 endað með jafntefli og 29 tapast. Markatalan er 84-111. Everton lagði mikið í að fá Silva en hann á enn eftir að standa undir þeim miklu væntingum sem til hans voru gerðar á Goodison Park.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira