Erfitt að fá verktaka í óhagnaðardrifin verk Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. janúar 2019 19:00 Íbúðafélaginu Bjargi hefur reynst erfitt að hanna ódýrar íbúðir á þéttingarreitum í borginni. Félagið hefur þurft að skila lóð vegna kostnaðar og hönnunarvinna við íbúðir á Kirkjusandsreitnum hefur staðið yfir í tæpt ár. Á meðan er félag sem keypti lóð á reitnum á sama tíma komið langt á veg í framkvæmdum. Félagið 105 Miðborg á fjóra reiti á Kirkjusandslóðinni og byggir þar hótel og lúxusíbúðir. Til stendur að afhenda um 130 íbúðir úr fyrsta áfanga eftir um það bil ár. Íbúðafélagið Bjarg, sem á að tryggja tekjulágum félagsmönnum ASÍ eða BSRB íbúðir á hagstæðu verði, á tvö reiti. Félagið á rétt á stofnframlagi frá ríki og borg við framkvæmdir sem þessar, en það nemur allt að 44% af stofnkostnaði íbúðar. Restina fjármagnar félagið.Íbúðir sem félagið 105 Miðborg er að byggja við sjávarsíðuna. Byggingin er hönnuð af Schmidt Hammer Lassen, sem hannaði m.a. Skuggahverfið.Í lögum um almennar íbúðir, sem íbúðir Bjargs heyra undir, segir að leigufjárhæð skuli ákveðin þannig að rekstur eiganda þeirra sé sjálfbær. Greiðslubyrði leigu hjá Bjargi á hins vegar að jafnaði ekki að fara umfram fjórðung af heildartekjum leigutaka, sem einnig eru með tekjur undir ákveðnu viðmiði. Þar sem framkvæmdir eru dýrar á þéttingarreitum getur reynst erfitt að láta dæmið ganga upp. Hönnunarferlið hefur því tekið tæpt ár hjá Bjargi en félagið skilaði loks inn fyrstu teikningum til byggingafulltrúa í vikunni.„Staðan er þannig að við erum komnir á fjórða verktaka núna í samtal sem loksins treystir sér til þess að byggja og þróa með okkur lausnir til þess að verkefnið geti orðið að veruleika," segir Þröstur Bjarnason, verkefnastjóri hjá Bjargi. Þetta tókst með því að draga úr fermetrafjölda í hverri íbúð sem verða allt frá rúmum þrjátíu fermetrum. „Við þurfum að vísu að gera bílakjallara sem er mjög slæmt. En plássið ofanjarðar er ekki nóg þannig við verðum að fara ofan í jörð. Og það eykur leiguverðið til okkar leigjenda," segir Þröstur.Þröstur Bjarnason, verkefnastjóri hjá Bjargi.Bjarg hefur skilað tveimur lóðum í Hafnarfirði og Nauthólsvík og til greina kom að skila lóðinni á Kirkjusandsreitnum. „Það kom til tals í þessu ferli en það er hins vegar mikil krafa í þessu verkefni að þetta sé blönduð byggð. Að þessi verkefni séu á sem flestum stöðum í borginni en ekki öll á sama stað í úthverfi," segir Þröstur. Krafa borgarinnar um félagslega blöndun á þéttingarreitum hefur verið skýr. Þröstur telur því að slaka mætti á ýmsum dýrum kröfum í byggingarreglugerð fyrir hagkvæmar íbúðir, líkt og hljóðkröfum og um kröfum almennt aðgengi. „Að það séu ekki gerðar kröfur til þess að okkar hús séu bara alveg eins og stóru dýru húsin sem eru við hliðina á okkur." Húsnæðismál Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Íbúðafélaginu Bjargi hefur reynst erfitt að hanna ódýrar íbúðir á þéttingarreitum í borginni. Félagið hefur þurft að skila lóð vegna kostnaðar og hönnunarvinna við íbúðir á Kirkjusandsreitnum hefur staðið yfir í tæpt ár. Á meðan er félag sem keypti lóð á reitnum á sama tíma komið langt á veg í framkvæmdum. Félagið 105 Miðborg á fjóra reiti á Kirkjusandslóðinni og byggir þar hótel og lúxusíbúðir. Til stendur að afhenda um 130 íbúðir úr fyrsta áfanga eftir um það bil ár. Íbúðafélagið Bjarg, sem á að tryggja tekjulágum félagsmönnum ASÍ eða BSRB íbúðir á hagstæðu verði, á tvö reiti. Félagið á rétt á stofnframlagi frá ríki og borg við framkvæmdir sem þessar, en það nemur allt að 44% af stofnkostnaði íbúðar. Restina fjármagnar félagið.Íbúðir sem félagið 105 Miðborg er að byggja við sjávarsíðuna. Byggingin er hönnuð af Schmidt Hammer Lassen, sem hannaði m.a. Skuggahverfið.Í lögum um almennar íbúðir, sem íbúðir Bjargs heyra undir, segir að leigufjárhæð skuli ákveðin þannig að rekstur eiganda þeirra sé sjálfbær. Greiðslubyrði leigu hjá Bjargi á hins vegar að jafnaði ekki að fara umfram fjórðung af heildartekjum leigutaka, sem einnig eru með tekjur undir ákveðnu viðmiði. Þar sem framkvæmdir eru dýrar á þéttingarreitum getur reynst erfitt að láta dæmið ganga upp. Hönnunarferlið hefur því tekið tæpt ár hjá Bjargi en félagið skilaði loks inn fyrstu teikningum til byggingafulltrúa í vikunni.„Staðan er þannig að við erum komnir á fjórða verktaka núna í samtal sem loksins treystir sér til þess að byggja og þróa með okkur lausnir til þess að verkefnið geti orðið að veruleika," segir Þröstur Bjarnason, verkefnastjóri hjá Bjargi. Þetta tókst með því að draga úr fermetrafjölda í hverri íbúð sem verða allt frá rúmum þrjátíu fermetrum. „Við þurfum að vísu að gera bílakjallara sem er mjög slæmt. En plássið ofanjarðar er ekki nóg þannig við verðum að fara ofan í jörð. Og það eykur leiguverðið til okkar leigjenda," segir Þröstur.Þröstur Bjarnason, verkefnastjóri hjá Bjargi.Bjarg hefur skilað tveimur lóðum í Hafnarfirði og Nauthólsvík og til greina kom að skila lóðinni á Kirkjusandsreitnum. „Það kom til tals í þessu ferli en það er hins vegar mikil krafa í þessu verkefni að þetta sé blönduð byggð. Að þessi verkefni séu á sem flestum stöðum í borginni en ekki öll á sama stað í úthverfi," segir Þröstur. Krafa borgarinnar um félagslega blöndun á þéttingarreitum hefur verið skýr. Þröstur telur því að slaka mætti á ýmsum dýrum kröfum í byggingarreglugerð fyrir hagkvæmar íbúðir, líkt og hljóðkröfum og um kröfum almennt aðgengi. „Að það séu ekki gerðar kröfur til þess að okkar hús séu bara alveg eins og stóru dýru húsin sem eru við hliðina á okkur."
Húsnæðismál Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent