Innlent

Skilnuðum fækkaði lítillega milli ára

Atli Ísleifsson skrifar
Af þeim 352 einstaklingum sem stofnuðu til hjúskapar í síðasta mánuði gengu 136 í hjúskap hjá sýslumanni.
Af þeim 352 einstaklingum sem stofnuðu til hjúskapar í síðasta mánuði gengu 136 í hjúskap hjá sýslumanni. Fréttablaðið/Valli
Alls gengu 3.979 einstaklingar í hjónaband á síðasta ári og er fjöldinn svipaður þeim sem var árið 2017 þegar þeir voru 3.941. Á síðasta ári skildu 1.276 einstaklingar samanborið við 1.375 á árinu 2017.

Þetta kemur fram í frétt á vef Þjóðskrár.

„Samkvæmt skráningu í Þjóðskrá Íslands stofnuðu 352 einstaklingar til hjúskapar í desember sl.  en 90 einstaklingar skildu.

Hjúskapur

Af þeim 352 einstaklingum sem stofnuðu til hjúskapar í síðasta mánuði gengu 136 í hjúskap hjá sýslumanni (38,6%), 176 giftu sig í Þjóðkirkjunni (50%), 38 einstaklingar gengu í hjúskap í trúfélagi utan þjóðkirkju (10,8%) og 2 einstaklingar giftu sig erlendis.

Alls hafa 3.979 einstaklingar gengið í hjónaband á síðasta ári samanborið við 3.941  á árinu 2017. 

Skilnaðir

Alls 90 einstaklingar skildu í desember og allir skilnaðir voru framkvæmdir hjá sýslumanni. 

Á síðasta ári skildu 1.276 einstaklingar sama[n]borið við 1.375 á árinu 2017,“ segir í fréttinni.

Þjóðskrá



Fleiri fréttir

Sjá meira


×