Hagfræðideild Landsbankans segist hafa gert ráð fyrir, í ljósi þess að húsnæðismarkaðurinn „fór rólega af stað“ í upphafi síðasta árs, að hækkun húsnæðisverðs yrði um 4,3% á ársgrundvelli. Verðhækkanir á síðari hluta ársins hafi þó verið meiri en áætlun hagfræðideildarinnar gerði ráð fyrir - „og því er spá okkar töluvert undir raunverulegri hækkun.“ Engu að síður voru töluvert færri viðskipti með íbúðarhúsnæði í desember en í sama mánuði árið á undan, 413 viðskipti árið 2017 samanborið við 268 í fyrra. Engu að síður fjölgaði viðskiptum sé litið yfir árið 2018 í heild.
Kjaraviðræður orsakavaldur?
Þrátt fyrir verulega minni verðhækkanir á árinu en fyrri ár hefur raunverð íbúðarhúsnæðis verið nokkuð stöðugt. Í því samhengi nefnir hagfræðideildin að raunverð íbúðarhúsnæðis hafi aldrei verið hærra en í síðastliðnum nóvember.„Það hefur orðið mikil breyting á fasteignamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu á síðustu misserum, en kannski eru merki um að þróunin sé heldur að snúast við. Óvissa eins og nú ríkir í tengslum við kjarasamninga verður oft til þess að fólk kýs að bíða og sjá hvernig mál þróast. Mögulega er raunin að verða sú nú í upphafi ársins 2019,“ segir jafnframt í Hagsjánni sem nálgast má í heild sinni hér.