Corbyn hundsaði boð May um viðræður Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. janúar 2019 07:15 Jeremy Corbyn á fundi í Hastings í gær. Nordicphotos/AFP Viðræðurnar sem Theresa May átti í gær og fyrrakvöld við leiðtoga flokka á þingi eru sýndarmennskan ein ef hún tekur ekki möguleika á samningslausri útgöngu úr ESB af borðinu. Þetta segir Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. Corbyn hefur talað gegn samningslausri útgöngu en sú niðurstaða varð líklegri þegar breska þingið hafnaði samningnum sem ríkisstjórnin hafði gert við ESB. Tap May á þriðjudag var það stærsta í sögu bresks lýðræðis. May hefur áður neitað að slá samningslausa útgöngu út af borðinu. Corbyn sagði að ef May geri það ekki sé hún að tefja. Þingið muni neyðast til að samþykkja samning hennar þegar nær dregur til að komast hjá samningslausri útgöngu. Þótt Corbyn lítist ekki á viðræðurnar átti May fjölda funda í gær. Meðal annars með Ian Blackford, þingflokksformanni Skoska þjóðarflokksins (SNP), hörðum Brexit-sinnum í Íhaldsflokknum, Vincent Cable, formanni Frjálslyndra Demókrata, og leiðtogum Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP). Með fundunum vonast hún til þess að komast að því hvað vantar upp á svo þingið geti samþykkt samning hennar. Í kjölfarið heldur hún til Brussel. „Vilji forsætisráðherrans til þess að ræða smáatriði þessa máls gleður mig,“ sagði Cable. May leggur fram áætlun stjórnarinnar um næstu skref á mánudag. Þá munu þingmenn geta gert breytingartillögur. Kosið verður um áætlunina og breytingartillögur á þriðjudag. Skammur tími er til stefnu. Formlegur útgöngudagur er 29. mars. Þingið vill ekki samning May, ESB segir það eina samninginn í boði og enginn vill samningslausa útgöngu. Hægt er að fresta útgöngudegi en það hefur stjórnin ekki viljað. Hefur þess í stað talað um það sem skyldu sína að uppfylla þá kröfu Breta úr þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016. Bretar þurfa að komast að samkomulagi sem fyrst, vilji þeir afstýra samningslausri útgöngu. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Viðræðurnar sem Theresa May átti í gær og fyrrakvöld við leiðtoga flokka á þingi eru sýndarmennskan ein ef hún tekur ekki möguleika á samningslausri útgöngu úr ESB af borðinu. Þetta segir Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. Corbyn hefur talað gegn samningslausri útgöngu en sú niðurstaða varð líklegri þegar breska þingið hafnaði samningnum sem ríkisstjórnin hafði gert við ESB. Tap May á þriðjudag var það stærsta í sögu bresks lýðræðis. May hefur áður neitað að slá samningslausa útgöngu út af borðinu. Corbyn sagði að ef May geri það ekki sé hún að tefja. Þingið muni neyðast til að samþykkja samning hennar þegar nær dregur til að komast hjá samningslausri útgöngu. Þótt Corbyn lítist ekki á viðræðurnar átti May fjölda funda í gær. Meðal annars með Ian Blackford, þingflokksformanni Skoska þjóðarflokksins (SNP), hörðum Brexit-sinnum í Íhaldsflokknum, Vincent Cable, formanni Frjálslyndra Demókrata, og leiðtogum Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP). Með fundunum vonast hún til þess að komast að því hvað vantar upp á svo þingið geti samþykkt samning hennar. Í kjölfarið heldur hún til Brussel. „Vilji forsætisráðherrans til þess að ræða smáatriði þessa máls gleður mig,“ sagði Cable. May leggur fram áætlun stjórnarinnar um næstu skref á mánudag. Þá munu þingmenn geta gert breytingartillögur. Kosið verður um áætlunina og breytingartillögur á þriðjudag. Skammur tími er til stefnu. Formlegur útgöngudagur er 29. mars. Þingið vill ekki samning May, ESB segir það eina samninginn í boði og enginn vill samningslausa útgöngu. Hægt er að fresta útgöngudegi en það hefur stjórnin ekki viljað. Hefur þess í stað talað um það sem skyldu sína að uppfylla þá kröfu Breta úr þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016. Bretar þurfa að komast að samkomulagi sem fyrst, vilji þeir afstýra samningslausri útgöngu.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira