Breyting á klukku myndi bæta svefninn Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2019 08:15 Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og nýdoktor við Háskólann í Reykjavík, hefur rannsakað svefn mikið og er meðal annars stjórnarformaður og stofnandi Betri svefns. Meðan við sofum fer fram ýmis viðgerðarstarfsemi. Líkaminn byggir þá upp alls kyns efni, prótein og fleira sem við notum í vöku. Einnig vinnur líkaminn að því að gera við frumur. Svefn gegnir einnig því mikil væga hlutverki að mynda vaxtar hormón, sem hjálpar sérstaklega börnum og unglingum að vaxa en einnig fullorðnum við það að draga úr hrukkum og fleira. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og nýdoktor við Háskólann í Reykjavík, hefur rannsakað svefn mikið og er meðal annars stjórnarformaður og stofnandi Betri svefns. Hún er ein af þeim sem skiluðu nýlega skýrslu til ráðherra um breytingu klukkunnar á Íslandi. Erla segir umræðuna um breytingu klukkunnar oft á villigötum og jafnvel gæti misskilnings um hvað sé verið að skoða. „Við erum vanaföst þjóð og gjarnan hrædd við breytingar. Það er svo áhugavert að hlusta á þessa umræðu varðandi klukkuna. Það sem málið snýst um er að breyta klukkunni einu sinni, seinka henni um klukkustund, og svo aldrei meir. Margir halda að það sé verið að tala um að taka upp tvískiptan tíma og að klukkan hefði sumar- og vetrar-tíma en það er ekki svo. Rannsóknir hafa verið að sýna það í auknum mæli að það sé ekki heilsusamlegt og reyndar er Evrópusambandið að skoða það að taka út tvískiptan tíma,“ segir Erla. „Ég held að fólk myndi taka eftir þessu í tvo, þrjá daga og svo myndi þetta gleymast fyrir utan vonandi þau jákvæðu áhrif sem við teljum að þessi breyting gæti haft fyrir svefnvenjur Íslendinga. Ef við náum að bæta svefn, bæta til dæmis hálftíma við svefn hjá ungu fólki, hvað erum við að spara samfélaginu mikið á því? Hvað kostar þetta svefnleysi okkur? Þetta er eitt dýrasta vandamál í heiminum og við erum að tala um það að kannski þriðji hver maður sé svefnlaus.“ Rökin á móti klukkunni eru þau að það verði minni birta seinnipartinn. En miðað við birtuskilyrði yfir svartasta skammdegið skiptir litlu máli hvort vinnudagurinn sé til klukkan 16, 17 eða 18, myrkrið er þegar skollið á. Erla segir mikilvægara að fá morgunbirtuna. „Morgunbirtan er mikilvægasta merkið fyrir líkamsklukkuna til þess að stilla sig eftir. Við erum líka að leggja áherslu á að við séum bara á réttum tíma miðað við hnattstöðu landsins.“Hvað gerist í líkamanum í svefni? „Svefn er ástand endurnýjunar, enduruppbyggingar og viðgerðar. Þetta eru þrjú meginhlutverk svefnsins fyrir utan það auðvitað að endurnæra okkur og hvíla okkur. Ég hugsa að það megi segja að svefninn sé meiri hvíld fyrir heilann en líkamann. Vegna þess að við getum hvílt líkamann á ótrúlega fjölbreyttan hátt, lagst fyrir yfir daginn og annað. En heilinn fær sína hvíld og næringu á nóttunni í svefninum og núllstillir sig,“ segir Erla. „Hugsum aðeins um hvað það er mikið áreiti á heilann í dag. Öll þessi tækni og snjallsímar og þess háttar. Við höfum í raun og veru sjaldan þurft jafn mikið á hvíld að halda og akkúrat núna.“En hvað er það sem við vitum ekki um svefn? „Það er svolítið erfitt að átta sig á því hvað maður veit ekki. Mér finnst svefninn vera svolítið eins og hafið. Við vitum ótrúlega mikið en við vitum líka að það er ótrúlega mikið sem við vitum ekki. Við bara vitum ekki hvað það er,“ segir Erla. Það sem við vitum hins vegar er að mannskepnan getur ekki lifað án svefns. Það helsta sem hægt er að komast að er hvað gerist ef við sofum lítið. Erla segir að eftir aðeins eina svefnlitla nótt sé hægt að merkja breytingar í líkamanum. „Við sjáum auknar bólgur sem tengjast hinum og þessum sjúkdómum. Við sjáum að það verður ójafnvægi í hormónastarfseminni, sérstaklega þeim sem stýra seddu og hungri. Við förum að leita í öðruvísi fæðu og annars konar orku á borð við sykur, einföld kolvetni og fitu. Hormónin sem gefa okkur merki um hvenær við erum södd bælast niður þegar við erum þreytt og þá hættir okkur til að borða meira. Svefnleysi er í raun eitt af því mest fitandi sem til er,“ segir Erla. „Eins verður sársaukaþröskuldurinn lægri. Líkaminn verður næmari og tilfinningar meira á flökti. Ef við erum að vakna kl. 3 til að fara í flug þá finnum við gjarnan meira fyrir braki og brestum í líkamanum. Við verðum stirðari og okkur verður jafnvel óglatt. Það fer allt úr jafnvægi. Ónæmiskerfið bælist sömu-leiðis þannig að við verðum opnari fyrir hinum ýmsu pestum og flensum þegar við erum illa sofin. Þá minnkar framleiðni hjá okkur og hætta á slysum eykst. Svefnleysi er dýrt vandamál, bæði fyrir einstaklinginn og fyrir samfélagið.“Hvað veldur svefnleysi? Það er ótal margt sem getur valdið því að við sofum illa. Einhverjar breytingar í okkar lífi, barneignir, flutningar, nýtt starf, álag í vinnu, álag á heimili, lífsstíllinn, óreglulegt svefnmynstur, hreyfingarleysi, neysla á of miklu koffíni eða of miklu áfengi. Við erum of mikið í tölvunni, símanum, að við sjónvarpið. Í raun má segja að allt sem við gerum yfir daginn getur haft áhrif á svefninn yfir nóttina. „Það sem er svo áhugavert við svefninn, dægursveiflu og líkamsklukkuna er eitthvað sem margir tengja við. Þegar maður leggst á koddann og hugurinn fer á fullt og maður fer að kvíða fyrir hinu og þessu. Þetta er gjarnan fyrsti tími dagsins sem maður er án allra áreita. Það er ekki útvarp, tölva, eða einhver að tala við mann og eitthvað í gangi. Við lokum augunum og förum yfir daginn okkar. Hvernig vinnudagurinn var, hvað þarf að gera á morgun og því um líkt. Allt í einu man maður eftir einhverju; „Æi, ég gleymdi að senda þennan tölvupóst“ eða „Ahh þessi fundur á morgun“ og svo framvegis. Oft fara minnstu hlutir að vaxa manni í augum á þessum tíma og geta valdið kvíðahnút og haldið fyrir manni vöku í langan tíma. Svo kannski sofnar maður, vaknar daginn eftir og þá reynist málið vera afar lítilvægt. „Af hverju kveið ég svona fyrir þessu í gærkvöldi?“ og flestir tengja við þetta. En ástæðan fyrir því að þetta gerist er sú að það er líka dægursveifla í heilastarfsemi og það eru stöðvar í framheilanum sem fara í dvala á kvöldin. Þessar stöðvar stýra skynsemi og rökhugsun. Rökhugsunin okkar er því bara farin að sofa og við sitjum eftir í súpunni,“ segir Erla. „Mér finnst þessi vitneskja hjálpleg því ég hef alveg legið uppi í rúmi og verið mjög áhyggjufull yfir einhverju léttvægu eins og til dæmis barnaafmæli sem ég er að fara að halda eftir þrjá daga og þá segi ég við sjálfa mig: „Erla. Rökhugsunin þín er farin að sofa. Dílaðu bara við þetta á morgun, þá verður þetta ekkert mál. Þótt við séum vakandi þá er heilinn að undirbúa sig fyrir svefninn.“ Birtist í Fréttablaðinu Klukkan á Íslandi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Meðan við sofum fer fram ýmis viðgerðarstarfsemi. Líkaminn byggir þá upp alls kyns efni, prótein og fleira sem við notum í vöku. Einnig vinnur líkaminn að því að gera við frumur. Svefn gegnir einnig því mikil væga hlutverki að mynda vaxtar hormón, sem hjálpar sérstaklega börnum og unglingum að vaxa en einnig fullorðnum við það að draga úr hrukkum og fleira. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og nýdoktor við Háskólann í Reykjavík, hefur rannsakað svefn mikið og er meðal annars stjórnarformaður og stofnandi Betri svefns. Hún er ein af þeim sem skiluðu nýlega skýrslu til ráðherra um breytingu klukkunnar á Íslandi. Erla segir umræðuna um breytingu klukkunnar oft á villigötum og jafnvel gæti misskilnings um hvað sé verið að skoða. „Við erum vanaföst þjóð og gjarnan hrædd við breytingar. Það er svo áhugavert að hlusta á þessa umræðu varðandi klukkuna. Það sem málið snýst um er að breyta klukkunni einu sinni, seinka henni um klukkustund, og svo aldrei meir. Margir halda að það sé verið að tala um að taka upp tvískiptan tíma og að klukkan hefði sumar- og vetrar-tíma en það er ekki svo. Rannsóknir hafa verið að sýna það í auknum mæli að það sé ekki heilsusamlegt og reyndar er Evrópusambandið að skoða það að taka út tvískiptan tíma,“ segir Erla. „Ég held að fólk myndi taka eftir þessu í tvo, þrjá daga og svo myndi þetta gleymast fyrir utan vonandi þau jákvæðu áhrif sem við teljum að þessi breyting gæti haft fyrir svefnvenjur Íslendinga. Ef við náum að bæta svefn, bæta til dæmis hálftíma við svefn hjá ungu fólki, hvað erum við að spara samfélaginu mikið á því? Hvað kostar þetta svefnleysi okkur? Þetta er eitt dýrasta vandamál í heiminum og við erum að tala um það að kannski þriðji hver maður sé svefnlaus.“ Rökin á móti klukkunni eru þau að það verði minni birta seinnipartinn. En miðað við birtuskilyrði yfir svartasta skammdegið skiptir litlu máli hvort vinnudagurinn sé til klukkan 16, 17 eða 18, myrkrið er þegar skollið á. Erla segir mikilvægara að fá morgunbirtuna. „Morgunbirtan er mikilvægasta merkið fyrir líkamsklukkuna til þess að stilla sig eftir. Við erum líka að leggja áherslu á að við séum bara á réttum tíma miðað við hnattstöðu landsins.“Hvað gerist í líkamanum í svefni? „Svefn er ástand endurnýjunar, enduruppbyggingar og viðgerðar. Þetta eru þrjú meginhlutverk svefnsins fyrir utan það auðvitað að endurnæra okkur og hvíla okkur. Ég hugsa að það megi segja að svefninn sé meiri hvíld fyrir heilann en líkamann. Vegna þess að við getum hvílt líkamann á ótrúlega fjölbreyttan hátt, lagst fyrir yfir daginn og annað. En heilinn fær sína hvíld og næringu á nóttunni í svefninum og núllstillir sig,“ segir Erla. „Hugsum aðeins um hvað það er mikið áreiti á heilann í dag. Öll þessi tækni og snjallsímar og þess háttar. Við höfum í raun og veru sjaldan þurft jafn mikið á hvíld að halda og akkúrat núna.“En hvað er það sem við vitum ekki um svefn? „Það er svolítið erfitt að átta sig á því hvað maður veit ekki. Mér finnst svefninn vera svolítið eins og hafið. Við vitum ótrúlega mikið en við vitum líka að það er ótrúlega mikið sem við vitum ekki. Við bara vitum ekki hvað það er,“ segir Erla. Það sem við vitum hins vegar er að mannskepnan getur ekki lifað án svefns. Það helsta sem hægt er að komast að er hvað gerist ef við sofum lítið. Erla segir að eftir aðeins eina svefnlitla nótt sé hægt að merkja breytingar í líkamanum. „Við sjáum auknar bólgur sem tengjast hinum og þessum sjúkdómum. Við sjáum að það verður ójafnvægi í hormónastarfseminni, sérstaklega þeim sem stýra seddu og hungri. Við förum að leita í öðruvísi fæðu og annars konar orku á borð við sykur, einföld kolvetni og fitu. Hormónin sem gefa okkur merki um hvenær við erum södd bælast niður þegar við erum þreytt og þá hættir okkur til að borða meira. Svefnleysi er í raun eitt af því mest fitandi sem til er,“ segir Erla. „Eins verður sársaukaþröskuldurinn lægri. Líkaminn verður næmari og tilfinningar meira á flökti. Ef við erum að vakna kl. 3 til að fara í flug þá finnum við gjarnan meira fyrir braki og brestum í líkamanum. Við verðum stirðari og okkur verður jafnvel óglatt. Það fer allt úr jafnvægi. Ónæmiskerfið bælist sömu-leiðis þannig að við verðum opnari fyrir hinum ýmsu pestum og flensum þegar við erum illa sofin. Þá minnkar framleiðni hjá okkur og hætta á slysum eykst. Svefnleysi er dýrt vandamál, bæði fyrir einstaklinginn og fyrir samfélagið.“Hvað veldur svefnleysi? Það er ótal margt sem getur valdið því að við sofum illa. Einhverjar breytingar í okkar lífi, barneignir, flutningar, nýtt starf, álag í vinnu, álag á heimili, lífsstíllinn, óreglulegt svefnmynstur, hreyfingarleysi, neysla á of miklu koffíni eða of miklu áfengi. Við erum of mikið í tölvunni, símanum, að við sjónvarpið. Í raun má segja að allt sem við gerum yfir daginn getur haft áhrif á svefninn yfir nóttina. „Það sem er svo áhugavert við svefninn, dægursveiflu og líkamsklukkuna er eitthvað sem margir tengja við. Þegar maður leggst á koddann og hugurinn fer á fullt og maður fer að kvíða fyrir hinu og þessu. Þetta er gjarnan fyrsti tími dagsins sem maður er án allra áreita. Það er ekki útvarp, tölva, eða einhver að tala við mann og eitthvað í gangi. Við lokum augunum og förum yfir daginn okkar. Hvernig vinnudagurinn var, hvað þarf að gera á morgun og því um líkt. Allt í einu man maður eftir einhverju; „Æi, ég gleymdi að senda þennan tölvupóst“ eða „Ahh þessi fundur á morgun“ og svo framvegis. Oft fara minnstu hlutir að vaxa manni í augum á þessum tíma og geta valdið kvíðahnút og haldið fyrir manni vöku í langan tíma. Svo kannski sofnar maður, vaknar daginn eftir og þá reynist málið vera afar lítilvægt. „Af hverju kveið ég svona fyrir þessu í gærkvöldi?“ og flestir tengja við þetta. En ástæðan fyrir því að þetta gerist er sú að það er líka dægursveifla í heilastarfsemi og það eru stöðvar í framheilanum sem fara í dvala á kvöldin. Þessar stöðvar stýra skynsemi og rökhugsun. Rökhugsunin okkar er því bara farin að sofa og við sitjum eftir í súpunni,“ segir Erla. „Mér finnst þessi vitneskja hjálpleg því ég hef alveg legið uppi í rúmi og verið mjög áhyggjufull yfir einhverju léttvægu eins og til dæmis barnaafmæli sem ég er að fara að halda eftir þrjá daga og þá segi ég við sjálfa mig: „Erla. Rökhugsunin þín er farin að sofa. Dílaðu bara við þetta á morgun, þá verður þetta ekkert mál. Þótt við séum vakandi þá er heilinn að undirbúa sig fyrir svefninn.“
Birtist í Fréttablaðinu Klukkan á Íslandi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira