Ósáttir stóðu vörð um stjórn Theresu May Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. janúar 2019 07:00 May var öllu kátari með gærkvöldið en þriðjudagskvöldið. vísir/epa Ríkisstjórn Theresu May vann kærkominn sigur á breska þinginu í gær þegar 325 þingmenn studdu stjórnina í vantraustsatkvæðagreiðslu. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, lagði tillöguna fram strax eftir að breska þingið hafnaði Brexit-samningi stjórnarinnar á einstaklega afgerandi hátt á þriðjudag. Alls greiddu 325 þingmenn atkvæði með ríkisstjórninni. Allir þingmenn Íhaldsflokksins sem greiddu atkvæði studdu stjórnina og það gerði Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP), norðurírski flokkurinn sem styður minnihlutastjórnina, einnig. Andstaða þriðjungs Íhaldsmanna og allra DUP-liða við samninginn þýðir sem sagt ekki að viðkomandi séu andvíg ríkisstjórninni sjálfri. May sagði eftir atkvæðagreiðslu gærkvöldsins að hún væri ánægð með stuðninginn og að hún vissi fullvel að henni bæri skylda til þess að uppfylla kröfuna um útgöngu sem þjóðin setti fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016. Eftir atkvæðagreiðsluna á þriðjudagskvöldið greindi May frá næstu skrefum fyrst samningurinn var felldur. Hið fyrsta var að komast að því hvort stjórnin nyti stuðnings þingsins. Það skref hefur nú verið stigið og svarið var jákvætt. Næst myndi stjórnin funda með æðstu þingmönnum allra flokka um hvað þyrfti til þess að þingið samþykkti samning. Að lokum yrði sú niðurstaða tekin til Brussel. Af ræðu May í gærkvöldi að dæma er ljóst að þetta er ennþá planið. Hún sagðist strax í gærkvöldi ætla að setja þessar viðræður af stað. „Ég mun nálgast þessar viðræður á uppbyggilegan hátt og hvet aðra til þess að gera slíkt hið sama. Ég er reiðubúin til þess að vinna með hverjum einasta þingmanni að útgöngunni.“ Corbyn tók næstur til máls og sagði ríkisstjórnina þurfa að útiloka samningslausa útgöngu á afgerandi hátt áður en viðræður hefjast. Ed Davey, þingmaður Frjálslyndra demókrata, gerði sömu kröfu. Ian Blackford, þingflokksformaður Skoska þjóðarflokksins, þakkaði boðið. „Flokkar verða að vinna saman á uppbyggilegan hátt þegar þeir geta. En möguleikinn á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu verður að vera á borðinu í þessum viðræðum.“ Leiðtogarnir þrír nefndu þarna tvo möguleika sem þeir hafa lagt nokkra áherslu á. Hvorki breska ríkisstjórnin né hin ESB-ríkin 27 vilja samningslausa útgöngu enda sagði May í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar um samninginn að besta leiðin til þess að útiloka slíkt væri einfaldlega að samþykkja samninginn. Corbyn og Davey fara hins vegar fram á formlegt loforð sem hefur ekki fengist enda gæti það þýtt frestun útgöngunnar. Hugmynd Blackfords, sem margir aðrir hafa vissulega sett fram, er May ekki þóknanleg heldur. Hún hefur ítrekað sagt að þjóðin hafi nú þegar fengið að greiða atkvæði um útgönguna og að skýr afstaða hafi fengist. Eftir viðræðurnar við þingleiðtoga heldur May til Brussel til að ræða næstu skref. Hún hefur afgerandi óánægju breska þingsins í farteskinu og gæti bent Evrópusambandinu á að það þurfi að gefa eftir er varðar umdeilda varúðarráðstöfun um fyrirkomulagið á landamærum Írlands og Norður-Írlands auk annars. Toppar ESB hafa hins vegar ítrekað minnt á að samningurinn sem nú þegar hefur náðst sé sá eini sem er í boði. May þarf að mæta fyrir þingið á mánudaginn á nýjan leik og kynna eiginlegt plan B fyrir útgöngu, fyrst samningnum var hafnað. Samkvæmt BBC eru sex möguleikar í stöðunni eins og er. May gæti farið fram á aðra atkvæðagreiðslu um samninginn, nýjar viðræður, nýjar kosningar, þjóðaratkvæðagreiðslu, aðra vantraustsatkvæðagreiðslu eða samningslausa útgöngu. Þingmenn fá svo tækifæri til þess að gera breytingartillögur við áætlunina. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Ríkisstjórn Theresu May vann kærkominn sigur á breska þinginu í gær þegar 325 þingmenn studdu stjórnina í vantraustsatkvæðagreiðslu. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, lagði tillöguna fram strax eftir að breska þingið hafnaði Brexit-samningi stjórnarinnar á einstaklega afgerandi hátt á þriðjudag. Alls greiddu 325 þingmenn atkvæði með ríkisstjórninni. Allir þingmenn Íhaldsflokksins sem greiddu atkvæði studdu stjórnina og það gerði Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP), norðurírski flokkurinn sem styður minnihlutastjórnina, einnig. Andstaða þriðjungs Íhaldsmanna og allra DUP-liða við samninginn þýðir sem sagt ekki að viðkomandi séu andvíg ríkisstjórninni sjálfri. May sagði eftir atkvæðagreiðslu gærkvöldsins að hún væri ánægð með stuðninginn og að hún vissi fullvel að henni bæri skylda til þess að uppfylla kröfuna um útgöngu sem þjóðin setti fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016. Eftir atkvæðagreiðsluna á þriðjudagskvöldið greindi May frá næstu skrefum fyrst samningurinn var felldur. Hið fyrsta var að komast að því hvort stjórnin nyti stuðnings þingsins. Það skref hefur nú verið stigið og svarið var jákvætt. Næst myndi stjórnin funda með æðstu þingmönnum allra flokka um hvað þyrfti til þess að þingið samþykkti samning. Að lokum yrði sú niðurstaða tekin til Brussel. Af ræðu May í gærkvöldi að dæma er ljóst að þetta er ennþá planið. Hún sagðist strax í gærkvöldi ætla að setja þessar viðræður af stað. „Ég mun nálgast þessar viðræður á uppbyggilegan hátt og hvet aðra til þess að gera slíkt hið sama. Ég er reiðubúin til þess að vinna með hverjum einasta þingmanni að útgöngunni.“ Corbyn tók næstur til máls og sagði ríkisstjórnina þurfa að útiloka samningslausa útgöngu á afgerandi hátt áður en viðræður hefjast. Ed Davey, þingmaður Frjálslyndra demókrata, gerði sömu kröfu. Ian Blackford, þingflokksformaður Skoska þjóðarflokksins, þakkaði boðið. „Flokkar verða að vinna saman á uppbyggilegan hátt þegar þeir geta. En möguleikinn á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu verður að vera á borðinu í þessum viðræðum.“ Leiðtogarnir þrír nefndu þarna tvo möguleika sem þeir hafa lagt nokkra áherslu á. Hvorki breska ríkisstjórnin né hin ESB-ríkin 27 vilja samningslausa útgöngu enda sagði May í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar um samninginn að besta leiðin til þess að útiloka slíkt væri einfaldlega að samþykkja samninginn. Corbyn og Davey fara hins vegar fram á formlegt loforð sem hefur ekki fengist enda gæti það þýtt frestun útgöngunnar. Hugmynd Blackfords, sem margir aðrir hafa vissulega sett fram, er May ekki þóknanleg heldur. Hún hefur ítrekað sagt að þjóðin hafi nú þegar fengið að greiða atkvæði um útgönguna og að skýr afstaða hafi fengist. Eftir viðræðurnar við þingleiðtoga heldur May til Brussel til að ræða næstu skref. Hún hefur afgerandi óánægju breska þingsins í farteskinu og gæti bent Evrópusambandinu á að það þurfi að gefa eftir er varðar umdeilda varúðarráðstöfun um fyrirkomulagið á landamærum Írlands og Norður-Írlands auk annars. Toppar ESB hafa hins vegar ítrekað minnt á að samningurinn sem nú þegar hefur náðst sé sá eini sem er í boði. May þarf að mæta fyrir þingið á mánudaginn á nýjan leik og kynna eiginlegt plan B fyrir útgöngu, fyrst samningnum var hafnað. Samkvæmt BBC eru sex möguleikar í stöðunni eins og er. May gæti farið fram á aðra atkvæðagreiðslu um samninginn, nýjar viðræður, nýjar kosningar, þjóðaratkvæðagreiðslu, aðra vantraustsatkvæðagreiðslu eða samningslausa útgöngu. Þingmenn fá svo tækifæri til þess að gera breytingartillögur við áætlunina.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira