Í stuttu ávarpi sem hún flutti fyrir utan forsætisráðherrabústaðinn í London, útilokaði hún ekki að Brexit gæti átt sér stað án samnings við Evrópusambandið um áframhaldandi milliríkjaviðskipti, fólksflutninga, landamæri og margt annað. Aðrir leiðtogar á þingi höfðu kallað eftir slíkri yfirlýsingu fyrr í kvöld og gáfu jafnvel í skyn að það væri skilyrði áframhaldandi viðræðna.
May sagði fundi hennar með leiðtogum nokkurra flokka hafa verið uppbyggilega en hún væri vonsvikin yfir því að Corbyn hefði ekki viljað taka þátt, hingað til. Hins vegar væri hún ávallt viðbúin að ræða við hann.
„Þetta verður ekki auðvelt verkefni, en þingmenn vita að þeim ber skylda að haga sér eftir hagsmunum þjóðarinnar, ná samkomulagi og klára verkið,“ sagði May. Hún sagði nauðsynlegt að fylgja vilja þjóðarinnar.