Bjarni segir áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu hafa legið fyrir Heimir Már Pétursson skrifar 16. janúar 2019 20:00 Formaður Sjálfstæðisflokksins segir eðlilegt að orðið hafi verið við ósk formanns Miðflokksins um fund til að ræða möguleika á því að Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríkisráðherra yrði sendiherra. Það hafi hins vegar verið gert án allra skuldbindinga. Utanríkisráðherra segir ekki standa til að skipa nýja sendiherra enda séu þeir að hans mati helst til of margir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mættu fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag til að svara spurningum nefndarmanna vegna fullyrðinga Gunnars Braga Sveinssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins um sendiherramál á Klaustur fundinum svo kallaða. Þeir síðarnefndu mættu ekki á fund nefndarinnar en sendu yfirlýsingar inn á fundinn. Þar sagði Gunnar Bragi meðal annars: „Alþingismönnum ber ekki skylda að mæta á fundi af þessu tagi og allra síst þegar ætla má að til þeirra sé boðað í þeim annarlega tilgangi að koma höggi á pólitíska andstæðinga.“ Yfirlýsing Sigmundar Davíðs var á svipuðum nótum. Báðir lögðu þeir áherslu á að upptökur af Klaustur fundinum hafi verið ólöglegar. Gunnar Bragi hafi síðan viðurkennt að það sem hann hafi sagt varðandi samninga við formann Sjálfstæðisflokksins um kaup kaups í sendiherramálum ætti ekki við rök að styðjast. Á fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar í morgun kannaðist Bjarni Benediktsson vel við áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á því að verða sendiherra. Hins vegar hafi engin loforð verið gefin í þeim efnum, hvorki á meðan Gunnar Bragi gengdi embætti utanríkisráðherra né eftir að hann lét af embætti. Áhugi Gunnars Braga á sendiherrastöðu hafi meðal annars verið ræddur á fundi hans með Gunnari Braga, Guðlaugi Þór og Sigmundar Davíð í þinghúsinu síðasta haust að beiðni Miðflokksmanna. En aldrei í því samhengi að verið væri að innheimta eitthvað loforð eða skuldbindingu. „Og ég verð að segja alveg eins og er að mér þætti það í raun og veru dónaskapur gagnvart mönnum að bregðast ekki vinsamlega við slíkum beiðnum og greiða fyrir því að menn geti átt samtal við ráðherrann sem fer með þann málaflokk. Enda ef menn skoða það í einhverju eðlilegu ljósi og eðlilegu samhengi sjá menn að fjölmargir aðilar sem áður hafa starfað á vettvangi stjórnmálanna fengið hlutverk í utanríkisþjónustunni eftir að þeirra stjórnmálaferli lýkur,“ sagði Bjarni fyrir nefndinni. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra minnti á að hann hafi á tveimur árum í embætti ekki skipað neinn sendiherra og það stæði ekki til þótt þeim hafi fækkað um þrjá. „Þegar ég kom að borðinu voru fjörutíu sendiherrar sem höfðu verið skipaðir. Það er ekkert leyndarmál að mér þótti það nokkuð mikið,“ sagði utanríkisráðherra. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Miðflokksmenn mæta Klaustursupptökum af fullri hörku Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi senda herskáar yfirlýsingar á fund eftirlitsnefndar. 16. janúar 2019 10:45 Dónaskapur að reyna ekki að greiða götuna en því fylgja engin loforð að sögn Bjarna Fundur Sigmundur Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar snerist helst um að koma á framfæri áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á því að möguleikinn á framtíðarstarfi fyrir hann í utanríkisþjónustunni væri kannaður. 16. janúar 2019 12:30 Bein útsending: Ráðherrar sitja fyrir svörum vegna sendiherrakapals Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, munu mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar klukkan 10.30 í dag þar sem ræða á skipan í sendiherrastöður. 16. janúar 2019 10:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir eðlilegt að orðið hafi verið við ósk formanns Miðflokksins um fund til að ræða möguleika á því að Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríkisráðherra yrði sendiherra. Það hafi hins vegar verið gert án allra skuldbindinga. Utanríkisráðherra segir ekki standa til að skipa nýja sendiherra enda séu þeir að hans mati helst til of margir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mættu fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag til að svara spurningum nefndarmanna vegna fullyrðinga Gunnars Braga Sveinssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins um sendiherramál á Klaustur fundinum svo kallaða. Þeir síðarnefndu mættu ekki á fund nefndarinnar en sendu yfirlýsingar inn á fundinn. Þar sagði Gunnar Bragi meðal annars: „Alþingismönnum ber ekki skylda að mæta á fundi af þessu tagi og allra síst þegar ætla má að til þeirra sé boðað í þeim annarlega tilgangi að koma höggi á pólitíska andstæðinga.“ Yfirlýsing Sigmundar Davíðs var á svipuðum nótum. Báðir lögðu þeir áherslu á að upptökur af Klaustur fundinum hafi verið ólöglegar. Gunnar Bragi hafi síðan viðurkennt að það sem hann hafi sagt varðandi samninga við formann Sjálfstæðisflokksins um kaup kaups í sendiherramálum ætti ekki við rök að styðjast. Á fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar í morgun kannaðist Bjarni Benediktsson vel við áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á því að verða sendiherra. Hins vegar hafi engin loforð verið gefin í þeim efnum, hvorki á meðan Gunnar Bragi gengdi embætti utanríkisráðherra né eftir að hann lét af embætti. Áhugi Gunnars Braga á sendiherrastöðu hafi meðal annars verið ræddur á fundi hans með Gunnari Braga, Guðlaugi Þór og Sigmundar Davíð í þinghúsinu síðasta haust að beiðni Miðflokksmanna. En aldrei í því samhengi að verið væri að innheimta eitthvað loforð eða skuldbindingu. „Og ég verð að segja alveg eins og er að mér þætti það í raun og veru dónaskapur gagnvart mönnum að bregðast ekki vinsamlega við slíkum beiðnum og greiða fyrir því að menn geti átt samtal við ráðherrann sem fer með þann málaflokk. Enda ef menn skoða það í einhverju eðlilegu ljósi og eðlilegu samhengi sjá menn að fjölmargir aðilar sem áður hafa starfað á vettvangi stjórnmálanna fengið hlutverk í utanríkisþjónustunni eftir að þeirra stjórnmálaferli lýkur,“ sagði Bjarni fyrir nefndinni. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra minnti á að hann hafi á tveimur árum í embætti ekki skipað neinn sendiherra og það stæði ekki til þótt þeim hafi fækkað um þrjá. „Þegar ég kom að borðinu voru fjörutíu sendiherrar sem höfðu verið skipaðir. Það er ekkert leyndarmál að mér þótti það nokkuð mikið,“ sagði utanríkisráðherra.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Miðflokksmenn mæta Klaustursupptökum af fullri hörku Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi senda herskáar yfirlýsingar á fund eftirlitsnefndar. 16. janúar 2019 10:45 Dónaskapur að reyna ekki að greiða götuna en því fylgja engin loforð að sögn Bjarna Fundur Sigmundur Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar snerist helst um að koma á framfæri áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á því að möguleikinn á framtíðarstarfi fyrir hann í utanríkisþjónustunni væri kannaður. 16. janúar 2019 12:30 Bein útsending: Ráðherrar sitja fyrir svörum vegna sendiherrakapals Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, munu mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar klukkan 10.30 í dag þar sem ræða á skipan í sendiherrastöður. 16. janúar 2019 10:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Sjá meira
Miðflokksmenn mæta Klaustursupptökum af fullri hörku Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi senda herskáar yfirlýsingar á fund eftirlitsnefndar. 16. janúar 2019 10:45
Dónaskapur að reyna ekki að greiða götuna en því fylgja engin loforð að sögn Bjarna Fundur Sigmundur Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar snerist helst um að koma á framfæri áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á því að möguleikinn á framtíðarstarfi fyrir hann í utanríkisþjónustunni væri kannaður. 16. janúar 2019 12:30
Bein útsending: Ráðherrar sitja fyrir svörum vegna sendiherrakapals Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, munu mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar klukkan 10.30 í dag þar sem ræða á skipan í sendiherrastöður. 16. janúar 2019 10:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent