Myndbirtingar af börnum úr hófi fram Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. janúar 2019 19:00 Forstjóri Persónuverndar segir að myndbirtingar íslenskra foreldra af börnum sínum á samfélagsmiðlum séu komnar úr hófi fram. Þetta sé mikið áhyggjuefni enda geti myndbirtingar haft mikil áhrif á barnið í framtíðinni. Víða um heim keppast samfélagsmiðlastjörnur við að setja myndir og upplýsingar af ólögráða börnum sínum á samfélagsmiðla. Óhætt er að segja að það sama eigi við um íslenska foreldra sem sumir deila myndunum meðal fárra vina og kunningja á meðan aðrir deila þeim með tugþúsundum fylgjenda. Helga Þórisdóttir, forstjóri PersónuverndarVÍSIR/VILHELM„Þá er komin ákveðin miðlun á uppýsingum og aðgengi annarra og við erum að opna fyrir þann möguleika að margir sjái myndir af ungum börnum við allskyns aðstæður. Jafnvel fáklædd eða að gera þarfir sínar á klósettinu eða hvað sem það nú er,“ segir Helga. Það sem birtist á netinu geti farið mjög víða og megi finna síðar. Þar að auki séu foreldrar að veita stórfyrirtækjum úti í heimi aðgang að persónugreinanlegum upplýsingum um börn sín. Þá geti birtingar af þessu tagi haft áhrif á líf barnsins með ýmsum ófyrirséðum hætti. „Það sem sett er inn á netið er jafnvel farið að hafa áhrif á það hvort börnin okkar komist í þá háskóla sem þau vilja í framtíðinni eða hvort þau fái þau störf sem þau vilja. Þetta hefur verið að gerast, meira úti í heimi en á Íslandi, að það er farið að skoða bakrunn einstaklinga miklu meira,“ segir Helga en nýlega gaf Persónuvernd út bækling með upplýsingum til foreldra og forráðamanna. Þar kemur fram að börn þurfi að samþykkja að birtar séu myndir eða upplýsingar um þau á netinu. Eðli málsins samkvæmt er þó ekki hægt að fá samþykki mjög ungra barna. Það er ekkert í lögum sem beinlínis bannar þessar myndbirtingar en Helga segir að foreldrar verði að nota heilbrigða skynsemi. „Starfandi hjá persónuvernd þá er nokkuð ljóst að mikil og óhófleg birting margra í samfélaginu veldur manni miklum áhyggjum,“ segir Helga. Enda sé ekki víst að barnið verið sátt við birtingu slíkra upplýsinga þegar það sjálft verður fullorðið.Salvör Nordal, umboðsmaður barna.Fréttablaðið/GVATekur undir með forstjóra Persónuverndar „Ég tek heils hugar undir með forstjóra Persónuverndar,“ sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna, sem ræddi málið í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. „Mitt embætti tók þátt í því ásamt fleirum að setja upp leiðbeiningar eða viðmið til foreldra sem voru birtar í fyrra. Þar erum við að brýna fyrir fólki að staldra við og hugsa aðeins áður en það birtir myndir af börnunum sínum eða alls kyns upplýsingar. Það er auðvitað verið að birta mjög mikið um börn og þetta fær oft mjög mikla dreifingu. Jafnvel þó að þetta sé krúttlegt í dag og fái litla dreifingu í dag þá getur það gert það á morgun eða síðar og haft miklar afleiðingar fyrir börnin.“Hvar liggja mörkin? Hverju viltu beina til foreldra? „Það er auðvitað erfitt að setja einhver mörk og segja alveg nákvæmlega hvað fólk eigi að gera. Þessi tækni er líka í mikilli þróun og eitthvað sem við sjáum ekki í dag getur haft miklar afleiðingar seinna. Þannig að ég held að fólk þurfi fyrst að hugsa málið áður en það deilir myndum eða upplýsingum. Er þetta viðkvæmt? Getur þetta orðið skaðlegt í náinni framtíð eða í langri framtíð?“ sagði Salvör Nordal en viðtalið við hana í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Persónuvernd Samfélagsmiðlar Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Forstjóri Persónuverndar segir að myndbirtingar íslenskra foreldra af börnum sínum á samfélagsmiðlum séu komnar úr hófi fram. Þetta sé mikið áhyggjuefni enda geti myndbirtingar haft mikil áhrif á barnið í framtíðinni. Víða um heim keppast samfélagsmiðlastjörnur við að setja myndir og upplýsingar af ólögráða börnum sínum á samfélagsmiðla. Óhætt er að segja að það sama eigi við um íslenska foreldra sem sumir deila myndunum meðal fárra vina og kunningja á meðan aðrir deila þeim með tugþúsundum fylgjenda. Helga Þórisdóttir, forstjóri PersónuverndarVÍSIR/VILHELM„Þá er komin ákveðin miðlun á uppýsingum og aðgengi annarra og við erum að opna fyrir þann möguleika að margir sjái myndir af ungum börnum við allskyns aðstæður. Jafnvel fáklædd eða að gera þarfir sínar á klósettinu eða hvað sem það nú er,“ segir Helga. Það sem birtist á netinu geti farið mjög víða og megi finna síðar. Þar að auki séu foreldrar að veita stórfyrirtækjum úti í heimi aðgang að persónugreinanlegum upplýsingum um börn sín. Þá geti birtingar af þessu tagi haft áhrif á líf barnsins með ýmsum ófyrirséðum hætti. „Það sem sett er inn á netið er jafnvel farið að hafa áhrif á það hvort börnin okkar komist í þá háskóla sem þau vilja í framtíðinni eða hvort þau fái þau störf sem þau vilja. Þetta hefur verið að gerast, meira úti í heimi en á Íslandi, að það er farið að skoða bakrunn einstaklinga miklu meira,“ segir Helga en nýlega gaf Persónuvernd út bækling með upplýsingum til foreldra og forráðamanna. Þar kemur fram að börn þurfi að samþykkja að birtar séu myndir eða upplýsingar um þau á netinu. Eðli málsins samkvæmt er þó ekki hægt að fá samþykki mjög ungra barna. Það er ekkert í lögum sem beinlínis bannar þessar myndbirtingar en Helga segir að foreldrar verði að nota heilbrigða skynsemi. „Starfandi hjá persónuvernd þá er nokkuð ljóst að mikil og óhófleg birting margra í samfélaginu veldur manni miklum áhyggjum,“ segir Helga. Enda sé ekki víst að barnið verið sátt við birtingu slíkra upplýsinga þegar það sjálft verður fullorðið.Salvör Nordal, umboðsmaður barna.Fréttablaðið/GVATekur undir með forstjóra Persónuverndar „Ég tek heils hugar undir með forstjóra Persónuverndar,“ sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna, sem ræddi málið í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. „Mitt embætti tók þátt í því ásamt fleirum að setja upp leiðbeiningar eða viðmið til foreldra sem voru birtar í fyrra. Þar erum við að brýna fyrir fólki að staldra við og hugsa aðeins áður en það birtir myndir af börnunum sínum eða alls kyns upplýsingar. Það er auðvitað verið að birta mjög mikið um börn og þetta fær oft mjög mikla dreifingu. Jafnvel þó að þetta sé krúttlegt í dag og fái litla dreifingu í dag þá getur það gert það á morgun eða síðar og haft miklar afleiðingar fyrir börnin.“Hvar liggja mörkin? Hverju viltu beina til foreldra? „Það er auðvitað erfitt að setja einhver mörk og segja alveg nákvæmlega hvað fólk eigi að gera. Þessi tækni er líka í mikilli þróun og eitthvað sem við sjáum ekki í dag getur haft miklar afleiðingar seinna. Þannig að ég held að fólk þurfi fyrst að hugsa málið áður en það deilir myndum eða upplýsingum. Er þetta viðkvæmt? Getur þetta orðið skaðlegt í náinni framtíð eða í langri framtíð?“ sagði Salvör Nordal en viðtalið við hana í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Persónuvernd Samfélagsmiðlar Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira