Lífið

Frægasti svindlari heims opnaði dyrnar að skíðaskálanum í Aspen

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um Lance Armstrong undanfarin áratug.
Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um Lance Armstrong undanfarin áratug.
Á YouTube-rásinni Architectural Digest má reglulega finna myndbönd þar sem þekkt fólk leyfir áhorfendum að kíkja í heimsókn og sjá heimili þeirra.

Á dögunum fékk hjólreiðakappinn fyrrverandi Lance Armstrong heimsókn í skíðaskála sinn í Aspen í Bandaríkjunum.

Armstrong er einhver þekktasti svindlari sögunnar. Hann vann Tour de France sjö sinnum en allir titlarnir voru teknir af honum er upp komst að hann hefði verið á ólöglegum lyfjum. Hann efnaðist gríðarlega á ferli sínum en hefur þurft að borga háar fjárhæðir í sektir og lögfræðikostnað. Talið er að Lance Armstrong sé í dag metinn á um sex milljarða íslenskra króna.

Skíðaskálinn er einstaklega fallegur og fór Armstrong með myndatökufólki Architectural Digest út um allt ásamt eiginkonu sinni Anna Hansen. Hér að neðan má sjá innlit í skíðaskála Armstrong.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.