Þingmenn felldu samning May Samúel Karl Ólason og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 15. janúar 2019 19:00 Það verður að teljast heldur ólíklegt að þingið samþykki sáttmálann en May þarf minnst 320 atkvæði til þess. AP/Frank Augstein Breskir þingmenn hafa fellt Brexit-samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. 432 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum og einungis 202 þingmenn greiddu með honum. Það er því ljóst að margir þingmenn Íhaldsflokksins greiddu atkvæði gegn samningnum. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, lýsti því yfir í kjölfar atkvæðagreiðslunnar að hann hefði lagt fram vantrauststillögu gegn ríkisstjórn May. Áður hafði May sagt að hún myndi ekki reyna að koma í veg fyrir slíka atkvæðagreiðslu en hún mun fara fram á morgun. Áætlað er að Bretland fari úr Evrópusambandinu þann 29. mars. Ein breytingartillaga var lögð fram og var henni ætlað að veita Bretum vald til þess að binda enda á hið svokallaða „Backstop“ (sem snýr að landamærum Írlands og Norður-Írlands) þegar þeim sýnist. Einungis 24 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni og 600 gegn henni. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir niðustöðuna vonbrigði og hvetur yfirvöld í Bretlandi til að gera grein fyrir ætlunum þeirra sem fyrst. Lítill tími sé til stefnu.I take note with regret of the outcome of the vote in the @HouseofCommons this evening. I urge the #UK to clarify its intentions as soon as possible. Time is almost up #Brexithttps://t.co/SMmps5kexn — Jean-Claude Juncker (@JunckerEU) January 15, 2019Guardian segir engan forsætisráðherra í sögu Bretlands hafa orðið fyrir jafn stórum ósigri á þinginu. Ráðgjafar May ræddu við fjölmiðla í kvöld og sögðu þeim hver næstu skref May yrðu. Atkvæðagreiðsla um vantrauststillöguna fer fram um klukkan sjö annað kvöld og May býst við því að standa hana af sér. Í kjölfar þess ætlar hún að ræða við aðra stjórnmálaleiðtoga í Bretlandi um næstu skref. Hún segir enn standa til að Brexit eigi sér stað þann 29. mars og hún ætli ekki að sækja um frest.Upprunalega fréttin Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. Hægt verður að fylgjast með atkvæðagreiðslunni og framvindunni hér að neðan en rökræður munu standa yfir fram að því. Það verður að teljast heldur ólíklegt að þingið samþykki sáttmálann en May þarf minnst 320 atkvæði til þess. Rúmlega 200 stjórnarþingmenn og fáeinir þingmenn stjórnarandstöðunnar segjast ætla að styðja sáttmálann. Hið formlega útgönguferli myndi að óbreyttu taka gildi 29. mars næstkomandi. Líklegasta niðurstaðan er sú að sáttmálinn verði felldur í þinginu. Þá hefur Theresa May nokkra daga til að semja upp á nýtt við stjórnarherrana í Brussel. Margir telja að ef að leiðtogar Evrópusambandsins sjái ríka andstöðu gegn sáttmálanum í þinginu sé mögulegt að gefið verði bindandi fyrirheit um framtíðarsamskipti sambandsins og Bretlands. Sér í lagi þeim hluta sem snýr að tilhögun landamæranna á Norður Írlandi. Mikil óánægja hefur ríkt með þann hluta sáttmálans.Hér fyrir neðan má sjá útskýringarmyndband fréttamanns ITV, Carl Dinnen, um hvernig atkvæðagreiðslan mun ganga fyrir sig.How do MPs actually cast their votes and what happens if the prime minister loses? Take the behind-the-scenes tour of the Commons ahead of crunch Brexit decision https://t.co/lopFXMKxKSpic.twitter.com/eknemKg9nz — ITV News (@itvnews) January 14, 2019 Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur kallað eftir því að ef samningurinn verði felldur, þurfi May að boða til nýrra kosninga. Það sem stendur hvað helst í þingmönnum Bretlands er hvað verður um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Ríkisstjórn May vill að Bretlandi yfirgefi innri markaði og tollasamstarf ESB. Heimamenn í Írlandi vilja hins vegar engan veginn fá svokölluð „hörð landamæri“ við landamæri Írlands og Norður-Írlands, sem í raun verða landamæri Bretlands og ESB. Eins og staðan er núna er erfitt að átta sig á því hvar landamærin eru og þannig vilja Írar hafa það. Hins vegar felur Brexit í sér að nauðsynlegt sé að setja upp landamærastöðvar og tolleftirlit á landamærunum. Þó er áætlað að það leysist með fríverslunarsamningi á milli Bretlands og ESB sem skrifa á undir einhvern tímann eftir 29. mars næstkomandi. Það gæti þó ekki gerst fyrr en í desember 2020, eða jafnvel ekki, og því hafa ráðamenn ESB krafist samkomulags um að forðast „hörð landamæri“ þar til fríverslunarsamningur verður undirritaður. Krafa ESB felur í sér að Norður-Írland verði áfram aðili að innri mörkuðum og tollasamstarfi ESB þar til langtímalausn finnist. Hvort sem hún felist í nýjum fríverslunarsamningi eða ekki. Fyrirkomulag þetta kallast á ensku „Backstop plan“. Það hafa Bretar hins vegar ekki verið sáttir við, því það felur í sér ákveðna upplausn í sambandsveldinu og að Bretar geti ekki gert einhliða viðskiptasamninga í millitíðinni. Það felur einnig í sér að aðrar reglur munu gilda yfir Norður-Írland en annars staðar í Bretlandi. Þingmenn sem styðja úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu en styðja ekki samning May segja hann fórna fullveldi Bretlands og óttast að enda í raun í gíslingu ESB. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Ögurstund í Brexit málum í kvöld Greidd verða atkvæði um Brexit sáttmála Theresu May forsætisráðherra Bretlands í kvöld. 15. janúar 2019 13:00 May: Ekkert Brexit líklegra en Brexit án samnings Senn líður að ögurstundu hjá Theresu May, breska forsætisráðherranum, og útgöngusamningi hennar. 14. janúar 2019 10:45 Reynir að sannfæra þingmenn um að samþykkja samninginn Örlagastundin rennur upp á morgun þegar greidd verða atkvæði um samninginn á breska þinginu. 14. janúar 2019 07:00 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Breskir þingmenn hafa fellt Brexit-samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. 432 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum og einungis 202 þingmenn greiddu með honum. Það er því ljóst að margir þingmenn Íhaldsflokksins greiddu atkvæði gegn samningnum. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, lýsti því yfir í kjölfar atkvæðagreiðslunnar að hann hefði lagt fram vantrauststillögu gegn ríkisstjórn May. Áður hafði May sagt að hún myndi ekki reyna að koma í veg fyrir slíka atkvæðagreiðslu en hún mun fara fram á morgun. Áætlað er að Bretland fari úr Evrópusambandinu þann 29. mars. Ein breytingartillaga var lögð fram og var henni ætlað að veita Bretum vald til þess að binda enda á hið svokallaða „Backstop“ (sem snýr að landamærum Írlands og Norður-Írlands) þegar þeim sýnist. Einungis 24 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni og 600 gegn henni. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir niðustöðuna vonbrigði og hvetur yfirvöld í Bretlandi til að gera grein fyrir ætlunum þeirra sem fyrst. Lítill tími sé til stefnu.I take note with regret of the outcome of the vote in the @HouseofCommons this evening. I urge the #UK to clarify its intentions as soon as possible. Time is almost up #Brexithttps://t.co/SMmps5kexn — Jean-Claude Juncker (@JunckerEU) January 15, 2019Guardian segir engan forsætisráðherra í sögu Bretlands hafa orðið fyrir jafn stórum ósigri á þinginu. Ráðgjafar May ræddu við fjölmiðla í kvöld og sögðu þeim hver næstu skref May yrðu. Atkvæðagreiðsla um vantrauststillöguna fer fram um klukkan sjö annað kvöld og May býst við því að standa hana af sér. Í kjölfar þess ætlar hún að ræða við aðra stjórnmálaleiðtoga í Bretlandi um næstu skref. Hún segir enn standa til að Brexit eigi sér stað þann 29. mars og hún ætli ekki að sækja um frest.Upprunalega fréttin Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. Hægt verður að fylgjast með atkvæðagreiðslunni og framvindunni hér að neðan en rökræður munu standa yfir fram að því. Það verður að teljast heldur ólíklegt að þingið samþykki sáttmálann en May þarf minnst 320 atkvæði til þess. Rúmlega 200 stjórnarþingmenn og fáeinir þingmenn stjórnarandstöðunnar segjast ætla að styðja sáttmálann. Hið formlega útgönguferli myndi að óbreyttu taka gildi 29. mars næstkomandi. Líklegasta niðurstaðan er sú að sáttmálinn verði felldur í þinginu. Þá hefur Theresa May nokkra daga til að semja upp á nýtt við stjórnarherrana í Brussel. Margir telja að ef að leiðtogar Evrópusambandsins sjái ríka andstöðu gegn sáttmálanum í þinginu sé mögulegt að gefið verði bindandi fyrirheit um framtíðarsamskipti sambandsins og Bretlands. Sér í lagi þeim hluta sem snýr að tilhögun landamæranna á Norður Írlandi. Mikil óánægja hefur ríkt með þann hluta sáttmálans.Hér fyrir neðan má sjá útskýringarmyndband fréttamanns ITV, Carl Dinnen, um hvernig atkvæðagreiðslan mun ganga fyrir sig.How do MPs actually cast their votes and what happens if the prime minister loses? Take the behind-the-scenes tour of the Commons ahead of crunch Brexit decision https://t.co/lopFXMKxKSpic.twitter.com/eknemKg9nz — ITV News (@itvnews) January 14, 2019 Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur kallað eftir því að ef samningurinn verði felldur, þurfi May að boða til nýrra kosninga. Það sem stendur hvað helst í þingmönnum Bretlands er hvað verður um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Ríkisstjórn May vill að Bretlandi yfirgefi innri markaði og tollasamstarf ESB. Heimamenn í Írlandi vilja hins vegar engan veginn fá svokölluð „hörð landamæri“ við landamæri Írlands og Norður-Írlands, sem í raun verða landamæri Bretlands og ESB. Eins og staðan er núna er erfitt að átta sig á því hvar landamærin eru og þannig vilja Írar hafa það. Hins vegar felur Brexit í sér að nauðsynlegt sé að setja upp landamærastöðvar og tolleftirlit á landamærunum. Þó er áætlað að það leysist með fríverslunarsamningi á milli Bretlands og ESB sem skrifa á undir einhvern tímann eftir 29. mars næstkomandi. Það gæti þó ekki gerst fyrr en í desember 2020, eða jafnvel ekki, og því hafa ráðamenn ESB krafist samkomulags um að forðast „hörð landamæri“ þar til fríverslunarsamningur verður undirritaður. Krafa ESB felur í sér að Norður-Írland verði áfram aðili að innri mörkuðum og tollasamstarfi ESB þar til langtímalausn finnist. Hvort sem hún felist í nýjum fríverslunarsamningi eða ekki. Fyrirkomulag þetta kallast á ensku „Backstop plan“. Það hafa Bretar hins vegar ekki verið sáttir við, því það felur í sér ákveðna upplausn í sambandsveldinu og að Bretar geti ekki gert einhliða viðskiptasamninga í millitíðinni. Það felur einnig í sér að aðrar reglur munu gilda yfir Norður-Írland en annars staðar í Bretlandi. Þingmenn sem styðja úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu en styðja ekki samning May segja hann fórna fullveldi Bretlands og óttast að enda í raun í gíslingu ESB.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Ögurstund í Brexit málum í kvöld Greidd verða atkvæði um Brexit sáttmála Theresu May forsætisráðherra Bretlands í kvöld. 15. janúar 2019 13:00 May: Ekkert Brexit líklegra en Brexit án samnings Senn líður að ögurstundu hjá Theresu May, breska forsætisráðherranum, og útgöngusamningi hennar. 14. janúar 2019 10:45 Reynir að sannfæra þingmenn um að samþykkja samninginn Örlagastundin rennur upp á morgun þegar greidd verða atkvæði um samninginn á breska þinginu. 14. janúar 2019 07:00 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Ögurstund í Brexit málum í kvöld Greidd verða atkvæði um Brexit sáttmála Theresu May forsætisráðherra Bretlands í kvöld. 15. janúar 2019 13:00
May: Ekkert Brexit líklegra en Brexit án samnings Senn líður að ögurstundu hjá Theresu May, breska forsætisráðherranum, og útgöngusamningi hennar. 14. janúar 2019 10:45
Reynir að sannfæra þingmenn um að samþykkja samninginn Örlagastundin rennur upp á morgun þegar greidd verða atkvæði um samninginn á breska þinginu. 14. janúar 2019 07:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent