Bein tenging á milli umferðarhraða og alvarleika slysa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2019 11:30 Það stórminnkar alvarleika slysa að minnka umferðarhraða úr 50 kílómetra hraða á klukkustund í 40 kílómetra á klukkustund. vísir/vilhelm Það er bein tenging á milli umferðarhraða, slysahættu og alvarleika slysa að sögn Ólafar Kristjánsdóttur, umferðarverkfræðings hjá Mannviti. Þannig stórminnkar það alvarleika slysa að minnka umferðarhraða úr 50 kílómetra hraða á klukkustund í 40 kílómetra á klukkustund. Ólöf ræddi umferðina í Bítinu á Bylgjunni í morgun en mikið hefur verið rætt um Hringbrautina í því samhengi eftir að keyrt var á barn sem var að fara yfir á gönguljósum á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í liðinni viku. Ólöf segir að rannsóknir sýni að það að minnka umferðarhraða dragi mjög úr líkum þess að gangandi vegfarendur láti lífið við árekstur. Þannig séu rúmlega 80 prósent líkur á dauðsfalli þar sem umferðarhraði er 50 kílómetrar á klukkustund en tæplega 40 prósent líkur ef umferðarhraðinn er 40 kílómetrar á klukkustund. Ólöf Kristjánsdóttir er umferðarverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Mannvit.Ólöf segir mikilvægt að lækka umferðarhraðann á Hringbrautinni og gera gönguleiðir öruggari. Spurð út í hvort ráð væri að setja göngubrú eða undirgöng á þeim stað þar sem slysið varð í síðustu viku segir Ólöf að það væri fróðlegt að skoða hvort hægt væri að koma fyrir göngubrú á svæðinu. Mannvit hefði hins vegar skoðað hvort þarna væri hægt að koma fyrir undirgöngum og var niðurstaðan sú að það yrði mjög erfitt þar sem það myndu ekki nást ásættanlegir rampar. Viðtalið við Ólöfu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan en þar er nánar rætt um umferðarhraða og áhrif hans á mengun sem berst frá bílum. Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00 Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur. 12. janúar 2019 08:42 Borgarstjóri vill lækka hámarkshraða á Hringbraut Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur undir áhyggjur íbúa og segir að vandinn felist í of miklum hraða á Hringbraut. 12. janúar 2019 12:16 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
Það er bein tenging á milli umferðarhraða, slysahættu og alvarleika slysa að sögn Ólafar Kristjánsdóttur, umferðarverkfræðings hjá Mannviti. Þannig stórminnkar það alvarleika slysa að minnka umferðarhraða úr 50 kílómetra hraða á klukkustund í 40 kílómetra á klukkustund. Ólöf ræddi umferðina í Bítinu á Bylgjunni í morgun en mikið hefur verið rætt um Hringbrautina í því samhengi eftir að keyrt var á barn sem var að fara yfir á gönguljósum á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í liðinni viku. Ólöf segir að rannsóknir sýni að það að minnka umferðarhraða dragi mjög úr líkum þess að gangandi vegfarendur láti lífið við árekstur. Þannig séu rúmlega 80 prósent líkur á dauðsfalli þar sem umferðarhraði er 50 kílómetrar á klukkustund en tæplega 40 prósent líkur ef umferðarhraðinn er 40 kílómetrar á klukkustund. Ólöf Kristjánsdóttir er umferðarverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Mannvit.Ólöf segir mikilvægt að lækka umferðarhraðann á Hringbrautinni og gera gönguleiðir öruggari. Spurð út í hvort ráð væri að setja göngubrú eða undirgöng á þeim stað þar sem slysið varð í síðustu viku segir Ólöf að það væri fróðlegt að skoða hvort hægt væri að koma fyrir göngubrú á svæðinu. Mannvit hefði hins vegar skoðað hvort þarna væri hægt að koma fyrir undirgöngum og var niðurstaðan sú að það yrði mjög erfitt þar sem það myndu ekki nást ásættanlegir rampar. Viðtalið við Ólöfu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan en þar er nánar rætt um umferðarhraða og áhrif hans á mengun sem berst frá bílum.
Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00 Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur. 12. janúar 2019 08:42 Borgarstjóri vill lækka hámarkshraða á Hringbraut Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur undir áhyggjur íbúa og segir að vandinn felist í of miklum hraða á Hringbraut. 12. janúar 2019 12:16 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00
Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur. 12. janúar 2019 08:42
Borgarstjóri vill lækka hámarkshraða á Hringbraut Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur undir áhyggjur íbúa og segir að vandinn felist í of miklum hraða á Hringbraut. 12. janúar 2019 12:16