Tónlistarhátíð gegn skammdegisþunglyndi Stefán Þór Hjartarson skrifar 15. janúar 2019 08:30 Stelpurnar í Cyber eru alltaf hressar og kátar, jafnvel þótt þær séu að fjalla um hrylling og skrifstofur. Það er gífurlega mikill janúar akkúrat núna og eins og allir vita eru janúar og febrúar leiðinlegustu mánuðir ársins; útgáfa á tónlist, bíómyndum og öðru afþreyingarefni liggur í dvala – janúar og febrúar eru kallaðir „dump months“ í kvikmyndaheiminum til dæmis því að þangað „dömpa“ framleiðslufyrirtækin slöppustu myndunum sínum. Blaðamenn sitja sveittir alla daga við að reyna að finna fréttir enda er þetta líka svokölluð gúrkutíð. Alvarlegra mál er svo að þetta plús veðurharkan og skammdegið hefur neikvæð áhrif á geðheilsu fólks. Red Bull á Íslandi veit þetta og efnir því til tónlistarhátíðar í byrjun febrúar á skemmtistaðnum Paloma – S.A.D. festival. Flóni, Alvia, Cyber, Elli Grill, Ragga Holm og fleiri munu þar gera sitt besta til að lækna fólk af skammdegisþunglyndinu. „Þarna verður í boði sérvalin tónlist gegn D-vítamínskorti og skammdegisþunglyndi,“ segir Einar Stefánsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, en S.A.D. stendur fyrir „seasonal affective disorder“ eins og skammdegisþunglyndi kallast á ensku. „Allir þessir listamenn tækla sorgina í tónlistinni sinni, hver á sinn einstaka hátt, og því fannst okkur nauðsynlegt að fá þau til að spila á festivali á þessum erfiða tíma,“ segir Einar aðspurður hvernig þau hafi valið listamenn á festivalið. Flóni er einn fyrsti rapparinn á Íslandi til að gefa út tónlist í neo-emo rappstílnum sem hefur orðið nokkuð stór vestanhafs á síðustu árum og verið gerður vinsæll af röppurum eins og lil uzi vert og Juice WRLD. Alvia er svakalega litríkur tónlistarmaður, bæði bókstaflega litrík í útliti en gerir líka einstaklega hressandi músík sem kætir. Cyber hefur bæði kafað í hrylling með plötunni Horror en líka í litríka fantasíu um fyrirtækjarekstur á plötunni Bizness. Elli Grill hefur aldrei ekki verið brosandi og bara röddin í honum gæti komið manni í gott skap og Ragga Holm gerir drífandi „bangera“ sem ætti að rífa flesta upp. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sjá meira
Það er gífurlega mikill janúar akkúrat núna og eins og allir vita eru janúar og febrúar leiðinlegustu mánuðir ársins; útgáfa á tónlist, bíómyndum og öðru afþreyingarefni liggur í dvala – janúar og febrúar eru kallaðir „dump months“ í kvikmyndaheiminum til dæmis því að þangað „dömpa“ framleiðslufyrirtækin slöppustu myndunum sínum. Blaðamenn sitja sveittir alla daga við að reyna að finna fréttir enda er þetta líka svokölluð gúrkutíð. Alvarlegra mál er svo að þetta plús veðurharkan og skammdegið hefur neikvæð áhrif á geðheilsu fólks. Red Bull á Íslandi veit þetta og efnir því til tónlistarhátíðar í byrjun febrúar á skemmtistaðnum Paloma – S.A.D. festival. Flóni, Alvia, Cyber, Elli Grill, Ragga Holm og fleiri munu þar gera sitt besta til að lækna fólk af skammdegisþunglyndinu. „Þarna verður í boði sérvalin tónlist gegn D-vítamínskorti og skammdegisþunglyndi,“ segir Einar Stefánsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, en S.A.D. stendur fyrir „seasonal affective disorder“ eins og skammdegisþunglyndi kallast á ensku. „Allir þessir listamenn tækla sorgina í tónlistinni sinni, hver á sinn einstaka hátt, og því fannst okkur nauðsynlegt að fá þau til að spila á festivali á þessum erfiða tíma,“ segir Einar aðspurður hvernig þau hafi valið listamenn á festivalið. Flóni er einn fyrsti rapparinn á Íslandi til að gefa út tónlist í neo-emo rappstílnum sem hefur orðið nokkuð stór vestanhafs á síðustu árum og verið gerður vinsæll af röppurum eins og lil uzi vert og Juice WRLD. Alvia er svakalega litríkur tónlistarmaður, bæði bókstaflega litrík í útliti en gerir líka einstaklega hressandi músík sem kætir. Cyber hefur bæði kafað í hrylling með plötunni Horror en líka í litríka fantasíu um fyrirtækjarekstur á plötunni Bizness. Elli Grill hefur aldrei ekki verið brosandi og bara röddin í honum gæti komið manni í gott skap og Ragga Holm gerir drífandi „bangera“ sem ætti að rífa flesta upp.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sjá meira