Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar hjá Sýn og munu tveir stjórnendur láta af störfum. Eftir breytingarnar munu einstaklingssvið og fyrirtækjasvið vera rekin sem tvö sjálfstæð svið undir sölu og þjónustu og Miðlar heyra beint undir forstjóra.
Björn Víglundsson, framkvæmdarstjóri Miðla hjá Sýn hefur gert samkomulag um starfslok sem og Ragnheiður Hauksdóttir sem leitt hefur einstaklingssvið Sýnar.
Þá mun Þorvarður Sveinsson taka við hlutverki rekstrarstjóra en hann hefur leitt fyrirtækjasvið fram að þessu. Hann mun bera ábyrgð á rekstrarmálum þvert á fyrirtækið.
Elmar Hallgríms Hallgrímsson hefur verið ráðinn til að leiða sölu og þjónustu einstaklinga og Trausti Guðmundsson mun leiða fyrirtækjahlutann. Elmar lét af störfum sem stjórnandi hjá Torgi ehf. í september síðastliðnum.
Vísir er í eigu Sýnar hf.
Tveir stjórnendur hætta hjá Sýn
Sylvía Hall skrifar

Mest lesið



Stytta skammarkrókinn til muna
Neytendur

Gjaldþrota meðhöndlari
Viðskipti innlent

Bobbingastaður í bobba
Viðskipti erlent

Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið
Viðskipti erlent

Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu
Viðskipti innlent

Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita
Viðskipti innlent

Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann
Viðskipti innlent

E. coli í frönskum osti
Neytendur