Þingmenn búa sig undir umræður um veggjöld Kristján Már Unnarsson skrifar 14. janúar 2019 19:00 Katrín Jakobsdóttir heilsar Eyjólfi Árna Rafnssyni, sem var gestur á þingflokksfundi Vinstri grænna í dag. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Þingmenn búa sig nú undir umræður um veggjöld en samgönguáætlun, sala ríkisbankanna og átök á vinnumarkaði eru líkleg til að verða stærstu mál Alþingis á næstu vikum. Þrír þingmenn eru enn í leyfi frá þingstörfum vegna hneykslismála. Rætt var við Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, í fréttum Stöðvar 2. Þótt formlegir þingfundir hefjist ekki fyrr en í næstu viku eru þingstörfin í raun hafin. Þannig funduðu nokkrir þingflokkar í dag og störf þingnefnda fara á fullt á morgun.Katrín Jakobsdóttir í Alþingishúsinu í dagStöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í Alþingishúsinu sáum við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra koma til fundar með þingflokki Vinstri grænna. Við ályktuðum að þar væru veggjöld á dagskrá þegar við sjáum að Eyjólfur Árni Rafnsson var kallaður til sem gestur en hann er formaður starfshóps samgönguráðherra um fjármögnun vegaframkvæmda. Samgönguáætlun verður einmitt eitt af stóru málunum sem bíða þingsins á fyrstu dögum, að sögn Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, sem rifjar upp að samkomulag hafi tekist fyrir jól um að ljúka afgreiðslu hennar um mánaðamót. Hann nefnir einnig umræðu um Hvítbókina um framtíð fjármálakerfisins, en þar undir er sala ríkisbankanna. Forsætisnefnd Alþingis fundaði í dag til að skipuleggja verkefni þingsins framundan. Steingrímur býst við því að þingfundir hefjist með því að forsætisráðherra flytji munnlega skýrslu um það sem er framundan á vettvangi stjórnmálanna.Frá fundi forsætisnefndar Alþingis í dag.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Auðvitað eru margir að horfa til stöðunnar á vinnumarkaði. Það kann að hafa áhrif hér í störfum þingsins ef það kemur til kasta stjórnvalda í þeim efnum,“ segir Steingrímur. Svokallað Klaustursmál setti skugga á þingstörfin fyrir jól en forsætisnefnd Alþingis lýsti sig þá vanhæfa til að fjalla um það. „Það verður rætt núna bæði í forsætisnefnd og síðan á vettvangi formanna þingflokkanna hvernig við komum því máli bara í réttan farveg.“ -Hvaða farveg eruð þið að hugsa um? „Það verður bara séð til þess að málið gangi sína leið, væntanlega til siðanefndar, eins og búið var að ákveða,“ svarar Steingrímur.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Sú óvenjulega staða er uppi að þrír þingmenn eru í leyfi frá þingstörfum vegna hneykslismála, þeir Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Ágúst Ólafur Ágústsson. En munu þeir setjast á þing á ný þegar Alþingi kemur saman í næstu viku? „Það er alveg í þeirra höndum. Ég hef engar upplýsingar um það á þessari stundu,“ segir forseti Alþingis. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Stj.mál Vegtollar Tengdar fréttir FÍB vill að ráðamenn skili bílasköttum til vegagerðar Félag íslenskra bifreiðaeigenda óttast að innheimtukerfi vegtolla verði of dýr lausn fyrir örríki eins og Ísland og hvetur ráðamenn frekar til að láta þá skatta, sem þegar eru teknir af bíleigendum, renna til vegagerðar. 17. desember 2018 20:30 Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00 Telur blekkingar viðhafðar varðandi veggjöldin 100 til 140 krónur í veggjald duga ekki til að standa undir fyrirhuguðum vegaframkvæmdum. 27. desember 2018 12:01 Vill selja ríkiseignir fremur en að þyngja álögur á landsmenn Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sjálfstæðismaðurinn Óli Björn Kárason, segir ríkið geta kostað vegagerð með því að selja eignir og kveðst andvígur því að álögur verði þyngdar á landsmenn með nýrri tegund skattheimtu. 2. janúar 2019 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Þingmenn búa sig nú undir umræður um veggjöld en samgönguáætlun, sala ríkisbankanna og átök á vinnumarkaði eru líkleg til að verða stærstu mál Alþingis á næstu vikum. Þrír þingmenn eru enn í leyfi frá þingstörfum vegna hneykslismála. Rætt var við Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, í fréttum Stöðvar 2. Þótt formlegir þingfundir hefjist ekki fyrr en í næstu viku eru þingstörfin í raun hafin. Þannig funduðu nokkrir þingflokkar í dag og störf þingnefnda fara á fullt á morgun.Katrín Jakobsdóttir í Alþingishúsinu í dagStöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í Alþingishúsinu sáum við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra koma til fundar með þingflokki Vinstri grænna. Við ályktuðum að þar væru veggjöld á dagskrá þegar við sjáum að Eyjólfur Árni Rafnsson var kallaður til sem gestur en hann er formaður starfshóps samgönguráðherra um fjármögnun vegaframkvæmda. Samgönguáætlun verður einmitt eitt af stóru málunum sem bíða þingsins á fyrstu dögum, að sögn Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, sem rifjar upp að samkomulag hafi tekist fyrir jól um að ljúka afgreiðslu hennar um mánaðamót. Hann nefnir einnig umræðu um Hvítbókina um framtíð fjármálakerfisins, en þar undir er sala ríkisbankanna. Forsætisnefnd Alþingis fundaði í dag til að skipuleggja verkefni þingsins framundan. Steingrímur býst við því að þingfundir hefjist með því að forsætisráðherra flytji munnlega skýrslu um það sem er framundan á vettvangi stjórnmálanna.Frá fundi forsætisnefndar Alþingis í dag.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Auðvitað eru margir að horfa til stöðunnar á vinnumarkaði. Það kann að hafa áhrif hér í störfum þingsins ef það kemur til kasta stjórnvalda í þeim efnum,“ segir Steingrímur. Svokallað Klaustursmál setti skugga á þingstörfin fyrir jól en forsætisnefnd Alþingis lýsti sig þá vanhæfa til að fjalla um það. „Það verður rætt núna bæði í forsætisnefnd og síðan á vettvangi formanna þingflokkanna hvernig við komum því máli bara í réttan farveg.“ -Hvaða farveg eruð þið að hugsa um? „Það verður bara séð til þess að málið gangi sína leið, væntanlega til siðanefndar, eins og búið var að ákveða,“ svarar Steingrímur.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Sú óvenjulega staða er uppi að þrír þingmenn eru í leyfi frá þingstörfum vegna hneykslismála, þeir Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Ágúst Ólafur Ágústsson. En munu þeir setjast á þing á ný þegar Alþingi kemur saman í næstu viku? „Það er alveg í þeirra höndum. Ég hef engar upplýsingar um það á þessari stundu,“ segir forseti Alþingis. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Stj.mál Vegtollar Tengdar fréttir FÍB vill að ráðamenn skili bílasköttum til vegagerðar Félag íslenskra bifreiðaeigenda óttast að innheimtukerfi vegtolla verði of dýr lausn fyrir örríki eins og Ísland og hvetur ráðamenn frekar til að láta þá skatta, sem þegar eru teknir af bíleigendum, renna til vegagerðar. 17. desember 2018 20:30 Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00 Telur blekkingar viðhafðar varðandi veggjöldin 100 til 140 krónur í veggjald duga ekki til að standa undir fyrirhuguðum vegaframkvæmdum. 27. desember 2018 12:01 Vill selja ríkiseignir fremur en að þyngja álögur á landsmenn Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sjálfstæðismaðurinn Óli Björn Kárason, segir ríkið geta kostað vegagerð með því að selja eignir og kveðst andvígur því að álögur verði þyngdar á landsmenn með nýrri tegund skattheimtu. 2. janúar 2019 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
FÍB vill að ráðamenn skili bílasköttum til vegagerðar Félag íslenskra bifreiðaeigenda óttast að innheimtukerfi vegtolla verði of dýr lausn fyrir örríki eins og Ísland og hvetur ráðamenn frekar til að láta þá skatta, sem þegar eru teknir af bíleigendum, renna til vegagerðar. 17. desember 2018 20:30
Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00
Telur blekkingar viðhafðar varðandi veggjöldin 100 til 140 krónur í veggjald duga ekki til að standa undir fyrirhuguðum vegaframkvæmdum. 27. desember 2018 12:01
Vill selja ríkiseignir fremur en að þyngja álögur á landsmenn Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sjálfstæðismaðurinn Óli Björn Kárason, segir ríkið geta kostað vegagerð með því að selja eignir og kveðst andvígur því að álögur verði þyngdar á landsmenn með nýrri tegund skattheimtu. 2. janúar 2019 20:00