Varaformaður VG selur einbýlishús sitt á Akureyri Stefán Árni Pálsson skrifar 14. janúar 2019 14:30 Edward H. Huijbens og fjölskyldan að leiðinni til Hollands. Edward H. Huijbens, varaformaður VG, hefur sett einbýlishús sitt við Kringlumýri á Akureyri á sölu og er ásett verð 54,9 milljónir. Frá þessu greinir Edward í stöðufærslu á Facebook en hann og fjölskyldan eru að flytja til Hollands. „Eftir fjögurra mánaða útlegð á hafinu í haust, í ljúfu frelsi internetsleysis, komum við fjölskyldan heim milli jóla og nýárs. Þá hófst næsta verkefni sem er að undirbúa flutning til Hollands. Ég fékk afbragðs tilboð um að leiða rannsóknarhóp á sviði menningarlandfræði við Wageningen háskóla og hef þar störf sem prófessor og stjórnandi þessa 30 manna hóps 1. febrúar. Þetta er mikið akademískt framfaraspor, en auðvitað með trega sem maður fer frá eyjunni ísa. Ég mun starfa sem varaformaður VG fram að landsfundi í haust, enda fjölskyldan ekki að elta mig út fyrr en þá og stutt er milli Amsterdam og Íslands,“ segir Edward. Um er að ræða 151 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr á góðum stað á Brekkunni á Akureyri. Húsið var byggt árið 1960 og eru alls þrjú svefnherbergi í eigninni og tvö baðherbergi. Í fasteignalýsingu eignarinnar segir að Edward og fjölskylda hans hafi gert miklar endurbætur á húsinu árið 2006 og er búið að endurnýja glugga, gler og útihurðir að mestu, rafmagn endurnýjað sem og innréttingar, gólfefni, skólplagnir ofl. Hér að neðan má sjá myndir af eigninni.Fallegt hús á góðum stað fyrir norðan.Borðstofan og eldhúsið liggja samhliða.Eldhúsið tekið í gegn árið 2006.Setustofan skemmtileg hjá Edward og co.Stórt hjónaherbergi. Akureyri Hús og heimili Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira
Edward H. Huijbens, varaformaður VG, hefur sett einbýlishús sitt við Kringlumýri á Akureyri á sölu og er ásett verð 54,9 milljónir. Frá þessu greinir Edward í stöðufærslu á Facebook en hann og fjölskyldan eru að flytja til Hollands. „Eftir fjögurra mánaða útlegð á hafinu í haust, í ljúfu frelsi internetsleysis, komum við fjölskyldan heim milli jóla og nýárs. Þá hófst næsta verkefni sem er að undirbúa flutning til Hollands. Ég fékk afbragðs tilboð um að leiða rannsóknarhóp á sviði menningarlandfræði við Wageningen háskóla og hef þar störf sem prófessor og stjórnandi þessa 30 manna hóps 1. febrúar. Þetta er mikið akademískt framfaraspor, en auðvitað með trega sem maður fer frá eyjunni ísa. Ég mun starfa sem varaformaður VG fram að landsfundi í haust, enda fjölskyldan ekki að elta mig út fyrr en þá og stutt er milli Amsterdam og Íslands,“ segir Edward. Um er að ræða 151 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr á góðum stað á Brekkunni á Akureyri. Húsið var byggt árið 1960 og eru alls þrjú svefnherbergi í eigninni og tvö baðherbergi. Í fasteignalýsingu eignarinnar segir að Edward og fjölskylda hans hafi gert miklar endurbætur á húsinu árið 2006 og er búið að endurnýja glugga, gler og útihurðir að mestu, rafmagn endurnýjað sem og innréttingar, gólfefni, skólplagnir ofl. Hér að neðan má sjá myndir af eigninni.Fallegt hús á góðum stað fyrir norðan.Borðstofan og eldhúsið liggja samhliða.Eldhúsið tekið í gegn árið 2006.Setustofan skemmtileg hjá Edward og co.Stórt hjónaherbergi.
Akureyri Hús og heimili Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira