Könnuðu kvíða, andlega hörku og árangurshneigð hjá Gunnari Nelson og Sunnu Tsunami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2019 10:30 Gunnar Nelson í einu af prófunum. Mynd/Mjölnir Íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík gerði allskonar próf á keppnisliði Mjölnis. Bardagafólkið öfluga Gunnar Nelson og Sunna Tsunami voru meðal annars í þessum prófum. Keppnislið Mjölnis í blönduðum bardagaíþróttum og brasilísku jiu-jitsu voru tekin í allsherjar stöðumat af íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík um helgina. Mjölnir og HR hafa átt í samstarfi í rúmt ár þar sem nemendur í íþróttafræði í skólanum taka keppendur Mjölnis í líkamleg og sálræn próf. Gunnar Nelson og Sunna Tsunami voru meðal þeirra sem ætla að nýta sér nýjustu tækni og rannsóknir innan íþróttafræðanna til að ná betri árangri í búrinu á næstunni. Bæði stefna þau á frekari bardaga á alþjóðlegum vettvangi á árinu 2019. Á laugardaginn fóru fram mælingar á keppendum Mjölnis en þetta er í annað sinn sem keppendurnir eru teknir í slík próf. Næstu próf fara svo fram eftir þrjá mánuði og geta keppendur því fylgst með eigin framförum. Allir keppendur fá svo mat á því hvar þeir standa í samanburði við aðra í liðinu og að hverju þarf að huga til að bæta frammistöðu. Mælingarnar eru hluti af masters verkefni Davíðs Má Sigurðssonar og fóru keppendur í nokkur próf. Fyrst fóru keppendur í próf í sálfræðilegri færni þar sem atriði eins og kvíði, andleg harka og árangurshneigð voru skoðuð. Næst var hæð, þyngd, faðmlengd og hámarks gripstyrkur mælt áður en líkamlegi hlutinn hófst. Í líkamlega hlutanum var snerpa, stökkkraftur, hreyfanleiki, liðleiki, styrkur (armbeygjur og réttstöðulyfta) og þol (500m róður á sem skemmstum tíma) kannað. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá prófunum.Mynd/MjölnirMynd/MjölnirMynd/MjölnirMynd/MjölnirMynd/MjölnirMynd/MjölnirMynd/Mjölnir MMA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Sjá meira
Íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík gerði allskonar próf á keppnisliði Mjölnis. Bardagafólkið öfluga Gunnar Nelson og Sunna Tsunami voru meðal annars í þessum prófum. Keppnislið Mjölnis í blönduðum bardagaíþróttum og brasilísku jiu-jitsu voru tekin í allsherjar stöðumat af íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík um helgina. Mjölnir og HR hafa átt í samstarfi í rúmt ár þar sem nemendur í íþróttafræði í skólanum taka keppendur Mjölnis í líkamleg og sálræn próf. Gunnar Nelson og Sunna Tsunami voru meðal þeirra sem ætla að nýta sér nýjustu tækni og rannsóknir innan íþróttafræðanna til að ná betri árangri í búrinu á næstunni. Bæði stefna þau á frekari bardaga á alþjóðlegum vettvangi á árinu 2019. Á laugardaginn fóru fram mælingar á keppendum Mjölnis en þetta er í annað sinn sem keppendurnir eru teknir í slík próf. Næstu próf fara svo fram eftir þrjá mánuði og geta keppendur því fylgst með eigin framförum. Allir keppendur fá svo mat á því hvar þeir standa í samanburði við aðra í liðinu og að hverju þarf að huga til að bæta frammistöðu. Mælingarnar eru hluti af masters verkefni Davíðs Má Sigurðssonar og fóru keppendur í nokkur próf. Fyrst fóru keppendur í próf í sálfræðilegri færni þar sem atriði eins og kvíði, andleg harka og árangurshneigð voru skoðuð. Næst var hæð, þyngd, faðmlengd og hámarks gripstyrkur mælt áður en líkamlegi hlutinn hófst. Í líkamlega hlutanum var snerpa, stökkkraftur, hreyfanleiki, liðleiki, styrkur (armbeygjur og réttstöðulyfta) og þol (500m róður á sem skemmstum tíma) kannað. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá prófunum.Mynd/MjölnirMynd/MjölnirMynd/MjölnirMynd/MjölnirMynd/MjölnirMynd/MjölnirMynd/Mjölnir
MMA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Sjá meira