„Mennska Ken-dúkkan“ sögð verða fulltrúi San Marínó í Eurovision Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2019 21:58 Rodrigo Alves hefur gengist undir fjölmargar lýtaaðgerðir til að fullkomna útlitið. Getty/Maria Moratti Rodrigo Alves, sem þekktastur er fyrir að líkjast Ken-dúkkunni frægu, hefur verið orðaður við þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi. Alves er sagður munu taka þátt í keppninni fyrir hönd San Marínó. Sanmarínóska ríkissjónvarpið SMRTV hefur ekki staðfest þátttöku Alves en orðrómar þess efnis hafa þó verið nokkuð þrálátir síðustu misseri, samkvæmt frétt Eurovision-vefsíðunnar ESC Bubble. Alves sjálfur virðist þó fullviss um þátttöku sína í keppninni ef marka má færslu sem hann birti á Instagram í dag. Þar hefur Alves skeytt saman mynd af sjálfum sér og opinberu merki San Marínó í Eurovision. Í texta við myndina lýsir Alves því yfir að „draumar rætist í raun og veru“ með hjálp kærleika, staðfestu og virðingar við náungann. View this post on InstagramDreams do come true !! With hard work, dedication, respect to one another and love we all can achieve our dreams ! #eurovision #rodrigoalves #sanmarino A post shared by Rodrigo Alves (@rodrigoalvesuk) on Jan 13, 2019 at 12:00pm PST Samkvæmt frétt ESC Bubble mun SMRTV tilkynna um þátttakandann sem orðið hefur fyrir valinu þann 21. janúar næstkomandi. Þá kemur í ljós hvort Alves, betur þekktur undir nafninu „Mennska Ken-dúkkan“, stígi á svið í Tel Aviv í maí. Alves er fæddur í Brasilíu árið 1983 en öðlaðist frægð í Bretlandi fyrir sérkennilegt útlit sitt, sem hann hefur mótað eftir eigin höfði með hjálp lýtaaðgerða. Hann tók þátt í bresku raunveruleikaþáttaröðinni Celebrity Big Brother í fyrra en var rekinn úr þáttunum eftir að hann viðhafði orðalag þrungið kynþáttafordómum. San Marínó hefur tekið þátt í Eurovision síðan árið 2008 með hléum. Þar af hefur söngkonan Valentina Monetta tekið þátt fjórum sinnum. Eurovision Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Rodrigo Alves, sem þekktastur er fyrir að líkjast Ken-dúkkunni frægu, hefur verið orðaður við þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi. Alves er sagður munu taka þátt í keppninni fyrir hönd San Marínó. Sanmarínóska ríkissjónvarpið SMRTV hefur ekki staðfest þátttöku Alves en orðrómar þess efnis hafa þó verið nokkuð þrálátir síðustu misseri, samkvæmt frétt Eurovision-vefsíðunnar ESC Bubble. Alves sjálfur virðist þó fullviss um þátttöku sína í keppninni ef marka má færslu sem hann birti á Instagram í dag. Þar hefur Alves skeytt saman mynd af sjálfum sér og opinberu merki San Marínó í Eurovision. Í texta við myndina lýsir Alves því yfir að „draumar rætist í raun og veru“ með hjálp kærleika, staðfestu og virðingar við náungann. View this post on InstagramDreams do come true !! With hard work, dedication, respect to one another and love we all can achieve our dreams ! #eurovision #rodrigoalves #sanmarino A post shared by Rodrigo Alves (@rodrigoalvesuk) on Jan 13, 2019 at 12:00pm PST Samkvæmt frétt ESC Bubble mun SMRTV tilkynna um þátttakandann sem orðið hefur fyrir valinu þann 21. janúar næstkomandi. Þá kemur í ljós hvort Alves, betur þekktur undir nafninu „Mennska Ken-dúkkan“, stígi á svið í Tel Aviv í maí. Alves er fæddur í Brasilíu árið 1983 en öðlaðist frægð í Bretlandi fyrir sérkennilegt útlit sitt, sem hann hefur mótað eftir eigin höfði með hjálp lýtaaðgerða. Hann tók þátt í bresku raunveruleikaþáttaröðinni Celebrity Big Brother í fyrra en var rekinn úr þáttunum eftir að hann viðhafði orðalag þrungið kynþáttafordómum. San Marínó hefur tekið þátt í Eurovision síðan árið 2008 með hléum. Þar af hefur söngkonan Valentina Monetta tekið þátt fjórum sinnum.
Eurovision Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira