Sveitarstjóri fundar með stjórn HSU vegna fækkunar sjúkraflutningamanna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. janúar 2019 12:23 Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í lok síðasta árs að til stæði að fækka sjúkraflutningamönnum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands úr 27 í 23. Vísir/Vilhelm Sveitarstjóri Rangárþings ytra hefur miklar áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi. Hann vill fá skýringar á því hvort fækkunin sé nauðsynleg ráðstöfun. Sveitastjórnin mun funda með Heilbrigðisstofnun Suðurlands í fyrramálið. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í lok síðasta árs að til stæði að fækka sjúkraflutningamönnum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands úr 27 í 23. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, hefur áhyggjur af fækkuninni og segir fjármuni tryggða fyrir sjúkraflutningum í Rangárþingi. Því hefur hann boðað stjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands til fundar á morgun en sveitastjórnin vill skýringar á fækkuninni. „Samkvæmt upplýsingum frá þeim þingmönnum sem tóku þátt í því að tryggja fjármuni þá telja þeir að þetta sé fullfjármagnað. Þess vegna viljum við ræða við stjórn HSU, komast að því hvort þetta sé nauðsynleg ráðstöfun og fá skýringar á henni. Við höfum áhyggjur af fækkuninni þar sem hér er þung umferð. Hér hefur ferðamennska aukist gríðarlega á síðustu árum og því viljum við, bæði fyrir íbúa og þá sem eru hér gestir, hafa trygga sjúkraflutninga. Það er auðvitað alltaf erfitt að ná endum saman og maður hefur skilning á því en við teljum að þetta sé fullfjármagnað,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitastjói Rangárþings ytra. Þá hefur hann einnig áhyggjur af fyrirkomulagi vakta í ljósi þungrar umferðar á svæðinu. „Það er gert ráð fyrir því að þarna verði bakvaktir í staðin fyrir staðbundnar vaktir á nóttunni. Það er auðvitað lausn sem menn þekkja en þá er um að ræða fólk sem er ekki í sjúkraflutningum að öllu jöfnu og hefur því ekki sömu þjálfun,“ sagði Ágúst. Heilbrigðismál Rangárþing ytra Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Yfirlýsing vegna pistils forstjóra HSu Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands, segir í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar í gærkvöldi að fyrirsögn á frétt Vísis um fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé villandi og ósönn. 31. desember 2018 08:08 Lýsa yfir miklum áhyggjum vegna fækkunar sjúkraflutningamanna Til stendur að fækka sjúkraflutningamönnum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands úr 27 í 23. 9. janúar 2019 22:10 Hefur áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið. 31. desember 2018 13:06 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Sveitarstjóri Rangárþings ytra hefur miklar áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi. Hann vill fá skýringar á því hvort fækkunin sé nauðsynleg ráðstöfun. Sveitastjórnin mun funda með Heilbrigðisstofnun Suðurlands í fyrramálið. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í lok síðasta árs að til stæði að fækka sjúkraflutningamönnum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands úr 27 í 23. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, hefur áhyggjur af fækkuninni og segir fjármuni tryggða fyrir sjúkraflutningum í Rangárþingi. Því hefur hann boðað stjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands til fundar á morgun en sveitastjórnin vill skýringar á fækkuninni. „Samkvæmt upplýsingum frá þeim þingmönnum sem tóku þátt í því að tryggja fjármuni þá telja þeir að þetta sé fullfjármagnað. Þess vegna viljum við ræða við stjórn HSU, komast að því hvort þetta sé nauðsynleg ráðstöfun og fá skýringar á henni. Við höfum áhyggjur af fækkuninni þar sem hér er þung umferð. Hér hefur ferðamennska aukist gríðarlega á síðustu árum og því viljum við, bæði fyrir íbúa og þá sem eru hér gestir, hafa trygga sjúkraflutninga. Það er auðvitað alltaf erfitt að ná endum saman og maður hefur skilning á því en við teljum að þetta sé fullfjármagnað,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitastjói Rangárþings ytra. Þá hefur hann einnig áhyggjur af fyrirkomulagi vakta í ljósi þungrar umferðar á svæðinu. „Það er gert ráð fyrir því að þarna verði bakvaktir í staðin fyrir staðbundnar vaktir á nóttunni. Það er auðvitað lausn sem menn þekkja en þá er um að ræða fólk sem er ekki í sjúkraflutningum að öllu jöfnu og hefur því ekki sömu þjálfun,“ sagði Ágúst.
Heilbrigðismál Rangárþing ytra Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Yfirlýsing vegna pistils forstjóra HSu Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands, segir í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar í gærkvöldi að fyrirsögn á frétt Vísis um fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé villandi og ósönn. 31. desember 2018 08:08 Lýsa yfir miklum áhyggjum vegna fækkunar sjúkraflutningamanna Til stendur að fækka sjúkraflutningamönnum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands úr 27 í 23. 9. janúar 2019 22:10 Hefur áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið. 31. desember 2018 13:06 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Yfirlýsing vegna pistils forstjóra HSu Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands, segir í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar í gærkvöldi að fyrirsögn á frétt Vísis um fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé villandi og ósönn. 31. desember 2018 08:08
Lýsa yfir miklum áhyggjum vegna fækkunar sjúkraflutningamanna Til stendur að fækka sjúkraflutningamönnum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands úr 27 í 23. 9. janúar 2019 22:10
Hefur áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið. 31. desember 2018 13:06