Sveitarstjóri fundar með stjórn HSU vegna fækkunar sjúkraflutningamanna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. janúar 2019 12:23 Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í lok síðasta árs að til stæði að fækka sjúkraflutningamönnum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands úr 27 í 23. Vísir/Vilhelm Sveitarstjóri Rangárþings ytra hefur miklar áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi. Hann vill fá skýringar á því hvort fækkunin sé nauðsynleg ráðstöfun. Sveitastjórnin mun funda með Heilbrigðisstofnun Suðurlands í fyrramálið. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í lok síðasta árs að til stæði að fækka sjúkraflutningamönnum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands úr 27 í 23. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, hefur áhyggjur af fækkuninni og segir fjármuni tryggða fyrir sjúkraflutningum í Rangárþingi. Því hefur hann boðað stjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands til fundar á morgun en sveitastjórnin vill skýringar á fækkuninni. „Samkvæmt upplýsingum frá þeim þingmönnum sem tóku þátt í því að tryggja fjármuni þá telja þeir að þetta sé fullfjármagnað. Þess vegna viljum við ræða við stjórn HSU, komast að því hvort þetta sé nauðsynleg ráðstöfun og fá skýringar á henni. Við höfum áhyggjur af fækkuninni þar sem hér er þung umferð. Hér hefur ferðamennska aukist gríðarlega á síðustu árum og því viljum við, bæði fyrir íbúa og þá sem eru hér gestir, hafa trygga sjúkraflutninga. Það er auðvitað alltaf erfitt að ná endum saman og maður hefur skilning á því en við teljum að þetta sé fullfjármagnað,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitastjói Rangárþings ytra. Þá hefur hann einnig áhyggjur af fyrirkomulagi vakta í ljósi þungrar umferðar á svæðinu. „Það er gert ráð fyrir því að þarna verði bakvaktir í staðin fyrir staðbundnar vaktir á nóttunni. Það er auðvitað lausn sem menn þekkja en þá er um að ræða fólk sem er ekki í sjúkraflutningum að öllu jöfnu og hefur því ekki sömu þjálfun,“ sagði Ágúst. Heilbrigðismál Rangárþing ytra Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Yfirlýsing vegna pistils forstjóra HSu Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands, segir í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar í gærkvöldi að fyrirsögn á frétt Vísis um fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé villandi og ósönn. 31. desember 2018 08:08 Lýsa yfir miklum áhyggjum vegna fækkunar sjúkraflutningamanna Til stendur að fækka sjúkraflutningamönnum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands úr 27 í 23. 9. janúar 2019 22:10 Hefur áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið. 31. desember 2018 13:06 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Sveitarstjóri Rangárþings ytra hefur miklar áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi. Hann vill fá skýringar á því hvort fækkunin sé nauðsynleg ráðstöfun. Sveitastjórnin mun funda með Heilbrigðisstofnun Suðurlands í fyrramálið. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í lok síðasta árs að til stæði að fækka sjúkraflutningamönnum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands úr 27 í 23. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, hefur áhyggjur af fækkuninni og segir fjármuni tryggða fyrir sjúkraflutningum í Rangárþingi. Því hefur hann boðað stjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands til fundar á morgun en sveitastjórnin vill skýringar á fækkuninni. „Samkvæmt upplýsingum frá þeim þingmönnum sem tóku þátt í því að tryggja fjármuni þá telja þeir að þetta sé fullfjármagnað. Þess vegna viljum við ræða við stjórn HSU, komast að því hvort þetta sé nauðsynleg ráðstöfun og fá skýringar á henni. Við höfum áhyggjur af fækkuninni þar sem hér er þung umferð. Hér hefur ferðamennska aukist gríðarlega á síðustu árum og því viljum við, bæði fyrir íbúa og þá sem eru hér gestir, hafa trygga sjúkraflutninga. Það er auðvitað alltaf erfitt að ná endum saman og maður hefur skilning á því en við teljum að þetta sé fullfjármagnað,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitastjói Rangárþings ytra. Þá hefur hann einnig áhyggjur af fyrirkomulagi vakta í ljósi þungrar umferðar á svæðinu. „Það er gert ráð fyrir því að þarna verði bakvaktir í staðin fyrir staðbundnar vaktir á nóttunni. Það er auðvitað lausn sem menn þekkja en þá er um að ræða fólk sem er ekki í sjúkraflutningum að öllu jöfnu og hefur því ekki sömu þjálfun,“ sagði Ágúst.
Heilbrigðismál Rangárþing ytra Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Yfirlýsing vegna pistils forstjóra HSu Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands, segir í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar í gærkvöldi að fyrirsögn á frétt Vísis um fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé villandi og ósönn. 31. desember 2018 08:08 Lýsa yfir miklum áhyggjum vegna fækkunar sjúkraflutningamanna Til stendur að fækka sjúkraflutningamönnum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands úr 27 í 23. 9. janúar 2019 22:10 Hefur áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið. 31. desember 2018 13:06 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Yfirlýsing vegna pistils forstjóra HSu Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands, segir í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar í gærkvöldi að fyrirsögn á frétt Vísis um fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé villandi og ósönn. 31. desember 2018 08:08
Lýsa yfir miklum áhyggjum vegna fækkunar sjúkraflutningamanna Til stendur að fækka sjúkraflutningamönnum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands úr 27 í 23. 9. janúar 2019 22:10
Hefur áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið. 31. desember 2018 13:06