Karl Gauti er reiður, sár, móðgaður og hefnigjarn segir formaður Flokks fólksins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. janúar 2019 18:35 Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir sorglegt að sjá Karl Gauta Hjaltason fyrrverandi varaþingflokksformann flokksins sáran, reiðan og fullan af hefnigirni, saka hana um óeðlilega fjármálastjórn flokksins. Hann segir hins vegar óeðlilegt að náinn fjölskyldumeðlimur formannsins hafi verið ráðinn til flokksins og að hún hafi gegnt embætti gjaldkera og verið prófkúruhafi. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sakaði Karl Gauti Haltason óháður þingmaður, Ingu Sæland Formann flokks fólksins um óeðlilega fjármálastjórn. Óeðlilegt væri að stjórnmálaleiðtogi sem hefði yfir að ráða verulegum fjármunum væri alls ráðandi í flokki sem prófkúruhafi, gjaldkeri og formaður. Hún réði auk þess nána fjölskyldumeðlimi í störf innan flokksins. Karl sagði að með þessu væri hann að skýra gagnrýni sína á Ingu á Klausturbarnum í nóvember þar sem kom fram að hún hefði litla forystuhæfileika. Þess ber þó að geta að Karl sendi frá sér yfirlýsingu í lok nóvember þar sem hann lýsti fullu traustu á hana sem formann flokksins en var rekinn úr flokknum skömmu síðar. Inga Sæland er döpur yfir málinu. „Það sem er sorglegt að sjá hvernig þessi fyrrverandi varaþingflokksformaður stígur fram núna sár reiður, móðgaður og fullur af hefnigirni,“ segir Inga. Hún segir rétt að hún hafi gegnt embætti gjaldkera, „Ég stofnaði Flokk fólksins og er allt í öllu í upphafi og var því gjaldkeri en lét af því embætti í desember þegar Jónína Björk Óskarsdóttir tók við,“ segir Inga. Inga Sæland segist ennþá vera með prófkúru á reikningi flokksins og ætlar ekki að láta hana frá sér. Hún segir enn fremur að stjórn og kjördæmaráð hafi ákveðið að ráða son hennar á skrifstofu flokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. „Hann er yngsti sonur minn og byrjaði sem sjálfboðaliði en stjórnin ákvað síðan að ráða hann í starf fyrir flokkinn enda er hann ekki bara hæfur heldur líka traustsins verður. Ég er bara ákaflega stolt af því að hann sé starfsmaður okkar og það er engin fyrirsjáanleg breyting á því. ,“ segir Inga. Inga segist hvorki hafa fengið gagnrýni á störf sín sem gjaldkeri og prófkúruhafi né að sonur hennar hafi verið ráðinn til flokksins fyrr en Karl Gauti hafi sett hana fram. „Það hefur ekki borið á neinu slíku fyrir en Karl Gauti stígur fram af þessari illgirni,“ segir hún. „Flokkur fólksins hefur ekkert að fela. Baráttumál okkar númer eitt er að útrýma fátækt í landinu og því er afar dapurt að sjá hvernig þessir einstaklingar sem hafa aldrei þurft að vera fátækir stíga fram núna eins og Karl Gauti Hjaltason gerir, segir Inga að lokum. Alþingi Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir sorglegt að sjá Karl Gauta Hjaltason fyrrverandi varaþingflokksformann flokksins sáran, reiðan og fullan af hefnigirni, saka hana um óeðlilega fjármálastjórn flokksins. Hann segir hins vegar óeðlilegt að náinn fjölskyldumeðlimur formannsins hafi verið ráðinn til flokksins og að hún hafi gegnt embætti gjaldkera og verið prófkúruhafi. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sakaði Karl Gauti Haltason óháður þingmaður, Ingu Sæland Formann flokks fólksins um óeðlilega fjármálastjórn. Óeðlilegt væri að stjórnmálaleiðtogi sem hefði yfir að ráða verulegum fjármunum væri alls ráðandi í flokki sem prófkúruhafi, gjaldkeri og formaður. Hún réði auk þess nána fjölskyldumeðlimi í störf innan flokksins. Karl sagði að með þessu væri hann að skýra gagnrýni sína á Ingu á Klausturbarnum í nóvember þar sem kom fram að hún hefði litla forystuhæfileika. Þess ber þó að geta að Karl sendi frá sér yfirlýsingu í lok nóvember þar sem hann lýsti fullu traustu á hana sem formann flokksins en var rekinn úr flokknum skömmu síðar. Inga Sæland er döpur yfir málinu. „Það sem er sorglegt að sjá hvernig þessi fyrrverandi varaþingflokksformaður stígur fram núna sár reiður, móðgaður og fullur af hefnigirni,“ segir Inga. Hún segir rétt að hún hafi gegnt embætti gjaldkera, „Ég stofnaði Flokk fólksins og er allt í öllu í upphafi og var því gjaldkeri en lét af því embætti í desember þegar Jónína Björk Óskarsdóttir tók við,“ segir Inga. Inga Sæland segist ennþá vera með prófkúru á reikningi flokksins og ætlar ekki að láta hana frá sér. Hún segir enn fremur að stjórn og kjördæmaráð hafi ákveðið að ráða son hennar á skrifstofu flokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. „Hann er yngsti sonur minn og byrjaði sem sjálfboðaliði en stjórnin ákvað síðan að ráða hann í starf fyrir flokkinn enda er hann ekki bara hæfur heldur líka traustsins verður. Ég er bara ákaflega stolt af því að hann sé starfsmaður okkar og það er engin fyrirsjáanleg breyting á því. ,“ segir Inga. Inga segist hvorki hafa fengið gagnrýni á störf sín sem gjaldkeri og prófkúruhafi né að sonur hennar hafi verið ráðinn til flokksins fyrr en Karl Gauti hafi sett hana fram. „Það hefur ekki borið á neinu slíku fyrir en Karl Gauti stígur fram af þessari illgirni,“ segir hún. „Flokkur fólksins hefur ekkert að fela. Baráttumál okkar númer eitt er að útrýma fátækt í landinu og því er afar dapurt að sjá hvernig þessir einstaklingar sem hafa aldrei þurft að vera fátækir stíga fram núna eins og Karl Gauti Hjaltason gerir, segir Inga að lokum.
Alþingi Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira