Borgin bauð 18 þúsund manns á leiksýningar mikael@frettabladid.is skrifar 12. janúar 2019 08:15 Gjafakort í leikhús er vinsæl gjöf og hefur mælst vel fyrir. FBL/GVA Reykjavíkurborg greiddi 43,5 milljónir króna fyrir jólagjafir starfsfólks borgarinnar að þessu sinni en um var að ræða gjafakort fyrir tvo á sýningu að eigin vali í Borgarleikhúsinu. Trúnaði af gjöfinni og kostnaði var aflétt á síðasta borgarráðsfundi. 43,5 milljónir í heildarkostnað fyrir borgina verður að teljast nokkuð vel sloppið í ljósi þess að hjá borginni starfa ríflega 9 þúsund manns og leikhúsmiðar fjarri því ódýrir. Þar sem gjöfin er fyrir tvo jafngildir hún því að borgin hafi boðið átján þúsund manns í leikhús á næsta ári og greitt um 2.400 krónur fyrir miðann. Algengt miðaverð á sýningar í Borgarleikhúsinu fyrir almenning er á bilinu 6.500-7.500 krónur. Reykjavíkurborg er sem kunnugt er eigandi Borgarleikhússins sjálfs en Leikfélag Reykjavíkur er sjálfseignarstofnun. Í gildi er rekstrarsamningur borgar og leikfélagsins sem framlengdur var til þriggja ára í september síðastliðnum. Þar er kveðið á um að borgin styrki leikhúsið um rúman milljarð á ári til ársins 2021. Þar að auki hefur undanfarin ár komið til þess að borgin hafi þurft að leggja leikhúsinu til viðbótarfjármagn til að styrkja reksturinn, árið 2017 nam það framlag 21 milljón. Jólagjöfin er því ágæt búbót fyrir rekstur Borgarleikhússins. Til að setja miðafjöldann sem jólagjöf borgarinnar felur í sér í samhengi þá fengust þær upplýsingar hjá Borgarleikhúsinu að Elly hafi verið aðsóknarmesta sýningin leikárið 2017-2018 með 45.300 gesti. Þá duga 18 þúsund gestir til að fylla stóra sal leikhússins ríflega 32 sinnum. Í greinargerð borgarstjóra vegna málsins segir að sambærileg leikhúsmiðagjöf árið 2017 hafi vakið mikla ánægju starfsfólks og að borgin vilji sýna starfsfólki sínu þakklæti í verki. Slíkt sé mikilvægt á tímum þegar skortur er á starfsfólki í ýmis störf og hörð samkeppni um hæft starfsfólk. Athygli vekur að Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, vék af fundi borgarráðs við afgreiðslu málsins en hann situr í leikhúsráði Þjóðleikhússins og hefur því metið sig vanhæfan. Hinir borgarráðsfulltrúar flokksins, Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir, sátu hjá við afgreiðslu málsins en lögðu fram bókun. Sögðu þær að þó sjálfsagt og eðlilegt væri að gefa starfsfólki borgarinnar jólagjafir hefði verið eðlilegt að leita tilboða. „Þar sem fleiri en einn aðili geta veitt þessa þjónustu. Reynslan sýnir að með því móti fæst meira fyrir peningana,“ segir í bókuninni. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Jól Jólagjafir fyrirtækja Leikhús Tengdar fréttir Jólagjafir fyrirtækjanna: Bose hátalarar, gjafakort og 200 þúsund króna jólabónus Sum fyrirtæki borguðu starfsmönnum sínum jólabónus og önnur gáfu matarkörfur en ljóst er að gjafirnar voru afar fjölbreyttar. 25. desember 2018 15:12 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Reykjavíkurborg greiddi 43,5 milljónir króna fyrir jólagjafir starfsfólks borgarinnar að þessu sinni en um var að ræða gjafakort fyrir tvo á sýningu að eigin vali í Borgarleikhúsinu. Trúnaði af gjöfinni og kostnaði var aflétt á síðasta borgarráðsfundi. 43,5 milljónir í heildarkostnað fyrir borgina verður að teljast nokkuð vel sloppið í ljósi þess að hjá borginni starfa ríflega 9 þúsund manns og leikhúsmiðar fjarri því ódýrir. Þar sem gjöfin er fyrir tvo jafngildir hún því að borgin hafi boðið átján þúsund manns í leikhús á næsta ári og greitt um 2.400 krónur fyrir miðann. Algengt miðaverð á sýningar í Borgarleikhúsinu fyrir almenning er á bilinu 6.500-7.500 krónur. Reykjavíkurborg er sem kunnugt er eigandi Borgarleikhússins sjálfs en Leikfélag Reykjavíkur er sjálfseignarstofnun. Í gildi er rekstrarsamningur borgar og leikfélagsins sem framlengdur var til þriggja ára í september síðastliðnum. Þar er kveðið á um að borgin styrki leikhúsið um rúman milljarð á ári til ársins 2021. Þar að auki hefur undanfarin ár komið til þess að borgin hafi þurft að leggja leikhúsinu til viðbótarfjármagn til að styrkja reksturinn, árið 2017 nam það framlag 21 milljón. Jólagjöfin er því ágæt búbót fyrir rekstur Borgarleikhússins. Til að setja miðafjöldann sem jólagjöf borgarinnar felur í sér í samhengi þá fengust þær upplýsingar hjá Borgarleikhúsinu að Elly hafi verið aðsóknarmesta sýningin leikárið 2017-2018 með 45.300 gesti. Þá duga 18 þúsund gestir til að fylla stóra sal leikhússins ríflega 32 sinnum. Í greinargerð borgarstjóra vegna málsins segir að sambærileg leikhúsmiðagjöf árið 2017 hafi vakið mikla ánægju starfsfólks og að borgin vilji sýna starfsfólki sínu þakklæti í verki. Slíkt sé mikilvægt á tímum þegar skortur er á starfsfólki í ýmis störf og hörð samkeppni um hæft starfsfólk. Athygli vekur að Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, vék af fundi borgarráðs við afgreiðslu málsins en hann situr í leikhúsráði Þjóðleikhússins og hefur því metið sig vanhæfan. Hinir borgarráðsfulltrúar flokksins, Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir, sátu hjá við afgreiðslu málsins en lögðu fram bókun. Sögðu þær að þó sjálfsagt og eðlilegt væri að gefa starfsfólki borgarinnar jólagjafir hefði verið eðlilegt að leita tilboða. „Þar sem fleiri en einn aðili geta veitt þessa þjónustu. Reynslan sýnir að með því móti fæst meira fyrir peningana,“ segir í bókuninni.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Jól Jólagjafir fyrirtækja Leikhús Tengdar fréttir Jólagjafir fyrirtækjanna: Bose hátalarar, gjafakort og 200 þúsund króna jólabónus Sum fyrirtæki borguðu starfsmönnum sínum jólabónus og önnur gáfu matarkörfur en ljóst er að gjafirnar voru afar fjölbreyttar. 25. desember 2018 15:12 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Jólagjafir fyrirtækjanna: Bose hátalarar, gjafakort og 200 þúsund króna jólabónus Sum fyrirtæki borguðu starfsmönnum sínum jólabónus og önnur gáfu matarkörfur en ljóst er að gjafirnar voru afar fjölbreyttar. 25. desember 2018 15:12
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent