Vill láta kanna sameiningu Íslandsbanka og Landsbankans Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. janúar 2019 21:00 Þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnislög. Ríkissjóður á 98 prósent í Landsbankanum og 100 prósent í Íslandsbanka. Í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er lagt til að stjórnvöld hefji undirbúning að sölu bankanna. Fram kemur í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að hún vilji losa um eignarhald ríkisins á bönkunum. „Eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum er það umfangsmesta í Evrópu og vill ríkisstjórnin leita leiða til að draga úr því. Ljóst er þó að ríkissjóður verður leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun,“ segir þar. Í stefnuyfirlýsingunni segir einnig að ríkisstjórnin ætli ekki að taka neinar stefnumarkandi ákvarðanir um fjármálakerfið fyrr en hvítbókin hefur verið lögð fram á Alþingi. Það hefur ekki verið gert og því hefur engin umræða farið fram á þeim vettvangi um efni hennar. Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni möguleikann á sameiningu Landsbankans og Íslandsbanka áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. „Þetta er eitt af því sem við þurfum að skoða. Við erum að horfa á er þróun framtíðar bankakerfis okkar næstu ár og áratugi. Við hljótum að skoða allt í því. Það eru kostir við þá hugmynd sem mér finnst vera þess virði að skoða. Þá yrði til einn, stór og öflugur banki sem yrði að meirihluta í eigu ríkisins. Við sjáum það, hygg ég, að bankaþjónusta þróist þannig á næstu árum og áratugum að samkeppnin komi að mestu frá útlöndum. Það getur verið vænlegur kostur að horfa til þess að hér verði tveir öflugir bankar. Annar í einkaeigu og hinn í ríkiseigu,“ segir Kolbeinn. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, er ekki spenntur fyrir þessari hugmynd. „Fjármálaþjónusta er ekkert merkilegri þjónusta en hver önnur í sjálfu sér og engin ástæða fyrir ríkið að vera ráðandi aðili á þeim markaði. Hér eru engir erlendir bankar í samkeppni við þá innlendu og að fara að draga enn frekar úr samkeppni á fjármálamarkaði með því að sameina tvo af stærstu leikendunum á þeim markaði finnst mér algjört óráð. Ég efast raunar um að það stæðist samkeppnisrétt ef nánar væri að gáð,“ segir Þorsteinn. Alþingi Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Samkeppnismál Tengdar fréttir Ekki sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna segir að borið hafi á þröngsýni í umræðu um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Hann segir engan veginn sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig. Velta þurfi upp öllum kostum hvað fjármálakerfið varðar og spyr hvort rétt sé að sameina Landsbankann og Íslandsbanka. 11. janúar 2019 12:00 Um 300 milljarðar gætu fengist fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum Ríkissjóður gæti fengið tæplega 300 milljarða króna fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum, sé eingöngu miðað við bókfært virði eigin fjár. Fyrir það fé væri hægt að leggja innri leið Sundabrautar og byggja nýjan Landspítala við Hringbraut en samt eiga um 200 milljarða króna í afgang. 10. janúar 2019 20:30 Telja æskilegt að afnema bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir Afnema þarf bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Þetta er samdóma álit dósents í hagfræði og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Stefnt er að lækkun bankaskatts í fjórum jöfnum áföngum á næstu árum. 8. janúar 2019 20:30 Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnislög. Ríkissjóður á 98 prósent í Landsbankanum og 100 prósent í Íslandsbanka. Í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er lagt til að stjórnvöld hefji undirbúning að sölu bankanna. Fram kemur í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að hún vilji losa um eignarhald ríkisins á bönkunum. „Eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum er það umfangsmesta í Evrópu og vill ríkisstjórnin leita leiða til að draga úr því. Ljóst er þó að ríkissjóður verður leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun,“ segir þar. Í stefnuyfirlýsingunni segir einnig að ríkisstjórnin ætli ekki að taka neinar stefnumarkandi ákvarðanir um fjármálakerfið fyrr en hvítbókin hefur verið lögð fram á Alþingi. Það hefur ekki verið gert og því hefur engin umræða farið fram á þeim vettvangi um efni hennar. Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni möguleikann á sameiningu Landsbankans og Íslandsbanka áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. „Þetta er eitt af því sem við þurfum að skoða. Við erum að horfa á er þróun framtíðar bankakerfis okkar næstu ár og áratugi. Við hljótum að skoða allt í því. Það eru kostir við þá hugmynd sem mér finnst vera þess virði að skoða. Þá yrði til einn, stór og öflugur banki sem yrði að meirihluta í eigu ríkisins. Við sjáum það, hygg ég, að bankaþjónusta þróist þannig á næstu árum og áratugum að samkeppnin komi að mestu frá útlöndum. Það getur verið vænlegur kostur að horfa til þess að hér verði tveir öflugir bankar. Annar í einkaeigu og hinn í ríkiseigu,“ segir Kolbeinn. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, er ekki spenntur fyrir þessari hugmynd. „Fjármálaþjónusta er ekkert merkilegri þjónusta en hver önnur í sjálfu sér og engin ástæða fyrir ríkið að vera ráðandi aðili á þeim markaði. Hér eru engir erlendir bankar í samkeppni við þá innlendu og að fara að draga enn frekar úr samkeppni á fjármálamarkaði með því að sameina tvo af stærstu leikendunum á þeim markaði finnst mér algjört óráð. Ég efast raunar um að það stæðist samkeppnisrétt ef nánar væri að gáð,“ segir Þorsteinn.
Alþingi Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Samkeppnismál Tengdar fréttir Ekki sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna segir að borið hafi á þröngsýni í umræðu um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Hann segir engan veginn sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig. Velta þurfi upp öllum kostum hvað fjármálakerfið varðar og spyr hvort rétt sé að sameina Landsbankann og Íslandsbanka. 11. janúar 2019 12:00 Um 300 milljarðar gætu fengist fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum Ríkissjóður gæti fengið tæplega 300 milljarða króna fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum, sé eingöngu miðað við bókfært virði eigin fjár. Fyrir það fé væri hægt að leggja innri leið Sundabrautar og byggja nýjan Landspítala við Hringbraut en samt eiga um 200 milljarða króna í afgang. 10. janúar 2019 20:30 Telja æskilegt að afnema bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir Afnema þarf bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Þetta er samdóma álit dósents í hagfræði og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Stefnt er að lækkun bankaskatts í fjórum jöfnum áföngum á næstu árum. 8. janúar 2019 20:30 Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Ekki sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna segir að borið hafi á þröngsýni í umræðu um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Hann segir engan veginn sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig. Velta þurfi upp öllum kostum hvað fjármálakerfið varðar og spyr hvort rétt sé að sameina Landsbankann og Íslandsbanka. 11. janúar 2019 12:00
Um 300 milljarðar gætu fengist fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum Ríkissjóður gæti fengið tæplega 300 milljarða króna fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum, sé eingöngu miðað við bókfært virði eigin fjár. Fyrir það fé væri hægt að leggja innri leið Sundabrautar og byggja nýjan Landspítala við Hringbraut en samt eiga um 200 milljarða króna í afgang. 10. janúar 2019 20:30
Telja æskilegt að afnema bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir Afnema þarf bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Þetta er samdóma álit dósents í hagfræði og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Stefnt er að lækkun bankaskatts í fjórum jöfnum áföngum á næstu árum. 8. janúar 2019 20:30
Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30