Gríðarleg uppbygging íbúðarhúsnæðis áætluð á Suðurlandsbraut Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. janúar 2019 19:00 Fyrirhugað er að byggja allt að fimm hundruð íbúðir og sex þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði við Suðurlandsbraut og Ármúla. Rífa á iðnaðarhúsnæði sem fyrir er á lóðinni en Orkuhúsið fær að standa. Borgarstjóri vonast til að hægt verði að hefja framkvæmdir á næstu misserum. Fasteignafélagið Reitir hyggst byggja að lágmarki 45.000 fermetra á lóðinni við Suðurlandsbraut 34 og Ármúla 31. Borgarstjóri og forstjóri Reita skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um uppbygginguna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir verkefnið tengjast borgarlínu beint. „Hérna beint fyrir utan verður Borgarlínustöð samkvæmt hugmyndum um verkefnið. Við sjáum fyrir okkur að það verði þróunarás frá Hlemmi að Suðurlandsbraut, Skeifu og Ártúnshöfða þar sem muni fjölga íbúðum á spennandi stöðum en Borgarlínan verður beintengd við svæðið,“ segir Dagur. Arkitektar verða fengnir til að endurskoða deiliskipulag fyrir svæðið að sögn Dags. „Það er stefnt að því að framkvæmdir hefjist innan við tveimur árum eftir að framkvæmdir liggja fyrir. Vonir mínar eru að þessi uppbygging fari af stað á næstu misserum,“ segir Dagur. Guðjón Auðunsson forstjóri Reita segir að áætlað sé að byggingarkostnaður á hvern fermetra sé um þrjúhundruð og fimmtíu þúsund krónur og því má ætla að kostnaðurinn við uppbygginguna verði tæpir sextán milljarða króna. „Þetta er gríðarmikil fjárfesting en hún er ætluð til langstíma,“ segir Guðjón. Fimmtán prósent íbúða á lóðinni verða leiguíbúðir, íbúðir Félagsbústaða og eða búseturéttaríbúðir en eftir á að ákveða til hvaða annarra markhópa verður höfðað með restina. Borgarstjórn Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Fyrirhugað er að byggja allt að fimm hundruð íbúðir og sex þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði við Suðurlandsbraut og Ármúla. Rífa á iðnaðarhúsnæði sem fyrir er á lóðinni en Orkuhúsið fær að standa. Borgarstjóri vonast til að hægt verði að hefja framkvæmdir á næstu misserum. Fasteignafélagið Reitir hyggst byggja að lágmarki 45.000 fermetra á lóðinni við Suðurlandsbraut 34 og Ármúla 31. Borgarstjóri og forstjóri Reita skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um uppbygginguna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir verkefnið tengjast borgarlínu beint. „Hérna beint fyrir utan verður Borgarlínustöð samkvæmt hugmyndum um verkefnið. Við sjáum fyrir okkur að það verði þróunarás frá Hlemmi að Suðurlandsbraut, Skeifu og Ártúnshöfða þar sem muni fjölga íbúðum á spennandi stöðum en Borgarlínan verður beintengd við svæðið,“ segir Dagur. Arkitektar verða fengnir til að endurskoða deiliskipulag fyrir svæðið að sögn Dags. „Það er stefnt að því að framkvæmdir hefjist innan við tveimur árum eftir að framkvæmdir liggja fyrir. Vonir mínar eru að þessi uppbygging fari af stað á næstu misserum,“ segir Dagur. Guðjón Auðunsson forstjóri Reita segir að áætlað sé að byggingarkostnaður á hvern fermetra sé um þrjúhundruð og fimmtíu þúsund krónur og því má ætla að kostnaðurinn við uppbygginguna verði tæpir sextán milljarða króna. „Þetta er gríðarmikil fjárfesting en hún er ætluð til langstíma,“ segir Guðjón. Fimmtán prósent íbúða á lóðinni verða leiguíbúðir, íbúðir Félagsbústaða og eða búseturéttaríbúðir en eftir á að ákveða til hvaða annarra markhópa verður höfðað með restina.
Borgarstjórn Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira