Knattspyrnukonan Agla María Albertsdóttir og fimleikamaðurinn Valgarð Reinharðsson eru íþróttafólk Kópavogs árið 2018 en kjörið var kunngjört á íþróttahátíð Kópavogs í kvöld.
Agla María var í lykilhlutverki í liði Breiðabliks sem varð Íslands- og bikarmeistari í sumar. Fáir áttu von á þessum árangri frá ungu liði Blika en Agla María spilaði alla leiki liðsins í sumar. Hún skoraði níu mörk sjálf og átti fjölmargar stoðsendingar.
Agla María spilaði 10 A-landsleiki á árinu en íslenska landsliðið var hársbreidd frá því að komast á HM í fyrsta sinn.
Valgarð varð á árinu fyrsti Íslendingurinn til þess að keppa í úrslitum á stökki þegar hann komst í úrslit á EM í Glasgow. Hann lenti þar í áttunda sæti. Valgarð varð Íslandsmeistari í fjölþraut og í fjórum einstökum greinum. Þá var hann bruðarstóplpi í liði Gerplu sem sigraði Bkarmót FSÍ annað árið í röð.
Valgarð varð í lok árs einn af tíu efstu í kjörinu á Íþróttamanni ársins.
Agla María og Valgarð íþróttafólk Kópavogs
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn

„Vorum bara heppnir að landa þessu“
Körfubolti




„Orkustigið var skrítið út af okkur“
Körfubolti



Fleiri fréttir
