Óvissa um fjárveitingu í aðra leið en Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 10. janúar 2019 22:00 Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Vegamálastjóri segir að Reykhólaleið sé ófjármögnuð. Ákvörðun um hana seinki framkvæmdum við Vestfjarðaveg um tvö til þrjú ár. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Myndirnar frá troðfullum sal á Reykhólum í gærkvöldi lýsa vel hversu heitt þetta mál brennur á Vestfirðingum en meðal annars var selt í rútuferð frá Tálknafirði. Fólkið þar ók 180 kílómetra, hvora leið, yfir fimm fjallvegi og það í hvassviðri til að komast á kynningarfund Vegagerðarinnar. Hér má sjá leiðirnar tvær sem nú er tekist á um fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar. Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Ráðamenn Vegagerðarinnar fóru yfir stöðu málsins með fréttamönnum í dag og það er auðheyrt að þeir óttast verulegar tafir kjósi sveitarstjórn Reykhólahrepps að hafna Teigsskógarleið og velja Reykhólaleið í staðinn. „Við höfum lagt mat á það að það gætu verið tvö til þrjú ár. En það verður bara að hafa í huga að þessi leið er ófjármögnuð. Þannig að það er algerlega óljóst hvernig það yrði. Eins og staðan er í dag þá höfum við hjá Vegagerðinni ekki fjármuni til að hefja þetta verk ef það yrði niðurstaðan þannig að þetta er bara óljóst,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Frá fundinum í Reykhólaskóla í gærkvöldi.Vegagerðin/G. Pétur Matthíasson.Teigsskógarleiðin er fullfjármögnuð en Bergþóra segir að Vegagerðin hafi ekki tekið afstöðu til þess hvort þeir fjármunir yrðu nýttir annarsstaðar, verði þeirri leið hafnað. „Við myndum þá reyna að flýta verkum og þá væntanlega á Vestfjörðum,“ segir vegamálastjóri. Brýn nauðsyn sé á vegabótum um allt Ísland og engin vandræði að nota peningana. -Mynduð þið vilja flýta Dynjandisheiðinni? „Það kemur vel til álita og við höfum áhuga á að flýta henni eins og kostur er. En eins og ég segi: Við erum bara að vinna þetta verk miðað við að það komist í framkvæmd þannig að við erum ekki að velta því fyrir okkur hvað við ætlum að gera við þessa peninga.“ Samkvæmt lögum hefur Vegagerðin heimild til að krefja Reykhólahrepp um að greiða kostnaðarmuninn, kjósi hreppurinn dýrari leið. Bergþóra segir að sú spurning sé þó bara fræðileg, enda ljóst að engin greiðslugeta sé í svo litlu sveitarfélagi að takast á við svona framkvæmdir. Fjórir milljarðar séu veruleg fjárhæð. Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15 R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að hún teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. 9. janúar 2019 18:45 Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Vegamálastjóri segir að Reykhólaleið sé ófjármögnuð. Ákvörðun um hana seinki framkvæmdum við Vestfjarðaveg um tvö til þrjú ár. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Myndirnar frá troðfullum sal á Reykhólum í gærkvöldi lýsa vel hversu heitt þetta mál brennur á Vestfirðingum en meðal annars var selt í rútuferð frá Tálknafirði. Fólkið þar ók 180 kílómetra, hvora leið, yfir fimm fjallvegi og það í hvassviðri til að komast á kynningarfund Vegagerðarinnar. Hér má sjá leiðirnar tvær sem nú er tekist á um fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar. Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Ráðamenn Vegagerðarinnar fóru yfir stöðu málsins með fréttamönnum í dag og það er auðheyrt að þeir óttast verulegar tafir kjósi sveitarstjórn Reykhólahrepps að hafna Teigsskógarleið og velja Reykhólaleið í staðinn. „Við höfum lagt mat á það að það gætu verið tvö til þrjú ár. En það verður bara að hafa í huga að þessi leið er ófjármögnuð. Þannig að það er algerlega óljóst hvernig það yrði. Eins og staðan er í dag þá höfum við hjá Vegagerðinni ekki fjármuni til að hefja þetta verk ef það yrði niðurstaðan þannig að þetta er bara óljóst,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Frá fundinum í Reykhólaskóla í gærkvöldi.Vegagerðin/G. Pétur Matthíasson.Teigsskógarleiðin er fullfjármögnuð en Bergþóra segir að Vegagerðin hafi ekki tekið afstöðu til þess hvort þeir fjármunir yrðu nýttir annarsstaðar, verði þeirri leið hafnað. „Við myndum þá reyna að flýta verkum og þá væntanlega á Vestfjörðum,“ segir vegamálastjóri. Brýn nauðsyn sé á vegabótum um allt Ísland og engin vandræði að nota peningana. -Mynduð þið vilja flýta Dynjandisheiðinni? „Það kemur vel til álita og við höfum áhuga á að flýta henni eins og kostur er. En eins og ég segi: Við erum bara að vinna þetta verk miðað við að það komist í framkvæmd þannig að við erum ekki að velta því fyrir okkur hvað við ætlum að gera við þessa peninga.“ Samkvæmt lögum hefur Vegagerðin heimild til að krefja Reykhólahrepp um að greiða kostnaðarmuninn, kjósi hreppurinn dýrari leið. Bergþóra segir að sú spurning sé þó bara fræðileg, enda ljóst að engin greiðslugeta sé í svo litlu sveitarfélagi að takast á við svona framkvæmdir. Fjórir milljarðar séu veruleg fjárhæð.
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15 R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að hún teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. 9. janúar 2019 18:45 Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15
R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að hún teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. 9. janúar 2019 18:45
Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“